Morgunn


Morgunn - 01.06.1996, Page 86

Morgunn - 01.06.1996, Page 86
MORGUNN stefnur setja á oddinn. Með öðrum orðum: Það getur reynst nauðsynlegt að ýlfra með úlfunum en þá ráðleggur Frankl mönnum að vera sauðir í úlfafeldi. Sigmund Freud sagði einu sinni. „Látum hóp ólíks fólks svelta saman. Þegar hungrið sverfur að mun fólkið hætta að vera ólíkt en sameiginleg þörf fyrir að seðja hungur sitt kemur í ljós.“ Guði sé lof, segir Frankl, þá var Sigmund Freud forðað frá því að kynnast einangrunarfangabúðum af eigin raun. Skjólstæðingar hans lágu á pluss-sófum sem voru hannaðir í anda Viktoríutímans en ekki í skítnum í Auschwitz. Þar hvarf ekki mismunurinn á milli manna. Þvert á móti. Fólk varð ólíkara innbyrðis. Fólk tók ofan grímuna, bæði svínin og dýrlingarnir. Og nú á dögum þarf fólk ekki lengur að hika við að nota orðið „dýrlingur“. Frankl minnir á föður Maximilian Kolbe sem var sveltur og loks myrtur með karbólsýru í Auschwitz og tekinn í dýrlingatölu 1983. Frankl segir að það megi kannski saka sig um að nefna dæmi sem heyra til undantekninga frá reglunni. Hann svarar með því að benda á að auðvitað megi vera nóg að vísa til virðingarverðs fólks. Vissulega eru dýrlingar í minnihluta. Meir en það, þeir verða alltaf í minnihluta. En einmitt sú staðreynd hvetur menn til þess að ganga í flokk með minni- hlutanum. Það er illa komið fyrir heiminum, en allt versnar nema hvert og eitt okkar leggi sig fram. Lokaábending hans er þessi: Við skulum því vera á verði - á verði í tvenns konar skilningi: Eftir Auschwitz vitum við hvað maðurinn getur gert. Eftir Hírósíma vitum við hvað er í húfi. 84

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.