Ný saga - 01.01.1988, Blaðsíða 13
ÁSTIR OG VOLD
Ekki leist Þorgilsi skarða
hjónaband góður kostur.
Hann tók sér fyrir frillu dótt-
ur Gunnars í Geitaskarði,
stórbónda í Húnavatnssýslu.
Föðurfaðir Gunnars var
Kleppjárn goðorðsmaður á
Hrafnagili en Gunnar giftist
inn í ætt Húnröðlinga í Húna-
þingi. Onnur dóttir Gunnars
varð frilla Gissurar Þorvalds-
sonar. Það þarf varla að fjöl-
yrða um það að val Orms,
Gissurar og þeirra frænda
Sturlu, Þórðar og Þorgils, á
frillum hefur vart verið tilvilj-
un ein eða harmsaga elskenda
sem ekki fengu að njótast
nema í synd. Sturla gekk í
hjónaband og tengdist með
Sólveigu konu sinni voldug-
ustu ætt landsins, Oddaverj-
um. Það var vænsti kostur
sem bauðst en hann hélt þó
sambandi við fjölskyldu frillu
sinnar til dauðadags enda átti
hann dóttur með henni. Það
er einnig athyglisvert, og var
án efa vegna áhrifa frá kirkj-
unni, að frilla Sturlu er send
burt þegar von er á eiginkonu
heim í Sauðafell. En ekki gátu
allir gifst dóttur Sæmundar í
Odda og fyrrnefndar kempur,
utan Sturla, voru ógiftir alla
ævi. En voru það ekki örlög
sem þeir völdu sér sjálfir en
ekki dísirnar?
HJÓNABAND EÐA
FRILLULÍFI
Fordæming kirkjunnar á
hórdómi og umburðarlyndi
gagnvart frillulífi, virðist hafa
haft þær afleiðingar er leið á
13. öld að höfðingjum þótti
um tvo kosti að velja; annars
vegar hjónaband, með mægð-
um við eina fjölskyldu, en
hins vegar frillulífi sem gat
tengt þá við margar konur og
fjölskyldur þeirra. Fyrir þá
sem börðust til valda hlaut
seinni kosturinn óneitanlega
að bjóða meiri möguleika.
Eins og áður sagði kostaði
það drjúgan skilding að ganga
í hjónaband, þess vegna var sú
stofnun í vissum skilningi for-
réttindi þeirra sem eitthvað
áttu. Mönnum þykir kannski
skjóta skökku við að nokkrir
áberandi höfðingjar, eins og
fyrrnefndir Ormur, Sæmund-
ur, Þórður kakali og Þorgils
skarði skyldu kjósa frillulífi
fremur en hjónaband. En það
er ekki sjálfsagt að körlum
hafi þótt hjónaband og form-
legt samlífi með einni konu
álitlegasti kosturinn enda var
barátta kirkjunnar nýhafin
fyrir þessu. I stað bæði- og,
hjónaband og frillulífi, kom
nú annaðhvort- eða.
Oddaverjum kom vel að
eiga frillur á mörgum stöðum
og Þorgils og Þórður þurftu
báðir að skjóta rótum norðan-
lands og sama má segja um
ekkilinn Gissur. Nyrðra
höfðu stórbændur hafist til
áhrifa og í þeirra raðir mátti
sækja förunaut þótt ekki yrði
af eiginlegu hjónabandi. Óvíst
er að þremenningunum hafi
þótt sárt að fórna hjónaband-
inu.
En ekki gátu allirgifst
dóttur Sæmundar í
Odda og fyrrnefndar
kempur, utan Sturla,
voru ógiftir alla ævi.
H' Jjyi
r i i
En það er ekki
sjálfsagt að körlum
hafi þótt hjónaband
og formlegt samlífi
með einni konu
álitlegasti kosturinn
enda var barátta
kirkjunnar nýhafin
fyrir þessu.
Ef til vill hefur Eysteinn erkibiskup álitið að búfjárlífi íslenskra höfðingja væri eitthvað
þessu líkt. Og víst er að veislur þjóðveldishetjanna hafa oft orðið æði fjörugar.
11