Ný saga - 01.01.1988, Blaðsíða 7

Ný saga - 01.01.1988, Blaðsíða 7
ÁSTIR OG VÖLD ungaöld hafi stjórnast af öðru en kynhvöt? Hvers vegna héldu menn frillur og oft margar? Leitin að svari hlýtur að vera skemmtilegt verkefni. BARÁTTA KIRKJUNNAR HEFST Lengi vel virðast „mjúku gildin“ hafa ráðið afstöðu ís- lensku kirkjunnar í kynferðis- málum höfðingja, enda var veraldlegt og andlegt vald að mestu í höndum sömu manna, veraldlegra höfðingja. Arið 1173, eða þar um, ritaði Ey- steinn erkibiskup í Niðarósi hins vegar bréf til Klængs biskups í Skálholti, þar sem hann ávítar íslenska höfðingja fyrir fjöllyndi, segir suma hafa konur sínar látið og „hórkon- ur“ undir þær tekið, en sumir hafi báðar undir sama þaki. Sjálfur hafði Klængur biskup gert sig sekan um barneign ut- an hjónabands, með náfrænku sinni þar að auki. Það kom því í hlut eftirmanns Klængs, Þorláks Þórhallssonar að fylgja stefnu Eysteins eftir hér á landi. Á dögum Þorláks tíðkaðist það ennþá að giftir höfðingjar og aðrir héldu hjá- konur eða frillur og um 1180 sendi Eysteinn annað bréf til Islands, enn harðorðara en hið fyrra og í því segir Ey- steinn höfðingja lifa búfjárlífi, en rækja ekki hjúskap „ne þat helga samband er eigi ma slitna“.2 Bréf þessi tvö marka upp- hafið að baráttu kirkjunnar fyrir bættu siðferði hér á landi. Það var við ramman reip að draga. Kenningar kirkjunnar um hjónabandið voru íslenskum landslýð framandi í lok 12. aldar. Hjónaband var samkvæmt boðskap kirkjunnar eitt af sjö sakramentunum og var því heilagt. Skilnaður hafði oftast verið auðveldur í framkvæmd en varð samkvæmt bókstafn- um háður leyfi biskupa og jafnvel bundinn því skilyrði að hjónin lifðu „hreinlífi“ það sem eftir var. Kynlíf var for- dæmt nema kynlíf hjóna í þeim tilgangi að eignast erf- ingja. Ljóst er að giftir karlar jafnt og ógiftir héldu frillur, en eins er víst að brot giftra karla var álitið enn alvarlegra en hinna, þar sem þeir gerðu sig seka um hórdóm, saurgun á sambandi sem naut blessunar kirkjunnar. Frillulífi ógifts fólks var litið öðrum augum. Þorláki virðist hafa verið afar annt um að bæta siðferði Islendinga. Þegar hann settist á biskupsstól skipaði hann fyrir um skriftir og „margar aðrar agareglur kirkjunnar framar en áðr tíðkaðist á ís- landi“ einkum þó um hór- dóm.3 Segir Sveinbjörn Rafns- son í grein sinni „Þorláks- skriftir og hjúskapur á 12. og 13. öld“ í Sögu 1982 að skrifta- boð Þorláks séu á mörgum sviðum með ýtarlegustu og ströngustu skriftaboðum sem til eru frá evrópskum miðöld- um. Einnig álítur Sveinbjörn að vegna þess hversu framandi boðskapur kirkjunnar var ís- lendingum hafi Þorláki þótt harðar aðgerðir nauðsynleg- ar. Aðaláherslan er lögð á að auka virðingu fyrir hjóna- bandinu og skriftaboðin virð- ast einkum ætluð körlum „sem ekki vilja hlíta boðum og bönnum kirkjunnar um einkvænishjúskap, helgi há- tíðisdaga og blóðskömm" eins og Sveinbjörn tekur til orða. Samkvæmt skriftaboð- unum skyldi kvæntur maður skriftast ef hann drýgði hór með giftri konu, en skriftin var minni ef ekki hafði komist upp um þau. Eins skyldi skriftast minna ef annað þeirra var ógift. Þorlákur lagði aðaláherslu á að koma í veg fyrir hjónabönd sem meinbugir voru á og að stía í sundur þeim hjónum sem lifðu í slíku hjónabandi. Ekki verður séð að hann hafi barist fyrir einlífi klerka, og frillulífi ógifts fólks lét hann nánast alveg óáreitt. Umburðarlyndi kirkjunnar, og tvískinnungur, gagnvart frillulífi gengur aftur í skipan Árna Þorlákssonar biskups frá 1269, og í Jónsbók þar sem hórdómsbörn eru aft- ar í erfðaröð en börn getin í frillulífi.4 En þrátt fyrir að kenningar kirkjunnar hafi verið íslensk- um höfðingjum framandi í fyrstu er líklegt að þeir hafi fljótt neyðst til að virða boð- skapinn um einkvæni og heil- agt hjónaband. En hvaða aug- um litu 12. og 13. aldar menn þá stofnun og hversu fúslega beygðu þeir sig undir vilja kirkjunnar? HJÓNABAND OG ÆTTARHAGS- MUNIR Agnes S. Arnórsdóttir segir í grein sinni „Viðhorf til kvenna í Grágás" í Sögnum 1986 að í þjóðveldinu hafi hjú- skapur gegnt veigamiklu hlut- verki. Hjónaband hafi stuðlað að eignatilfærslu á milli ætta og þess vegna hafi konur verið mikilvægar í félagslegum til- gangi. Ohætt er að taka undir þessa skoðun Agnesar. Hjónabandið var samnings- atriði ættanna sem að hjóna- leysunum stóðu. Það þótti mikilvægt að jafnræði væri með hjónaefnum varðandi efnahag og félagslega stöðu, en dæmi voru þess að verald- Skilnadur haföi oftast veríð auðveldur í framkvæmd en varð samkvæmt bókstafnum háður leyfi biskupa og jafnvel bundinn því skilyrði að hjónin lifðu „hreinlífi“ það sem eftir var. Samkvæmt skriftaboðunum skyldi kvæntur maður skriftast ef hann drýgði hór með giftrí konu, en skriftin var minni ef ekki hafði komist upp um þau. Hjónabandið var því í raun forréttindi þeirra sem eitthvað áttu. 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Ný saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.