Ný saga - 01.01.1988, Blaðsíða 32

Ný saga - 01.01.1988, Blaðsíða 32
Sigurður G. Magnússon Siðaskiptin höfðu gífurleg áhrif á hugarfar nýaldarmannsins. Mótmælendakirkjan með Martein Lúter í fararbroddi réðst harkalega að evrópskri alþýðumenningu sem í kjölfarið tók stakkaskiptum. Niðurstöður þessara breytinga komu m.a. fram í einstaklingum sem treystu meira á eigið frumkvæði og lifðu frekar lífi þessa heims en þess sem í vændum var eftir dauðann. mótmælendur stórtækir á þessu sviði, þar sem margir siðir þeirra sem ráðist var á voru tengdir kaþólsku kirkj- unni. Allt þetta hjálpaði til við að losa hugsun nýaldar- mannsins undan áhrifamætti yfirskilvitlegra afla. Næstu aldir eimdi þó eftir af herferð- inni gegn alþýðumenning- unni. Sagnfræðingurinn Peter Burke bendir á að þessi her- ferð hafði bæði sínar jákvæðu og neikvæðu hliðar.4 Hið já- kvæða kom fram í því að al- þýða manna átti auðveldara með að skilja og nálgast trúar- brögðin þegar fram í sótti. Neikvæða hliðin, sem jafn- framt var áhrifameiri, kom fram í þeirri tilraun sem gerð var til að bæta, eða að minnsta kosti að „hreinsa", alþýðu- menninguna af öllum óæski- legum þáttum hennar. Sam- kvæmt gildum siðbótanna var sá hluti alþýðumenningarinn- ar sem sneri t.d. að uppskeru- hátíðum, veraldlegum söng og dönsum, göldrum og sér- stöku hátíðlegu bænaákalli bæði ósiðlegur og óguðlegur. Að lokum má nefna að trúar- legar áherslur breyttust mikið með siðaskiptunum. Þar sem hinar nýju kenningar gerðu ráð fyrir að hver einstaklingur tæki meiri ábyrgð á sinni eigin sáluhjálp var ljóst að sjálfs- gagnrýni og einstaklings- frumkvæði kæmi til með að hafa gífurleg áhrif á hugsun nýaldarmannsins. Sú hugar- farsbreyting átti eftir að leiða til nýrra hugmynda um sjálf- ið, þ.e. hvernig einstaklingur- inn leit á sjálfan sig, og um einstaklingshyggjuna. TÆKNIFRAMFARIR Ýmsar tœkmframfanr er annar þáttur sem hafði mikil áhrif á orsakasamhengið í hugarfarssögunni. Þar ber sérstaklega að hafa í huga þró- un prentlistarinnar og í kjölfar hennar aukið læsi meðal al- mennings. Aætlað hefur verið að um aldamótin 1500 hafi verið í Evrópu um 250 mið- stöðvar prentiðnaðarins og um 20 miljónir bóka hafi verið til. Um 40000 bækur voru prentaðar á ári, en Evrópa taldi um 80 miljónir manna. A 18. öld horfði málið öðruvísi við. Þá má áætla að prent- aðar hafi verið um fjórar milj- ónir eintaka á ári og læsi al- mennings hafði aukist mikið. Þó skal þess getið að læsi meðal lágstéttanna var nokk- uð misjafnt eftir atvinnu- greinum, mest hjá iðnaðar- mönnum en minnst hjá bænd- um.5 Ljóst er að gífurlegar breytingar urðu með tilkomu prentlistarinnar, og fræði- menn hafa haldið því fram að þessar breytingar komi ekki síst fram í skarpari meðvitund fólks um lífið og tilveruna og sjálft sig. Með almennri miðl- un ritaðs orðs hnignaði að sama skapi hinni munnlegu upplýsingarhefð sem verið hafði einkenni alþýðlegra samskipta fyrir nýöld og á fyrri hluta hennar. Þetta er trúlega mikilvægasti munur- inn á hinu gamla og nýja sam- félagi. Við þetta gat einstakl- ingurinn aflað sér þekkingar milliliðalaust á þeim heimi sem hann bjó í. Ohætt er að fullyrða að þessar breytingar hafi ýtt undir einstaklings- hyggju nýaldar.6 FÓLKSFJÖLGUN Þriðja atriðið sem hafði gíf- urleg áhrif á hugarfarið tengist þeim þjóðfélags-, efnahags-, og lýðfrxðilegu breytingum sem áttu sér stað á tímabilinu. Peter Burke lítur svo á að fólksfjölgunin ásamt breytt- um verslunar- og viðskipta- háttum hafi verið einn aðal- hvatinn að þeim umskiptum sem urðu á alþýðumenning- unni í Evrópu.7 En nú sem endranær er nauðsynlegt að sýna varúð hvað varðar or- sakaskýringar. Sannarlega er hægt að halda því fram að vöxturinn í verslun og við- skiptum hafi orsakast af hug- arfarsbreytingum sem áttu sér stað fyrr á nýöld. Hér er átt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Ný saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.