Ný saga - 01.01.1988, Blaðsíða 72

Ný saga - 01.01.1988, Blaðsíða 72
það er bara einn maður sem segir frá þessu og enginn ann- ar þá hlýtur sá sém er að skrifa um efnið að verða tortrygg- inn, annaðhvort sé maðurinn að reyna að gera glennu eða að þetta sé eitthvert rugl. En ef annar maður segir svipað, og því fleiri sem minnast á sama hlutinn þá hlýtur maður að taka þetta sem gott og gilt. Það er þess vegna sem maður leggur sem mesta áherslu á að fá svör frá sem allra flestum. Maður rekur sig oft á það þegar maður er að reyna að fá nýja heimildarmenn í ein- hverri sveit þá segja menn: „Ja, er hann Jón á Hofi ekki búinn að segja ykkur þetta allt saman?“ og telja að þar með sé málið afgreitt eða jafnvel að þeir segi bara: „Nú, stendur þetta ekki allt í Islenskum þjódháttum eftir Jónas frá Hrafnagili?" Þó að það sé hin prýðilegasta bók þá er hún háð sínum takmörkunum. Því fleiri heimildir sem eru um sama fyrirbærið því traustari er sú heimild. Hversu vísindaleg söfnun er þetta miðað við þærkröfur sem gerðar eru t.d. um skoð- anakannanir nútímans? Eg held að þessar athuganir okkar séu langtum marktæk- ari en venjulegar skoðana- kannanir. Því að í skoðana- könnunum eru menn að búa sér til einfalt krossapróf, ligg- ur mér við að segja. Ég er ekki að segja að það gefi ekki vís- bendingar, en ég myndi aldrei taka venjulega skoðanakönn- un gilda sem áreiðanlega heimild, fjandinn hafi það. Ja, ég myndi taka henni með var- úð eins og maður hefur séð þetta framkvæmt. Hins vegar verð ég að segja að það er nátt- úrlega óskaplegt verk að vinna úr þessu þegar maður hefur um það bil hundrað svör við sömu spurningaskránni, hvaðanæva að af landinu, og hvert svar er að meðaltali 10— 15 þéttskrifaðar síður. En þegar búið er að setja svörin við hverri spurningaskrá inn á textaleitarforrit, eins og mað- ur er að vonast til, þá breytist öll aðstaða til að leita að heim- ildum. Nú er það svo að við erum fyrst og fremst að spyrja um vinnubrögð, það er kjarninn í þessu. Ef ég væri að spyrja um eitthvað varðandi járnsmíði myndi ég auðvitað leita til járnsmíðafélagsins. Ef ég væri að spyrja um eitthvað varð- andi afgreiðslu í búðum myndi ég leita til Verslunar- mannafélagsins, eða Félags af- greiðslustúlkna í brauða- og mjólkurbúðum, sem einu sinni var til. Þannig að ég held að maður hljóti að fara tals- vert eftir starfsstéttum af því að maður er að spyrja um vinnubrögð. En efþú væri að spyrja t.d. hvenær fólk borðaði hádegis- mat? Ef að svo væri þá myndi ég fara svipaða leið og skoðana- kannanirnar. Þegar það er eitthvað sem nær yfir alla jafnt og það getur verið mismun- andi eftir fjölskyldustærð eða vinnulagi fólks hvenær það Ef það er bara einn maður sem segir frá þessu og enginn annar þá hlýtur sá sem er að skrifa um efnid að verda tortrygginn, annadhvort sé maðurinn að reyna að gera glennu eða að þetta sé eitthvert rugl. borðar sínar máltíðir og ann- að því um líkt. Það fer eftir eðli spurning- anna? Já, það fer eftir eðli spurn- inganna. Hver er þá munurinn á þeim svörum sem þið fáið og því sem finnst í sjálfsævisög- um eða ævisögum fólks sem lifði frá 1880—1950? Þá segja þau frá því sem þeim finnst hafa gerst „merki- legast“ á sinni ævi og það eru oft svaðilfarir og eitthvað dramatískt. En fólk almennt, alveg eins og í Islendingasög- unum, það segir ekki frá dag- legum háttum því að í fyrsta lagi þá finnst þeim að ekkert merkilegt að segja frá og svo finnst þeim að þetta hljóti allir að vita. Það eru eðlileg við- horf manns, sem t.d. lifír í dag að honum finnst hann ekki þurfa að segja frá því sem allir viti. Það er höfuðmunurinn að í sjálfsævisögum eru menn, a.m.k. langflestir, að segja frá einhverju sem þeim finnst hafa verið stærri atburðir í sínu lífi. Það eru undantekn- ingar • frá þessu, t.d. hjá Tryggva Emilssyni og Krist- leifi Þorsteinssyni, þar eru virkilega nákvæmar lýsingar, en yfirgnæfandi meirihlutinn er með þetta sjónarmið að segja frá einhverju sem þeim finnst „merkilegt". Miðað við sjálfsævisögur eða ævisögur sem hafa verið töluvert notaðar, þá eruð þið að búa til nýjar heimildir og hvert er viðhorfykkar til þess að búa til heimildir? 70
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Ný saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.