Ný saga - 01.01.1988, Blaðsíða 44

Ný saga - 01.01.1988, Blaðsíða 44
Helgi Þorláksson up nam svo mikið nám á Eng- landi, skv. Pálssögu, „að trautt voru dæmi til að neinn maður hefði jafnmikið nám numið né þvílíkt á jafnlangri stundu".10 Athyglisvert er að fræði- menn 20. aldar treysta allvel lýsingum 13. aldar höfunda þegar þeir segja frá mönnum sem uppi voru á 11. og 12. öld, jafnvel þótt þeir vantreysti höfundum 13. aldar þegar þeir segja frá mönnum sögualdar í íslendingasögum. Fræði- mennirnir á 20. öld taka marg- ir hverjir upp forsendur og viðmið höfunda á 13. öld þegar þeir segja frá mönnum 11. og 12. aldar, ganga jafnvel lengra í lofinu og gefa enn betri einkunnir. Jón Helgason /j Leiðin til Rómar. Nikulás ábóti á Munkaþverá, sem uppi var á 12. öld, lýsir ieið pílagríma frá Álaborg til Rómar. Ekki er vitað hvort íslenskir Rómferlar fóru almennt um Álaborg. í Björgvin munu íslenskir suðurgöngumenn hafa átt vetrardvöl en gátu síðan tekið byrðing til Konungahellu við Gautelfi sumarið eftir og þaðan var stutt til Álaborgar. Leiðin lá að sögn Nikulásar um Verden (Ferðuborg), Mainz (Meginsoborg), Basel (Boslaraborg), Vevey (Fívfsuborg) og Pavíu (Papey) en ekki er getið viðkomu í Reichenau sem er í um 110 km fjarlægð frá Basel (í loftlínu). För göngufólks frá Álaborg til Rómar tók 54 daga samkvæmt lýsingu Nikulásar eða með hvíldum einar níu vikur. íslenskir suðurgöngumenn hafa væntanlega jafnan átt vetrardvöl að nýju í Noregi á heimleiðinni. Getið er að höfðingjar ýmsir hafi farið á hestbaki suður og sunnan. biskup ritar td. í Kristnisögu sinni frá 1925 að Sæmundur fróði hafi haft til að bera „rétt- sýni“ þótt það komi hvergi fram í heimildum og lítið sé vitað um Sæmund.11 Sigurður Nordal notar um Sæmund orðin „góðgjarn“ og „spak- látur“.12 Gissuri biskupi gefur Jón biskup Helgason ágætis- einkunnina „göfugt mikil- menni“.13 Jón Jóhannesson ritar að Mosfellingar, Gissur biskup og ættmenn hans, hafi verið „friðsamir, stjórnliprir og rótgrónir í innlendri höfðingjamenningu"14 og Þorvaldur Thoroddsen ritar að Páll biskup hafi verið „ein- hver hinn vitrasti snyrtimað- ur“15 og þannig má áfram telja. Sigurður Nordal ritar um Sæmund fróða og samtíma- menn hans: „A þessum kyn- slóðum er svipur samræmis og sátta við guð og menn“.16 En Jón Helgason biskup gengur cinna lengst í aðdáun og scgir að tímabilið frá um 1050 fram yfir miðbik 12. ald- ar hafi verið farsælasta tíma- skcið í sögu þjóðveldins, „ef ekki í sögu vorri yfirleitt“, cins og hann segir, og bætir við: Sá kraftur sem búið hafði hjá heiðnum forfeðrum vorum var þá orðinn helg- aður af anda kristindóms- ins og bar í mörgu tilliti blómlega ávexti enda mun um þær mundir hafa mátt langt leita til að finna þjóð sem betur hafi unað hag sínum en almenningur á Is- landi.17 42
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Ný saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.