Ný saga - 01.01.1988, Blaðsíða 45
GRÁFELDIR Á GULLÖLD OG VOÐAVERK KVENNA
VERSLUN OG
MENNING
En hvar fengu gömlu
mennirnir á 12. öld gjaldeyri
til að frílista sig og menntast á
Þýskalandi, Frakklandi og
Englandi eða ef til vill í Róm?
Jón Jóhannesson taldi gott ár-
ferði og verslun meginskýr-
ingu hins ætlaða blómaskeiðs
og Björn Þorsteinsson er sam-
mála um verslunina og ritar
um blómaskeiðið á 11. og 12.
öld: „Grundvöllur allra þeirra
framfara sem þá verða á Is-
landi, hefur verið blómlegur
efnahagur á ýmsum sviðum
og hagstæð utanríkis-
verslun“.ls Verslunin var hag-
stæð, að rnati þeirra Jóns og
Björns, af því að íslenskir var-
arfeldir og skinn voru eftirsótt
erlendis.
Vararfeldur var yfirhöfn,
ætluð körlum, og mun orðið
merkja sama og vörufcldur og
á að vera dregið af því hve
feldirnir voru mikil verslunar-
vara. Mcnn héldu lcngst af að
vararfeldir hefðu verið skinn-
feldir en Jón Jóhannesson
taldi að svo hcfði ekki verið
heldur hefðu þcir verið gerðir
úr vaðmáli og hefði ullar-
lögðum, svonefndum röggv-
um, verið skotið í vcfinn
þannig að flíkurnar líktust
loðfeldum eða gærum. Aðal-
heimild Jóns um þctta var
Grágás og fornleifafundur
bendir til að þetta sé rétt.'1'Jón
segir okkur að vararfeldir hafi
verið mikill tískuvarningur
sem útlendingar hafi sóst
ákaft eftir og virðist hann
trúaður á að heilir skipsfarmar
slíkra felda hafi flust frá Is-
landi. Um 1200 eiga að hafa
orðið mikil tíðindi því að
karlmenn erlendis vildu ekki
lengur þessa vararfeldi vegna
tískubreytingar. Björn Þor-
steinsson ritar:
. . . . á 12. öld hafa utanríkis-
viðskipti Islendinga verið
mun meiri en á þeirri 13.,
og valda samdrættinum
tískubreytingar um 1200;
iðnaðarvarningur eins og,
vararfeldir verður verð-
laus, og markaður opnast
ekki fyrir ný útflutnings-
verðmæti.20
Þá segja þeir Jón Jóhannes-
son, Björn Þorsteinsson og
Gunnar Karlsson í ritum sín-
um um sögu þjóðveldisaldar
að íslendingar hafi flutt utan
gærur og skinn, tófuskinn,
lamb- og kattarskinn, en þessi
útflutningur hafi dregist sam-
an á 13. öld vegna samkeppni
af hálfu Hansamanna sem
flutt hafi skinn frá Rússlandi.21
Samkvæmt Jóni Jóhannessyni
var blómaskeiðið liðið um
1200, allur verslunarhagnaður
rann til Norðnranna, efnahag
hnignaði á 13. öld, ef
ekki fyrr, og verslun varð
óhagstæðari og tekur Sigurð-
ur Líndal undir það með þess-
urn orðum: „Hér verður einn-
ig að hafa í huga að hag lands-
manna fór heldur hnignandi á
13. öld og viðskiptakjör
versnuðu eins og oftsinnis
hefur vcrið vakin athygli á“.2:!
Jón segir cnnfremur um þró-
unina:
Jafnhliða hófst sú menn-
ingareinangrun, senr stóð
urn aldaraðir, þótt hennar
gætti ekki mjög fyrrr en
eftir lok þjóðveldisaldar.
Hún spratt af því, að nú var
ekki leið opin til útlanda
nema urn Noreg, en áður,
þá er Islendingar áttu sjálf-
ir hafskip, lágu leiðir þeirra
til margra landa, og menn-
ingarstraumar bárust
hvaðanæva.’3
Þetta tel ég að séu hæpnar
ályktanir og skal nú reyna að
færa rök fyrir því.
Jóhannes skírari í röggvuðum feldi. Á miðöldum var
siður að sýna úlfaldahárklæði Jóhannesar sem
röggvarklæði. Talsvert er til af slíkum myndum frá
10. öld og síðar og birtist hér ein þeirra, höggmynd í
dómkirkjunni í Mainz frá um 1270.
I fyrsta lagi: Fyrir því er
aðeins ein góð heimild að ís-
lenskir feldir hafi verið eftir-
sóttir í Noregi en það er
samningur íslendinga við
Olaf helga sem til er í gerð frá
lokum 11. aldar og segir þar að
Islendingar skuli gjalda svo-
nefnda landaura í Noregi,
„sex feldi og sex álnir vaðmáls
eða fjóra aura silfurs“. Ekki
kemur fram að feldirnir séu
vararfeldir. Jón Jóhannesson
vísaði einkum til annarrar
heimildar um að vararfeldir
hafi skipt miklu máli í útflutn-
ingi, en sú er ekki heldur mjög
góð, Haralds saga gráfeldar í
43