Ný saga - 01.01.1988, Blaðsíða 116

Ný saga - 01.01.1988, Blaðsíða 116
Valdimar Unnar Valdimarsson árið 1958 og hagsmuna þeirra í landhelgismálinu. Enda þótt Islendingar sjálfir létu ekki í veðri vaka opinberlega að slík tengsl hafi legið að baki breyttri afstöðu þeirra er ljóst að í aðalstöðvum Sameinuðu þjóðanna var landhelgismálið af ýmsum talið undirrót hinn- ar nýju afstöðu íslands í Kína- málinu. I þessu sambandi er vert að vitna til bókar, sem út kom seinna þetta sama ár og fjallaði meðal annars um aðild Kína að Sameinuðu þjóðun- um. A.G. Mezerik hét sá er ritstýrði þessari bók og benti hann á að árið 1958 hefðu tvö aðildarríki Atlantshafsbanda- lagsins, Grikkland og ísland, skipt um skoðun í Kínamál- inu, setið hjá í stað þess að styðja tillögu Bandaríkja- manna. Ástæðan fyrir stefnu- breytingu Grikkja hafi verið deila þeirra við Breta og Tyrki vegna Kýpurmálsins en Is- lendingar hafi breytt um af- stöðu vegna aðgerðaleysis NATO í landhelgisdeilu ís- lands og Bretlands.12 Árin 1959 og 1960 sátu ís- lendingar enn hjá við at- kvæðagreiðslur um tillögur Bandaríkjamanna í Kínamál- inu. Jafnframt sátu Islending- ar á þessum árum hjá við at- kvæðagreiðslur um sovéskar tillögur, sem gerðu ráð fyrir aðild kínverska Alþýðulýð- veldisins að Sameinuðu þjóð- unum.13 Þetta vekur óneitan- lega athygli í ljósi þess að síðla árs 1959 komst til valda ríkis- stjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks, „Viðreisnar- stjórnin“ svokallaða, sem fylgdi að mörgu leyti annarri stefnu í utanríkismálum en vinstri stjórnin, er setið hafði að völdum 1956 -1958. í tíð þeirrar stjórnar hafði orðið áherslubreyting í Kínamálinu og sú spurning hlýtur að vakna hvers vegna ekki var söðlað um á ný eftir að „við- reisnarstjórnin" settist við stjórnvölinn. Sú staðreynd að hin nýja stjórn breytti ekki umsvifalaust um afstöðu í Kínamálinu hlýtur að renna enn frekari stoðum undir þá tilgátu að landhelgisdeilan, sem stóð allt til ársins 1961, hafi að einhverju leyti ráðið afstöðu Islendinga til Kína- málsins á þessum árum, óháð því hvaða flokkar fóru með völd. „VIÐREISNARÁRA- TUGURINN“ Enda þótt „viðreisnar- stjórnin“ hyrfi ekki aftur til andstöðu við aðild kínverska Alþýðulýðveldisins að Sam- einuðu þjóðunum var afstaða íslands í Kínamálinu á sjöunda áratugnum frábrugð- in afstöðu annarra Norður- landaríkja. Ár eftir ár voru Is- lendingar eina Norðurlanda- þjóðin, sem ekki studdi tillögur þess efnis að kín- verska Alþýðulýðveldið færi með umboð Kína hjá Samein- uðu þjóðunum í stað ríkis- stjórnarinnar á Formósu. Allsherjarþingið felldi ávallt slíkar tillögur og fylgdi Island að málum flestum ríkjum Vesturlanda, sem annaðhvort sátu hjá við atkvæðagreiðslur eða voru andsnúin tillögum er gerðu ráð fyrir brottrekstri Formósu úr Sameinuðu þjóð- unum. íslendingar sátu ávallt hjá að árunum 1966 og 1967 undanskildum er þeir greiddu atkvæði gegn tillögum af þessu tagi.14 Afstaða Islands til Kína- málsins á sjöunda áratugnum byggðist ekki hvað síst á því grundvallarsjónarmiði að ótækt væri að veita kínverska Alþýðulýðveldinu aðild að Sameinuðu þjóðunum á kostnað Formósu.15 Enda þótt „viðreisnarstjórnin" væri þannig andvíg því að For- mósu yrði vikið úr þessari al- þjóðastofnun var ekki þar með sagt að hún væri andvíg aðild kínverska Alþýðulýð- veldisins. Rifjum til dæmis upp ummæli Emils Jónssonar á Allsherjarþinginu árið 1967: Þvert á móti gerum við okkur fulla grein fyrir þeim hættum sem fólgnar eru í þeirri stöðu mála sem nú blasir við, þ.e. að land sem byggt er fimmtungi jarðarbúa skuli standa utan við þessi samtök og þannig einangrast æ meir frá sam- félagi þjóðanna.16 íslenska ríkisstjórnin var þeirrar skoðunar að eina rétt- láta og raunhæfa lausnin fæli í sér að bæði kínversku ríkin fengju aðild að Sameinuðu þjóðunum.17 Jafnframt leit „viðreisnarstjórnin" svo á að mál þetta væri svo vaxið að það félli undir þau mál er teld- ust „mikilvæg" en samkvæmt því þyrfti tvo þriðju hluta at- kvæða á Allsherjarþinginu til að gera bindandi samþykkt um breytingu á umboði Kína hjá Sameinuðu þjóðunum. Studdu Islendingar ályktanir, sem byggðu á þessu sjónar- miði, en hinar Norðurlanda- þjóðirnar greiddu ávallt at- kvæði gegn slíkum ályktun- um og voru, auk Frakídands, einu ríki Vesturlanda sem það gerðu á sjöunda áratugnum. Var því ekki fyrir að fara sam- stöðu Norðurlanda í málinu; íslendingar greiddu atkvæði á skjön við frændþjóðir sínar.18 Er óhætt að segja að bilið hafi verið breitt á milli íslands og annarra Norðurlandaríkja í Kínamálinu, ef til vill breiðara en í nokkru öðru máli sem Allsherjarþingið fjallaði um. Þessi staðreynd olli oft tölu- Enda þótt íslendingar sjálfir létu ekki í vedri vaka opinberlega ad slík tengsl hafi legid ad baki breyttri afstöðu þeirra er Ijóst að I aðalstöðvum Sameinuðu þjóðanna var landhelgismálið afýmsum talið undirrót hinnar nýju afstöðu íslands í Kfnamálinu. Árin 1959 og 1960 sátu íslendingar enn hjá við atkvæðagreiðslur um tillögur Bandaríkjamanna I Kínamálinu. 114
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Ný saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.