Ný saga - 01.01.1988, Blaðsíða 28

Ný saga - 01.01.1988, Blaðsíða 28
 Pétur Gunnarsson AF RÚMBOTNINUM Getur verið að við þetta vinnuþrælk- aða lið sem birtist hlekkjað við járnkerrur í stór- mörkuðum — séum erfingjar að botnlausum auðæfum? Já menningararfi. Óneitanlega væri þægilegt að eiga menningararf. Eitt- hvað sem gerði að verkum að maður sæti óhultur í áliti sjálfs sín og umheimsins. Forgjöf eða „alltaf 1000 sinnum meira en þú, hvað sem þú segir“. Er ekki þannig sem við viljum að menningararfurinn sé? Að hann sitji undir þjóðarsálinni eins og óþrjótandi auðlind sem dugi að bora í til að upp spretti vinsældir og áhrif. Undir niðri viljum við trúa að þessi innistæða sé til og standi undir sjálfsáliti okkar. En er hún til? Og hvernig get- um við gengið úr skugga um það? Um veraldlegan auð er allt auðveldara — dugir að lyfta tólinu og hringja í bank- ann til að fá stöðuna. F>að er aftur á móti með ís- lenska menningu að hún ligg- ur ekki einasta í óáþreifanleg- um fyrirbærum á borð við ljóð, sögur og trúarbrögð — heldur varðveitist hún í miðli sem er jafnvel enn óútleysan- legri en íslenska krónan. Það þarf umfangsmikla þýðingar- starfsemi til að koma henni á framfæri og jafnvel þá eru áhöld um meðtekninguna — svo bundin er hún staðháttum hér, landslagi og sögu. Samt þurfum við ekki að kvarta undan viðtökum út- lendinga: þeir hafa löngum sinnt þessum arfi betur en við. Forvitni fræðimanna á Norð- urlöndum kviknar strax á lú.öld þegar þeir komast á snoðir um það í ritum Arn- gríms lærða, að á íslenskum bókum sé að finna fæðingar- og skírnarvottorð þeirra sjálfra. Kapphlaupið um handritin hefst og smölun þeirra út til hins „siðmennt- aða heims“. Og listi þeirra er- lendu fræðimanna er langur sem sóttu á mið þessara rita, könnuðu og gáfu út og gerðu heiminum kunnug. Það er ekki fyrr en kemur að okkur sjálfum að styðjast þarf við hugtök úr sálsýkis- fræðinni til að skýra áráttu- bundið tómlæti um þennan arf. Við erum eins og maður sem á öll sín auðæfi á óverð- ■tryggðri bankabók og þorir ekki að spyrjast fyrir um inni- stæðuna af ótta við að hún sé verðlaus orðin í verðbólgufári og gjaldmiðilsbreytingum. Það er eins og í þjóðardul- vitundinni sé menningararf- urinn þrátt fyrir allt ekki ann- að en ótótlegar skinnpjötlur — best geymdar á lúsugum rúmbotni. Eða hvernig ber að skýra tregðu okkar til að kosta ein- hverju til þessara verðmæta? Tökum til dæmis tunguna, sem mun vera veigamesta röksemd fyrir því að við erum á vetur setjandi. Þessi rauði vöðvi sem hreyfist á milli hvítra fjallatinda. Áhrifamikl- ir aðilar vilja slá um hana skjaldborg og á hátíðum og tyllidögum er lokið á hana lofsorði. Samt er hversdags- raunsæið svo tíkarlegt að það er ekki ennþá til nein nothæf íslensk orðabók. Það eru til uppköst og ágrip en engin al- menn uppflettiþók þar sem auk þess að sjá merkingu orðs megi finna dæmi um notkun þess, hvernig merking þess hefur þróast, hvaðan orðið er ættað, hvenær það kom fyrst fyrir á prenti, hver samheiti þess eru og hvaða andheiti. Með öðrum þjóðum telst orðabók jafn sjálfsagður grip- ur og tannbursti. Á Islandi, sem þó geymir aleiguna í tungunni — þar er orðabók ■: , „...á Þjóðminjasafnið kemur nú enginn meir, það er steindautt. Ekki nema þessi túristahlöss sem er sturtað inn í það yfir hásumar- tímann..." 26
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Ný saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.