Ný saga - 01.01.1988, Blaðsíða 76
|
miðja 19. öld, en vissi ekki
hvernig fólk eldaði mat sinn á
þessum tíma. Það vantar að
vissu leyti þetta „miljö“ sem
þessir ágætu baráttumenn
hrærðust í.
TÖLVAN OG
FRAMTÍÐIN
Hvernig komast menn í
þessar skrár? Getur Jón Jóns-
son komið hér inn og fengið
aðfara ígegnum þetta eins og
hann vill?
Já, já, þetta er í rauninni öll-
um opið hér. Það er aðgengi-
legt nema hvað það vantar
vinnupláss. Það á nú að fara að
verða hér viss umsköpun í
húsinu og þá verður aðeins
meira vinnupláss. Það sem
hefur einna helst hindrað
þetta er að þegar fólk vill
komast í þessar skrár þá er
vandinn að finna einhvern stól
og kompu handa því að sitja í
en það hefur þó talsvert verið
gert. Það er töluvert af stúd-
entum í sagnfræði sem hafa
skrifað stuttar ritgerðir uppúr
einhverju hér og það eru fleiri
tugir ritgerða sem við eigum
hér afrit af. Einnig hafa nem-
endur Kennaraháskólans nýtt
sér þetta safn. Þetta er í sjálfu
sér aðgengilegt, það má hver
sem er fá þetta í hendur og
skoða það en ekki fara með
það útúr húsi nema helst í
brynvörðum bíl. Það er ekk-
ert afrit til af þessu ennþá.
Hitt er annað mál hvernig
megi nota þetta opinberlega.
Þessi spurning var rædd þegar
ég var síðast á fundi um þessi
mál úti í Osló, samnorrænum
fundi. Það er spurningin, að
hve miklu leyti eru þetta trún-
aðarmál sem við erum þarna
með. Það hafa komið upp
vandamál þar sem hafa varla
komið upp hér ennþá, en þau
gætu komið til ef ætti að fara
að nota þetta og nota nöfn í
einhverjum ritgerðum eða
bókum sem ættu að koma út á
prenti. Við gætum kannski
staðið frammi fyrir lagalegu
og alla vega siðferðilegu
vandamál þar, sem hafa varla
um við nú haft þetta þannig, ef
við höfum sjálf annaðhvort
skrifað eða flutt eitthvað í út-
varp, að við nefnum ekki
nöfn. Við nefnum kannski
„kona fædd fyrir aldamót í
Norður-Þingeyjarsýslu“ en
ekki meira. Þetta er visst
vandamál sem getur jafnvel
snert höfundarrétt.
Það er ekkert gengið frá
þessum málum þegar skrárn-
ar eru sendar út?
Nei, það hefur ekki verið
gert og við höfum ekki þorað
að vera að því. Við vitum ekki
hver réttarstaðan er. Við erum
líka hrædd við að þetta myndi
kannski fæla fólk frá. Hitt er
annað að sumir vilja óðfúsir
að þetta komist á prent. Suma
dreymir eiginlega um að það
verði gefið út.
Hvernig ergengið frá þess-
um upplýsingum núna og
h vernig ætlið þið að ganga frá
þeim í framtíðinni?
Hvert einasta atriði sem
inn kemur er skráð í aðfanga-
bók og flokkað eftir því við
hvaða spurningaskrá svörin
eru. Svör við hverri skrá eru í
sérstakri skúffu og í hverri
skúffu er þessu raðað
topografískt í kringum landið
eftir sýslum eða kaupstöðum.
Síðan hefur maður spjaldskrá
yfir heimildarmennina og
maður hefur aðra spjaldskrá
yfir hvað hefur komið úr
hverju sveitarfélagi eða hverri
sýslu. Svo hefur smám saman
verið reynt að koma upp at-
riðisorðaskrá, sérstaklega yfir
það efni sem berst okkur án
þess að vera svör við spurn-
ingaskrám. Það er dálítið um
að efni berist okkur þannig.
Þessi atriðisorðaskrá á eftir að
breytast með tilkomu tölvu-
væðingarinnar.
Það er náttúrlega ótækt að
þetta sé bara til í einu eintaki.
Sú hugmynd var lengi uppi að
láta ljósrita þetta allt svo þetta
væri til í tveim eintökum og
annað eintakið væri geymt
einhvers staðar annars staðar.
Það væri heilmikið verk því ég
reikna með að þetta sé í kring-
um 100.000 bls. sem eru núna í
þessu skjalasafni. En eftir að
við komumst á bragðið í fyrra
að taka þetta inn á textaleitar-
forrit þá opnar það allt aðra
möguleika. Eins og ég sagði,
Orðabókin tók þarna inn svör
við einni skrá, hún var upp
undir 2000 bls. Síðan fengum
við fé á þessu ári, um 800,000
krónur, sumpart úr ráðuneyt-
um, sumpart úr ríkisfyrir-
tækjum eins og vegamála-
skrifstofunni og veðurstof-
unni, þannig að það hefur
verið haldið áfram að slá inn
heimildir eða svör. Og núna
er á fjárlögum gert ráð fyrir
Þetta er í sjálfu sér
aðgengilegt, það má
hver sem er fá þetta í
hendur og skbða það
en ekki fara með það
útúr húsi nema helst í
brynvörðum bíl.
En það verður að
sýna það á skjánum
sjálfum hvað hægt er
að galdra fram miklar
upplýsingar með
þessum forritum. Það
er bara allt annað líf.
/J
i
.
74