Ný saga - 01.01.1988, Blaðsíða 75

Ný saga - 01.01.1988, Blaðsíða 75
w . vantar á, getur ekki svarað, þá svarar það bara alls ekki spurningaskránni, því þá er þarna gat. Við höfum oft orð- ið vör við það að það stendur oft á einu eða örfáum atriðum og fólk telur sig úr leik ef það getur ekki svarað þeim. Mað- ur þarf að reyna að berja þetta niður hjá fólkinu og segja: þið eigið bara að sleppa þessum spurningum sem þið getið ekki svarað og einbeita ykkur að þeim sem þið kunnið ein- hver svör við. Og síðan eigið þið að bæta við því sem okkur hefur ekki dottið í huga að spyrja um. Við vitum ekki alltaf hvað við eigum að spyrja um. Eg get nefnt svona dæmi um það sem kom fyrir núna í vor eftir að við fengum Orðabók Há- skólans til að setja svör við einni spurningaskrá inn á textaleitarforrit af því að við vildum prófa þetta. Og þeir vildu líka prófa þetta, því auð- vitað er hér hjá okkur fjöldinn allur af orðum sem Orðabók- in þarf að fá fyrr eða síðar. Svo við gerðum tilraun, settum inn svör við spurningaskrá um hátíðar og merkisdaga, því ég var að vinna í því þá. Og svo þegar ég fór að fletta upp á stikkorðinu „hvítasunnu" þá rek ég mig á það, að einhver maður segir að það hafi þótt óhollt að sofa út á hvítasunn- unni. Ekki höfðum við spurt um þetta, ekki einu sinni ÞórðurTómasson, sem manni finnst að allt viti. Og ég fór að leita í öllum þeim þjóðfræði- legu uppsláttarritum sem ég En svo á ári aldradra sló þessari ágætu hugmynd niður að leita til Heilbrigðis- ráðuneytisins, út frá heiibrigðissjónarmidi eða kannski sálþerapísku sjónarmiði: að tala við fólk á dvalarheimilum aldradra. Þarna var fyrirbæri sem okkur datt ekki í hug að spyrja um og maður sér hvergi bókfest. þekkti, og hvergi nokkurs staðar var á þetta minnst. Ég leitaði þá meira í tölvunni og ég var fljótlega búinn að finna 15 dæmi víðsvegar að af land- inu þar sem þetta fyrirbæri kom fram, að það væri ekki hollt að sofa mikið á hvíta- sunnunni. Þarna var fyrirbæri sem okkur datt ekki í hug að spyrja um og maður sér hvergi bókfest. Þetta er dæmi um nauðsyn þess að fólk vaði elg- inn og segi frá ýmsu fleiru en spurt er um. Eru það einhver sérstök mál eða sérstakar spurningar sem fólk veigrar sér við að svara? Það er aðallega tvennt. Það eru annars vegar hreinlætis- mál, fólk veigrar sér stundum við að segja hvernig hreinlæt- isaðstaða var hér áður fyrr, og svo náttúrlega kynferðismál- in. Við höfðum aldrei spurt um svoleiðis lagað, nema und- ir rós. En þegar farið var út í þéttbýlisskrána, þá voru við það menn sem voru menntað- ir í Svíþjóð og höfðu náttúr- lega alist upp við það þar að tala um „sexuelle problemer“ og spyrja um þau. Það var í fyrsta uppkasti dálítið um slík mál og við þóttumst sjá að þetta gengi bara alls ekki. Fólki af þessari kynslóð sem verið var að höfða til, þætti þetta óviðeigandi og nær- göngult. Þetta var því ritskoð- að svolítið, en samt sem áður flaut sumt með. Og það sýndi sig fljótt, jafnvel eins og þetta var orðið saklaust að manni fannst, að það var samt of mikið fyrir marga, og bar svolítið á því að menn endur- sendu skrárnar af því þeim fannst þarna verið að kássast inn á einkamál fólks, sem öðr- um kæmi ekkert við. Það er aðallega þetta tvennt sem manni finnst að fólk eins og veigri sér við að tjá sig um. Jú, það má líka segja að þetta sé einnig dálítið í sambandi við drykkjuskap, að það er eins og fólk vilji ekki segja frá því og breiði frekar yfir slíkt. Hvernig höfum við þá möguleika á því að nálgast þessa málaflokka ef fólk vill ekki svara? Það er frekar með hinu munnlega sambandi. Fólki finnst kannski svolítið annað að segja frá munnlega en að fara að skrifa þetta allt, þenn- an ósóma, eigin hendi. Ég sé ekki aðra leið. En ef fólk vill ekki segja frá þessu þá er ekk- ert við því að gera. / framhaldi af þessu. Þær upplýsingar sem koma þarna fram, þessar heimildir sem verða til, heldurðu að þær komi til með að opna nýjan heim fyrir fræðimenn þegar þær liggja fyrir og búið er að setja þær inná tölvu og gera þær aðgengilegri. Eru ein- hver ný svið sem opnast, t.d. í sambandi við félagssögu, hugarfarssögu, o.s.frv.? Ja, ég ímynda mér það. Ég get tekið sem dæmi, að mér fyndist það vera nokkuð rnikil vöntun í þekkingu sagnfræð- ings sem væri t.d. mjög vel að sér í baráttusögu Jóns Sig- urðssonar og félaga hans um 73
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Ný saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.