Ný saga - 01.01.1988, Blaðsíða 65
þau þrjú býli sem hann bjó á
alla sína búskapartíð voru allt
hjáleigur.16
Hagkvæmnisástæður réðu
mestu um að þessir voru vald-
ir, því ég vildi að systkinahóp-
arnir væru fæddir á svipuðum
tíma, væru líkir að stærð,
hefðu átt einhverja afkom-
endur og að niðjatölin gæfu
nægilega ýtarlegar upplýsing-
ar um stéttarstöðu eða at-
vinnustöðu til að hægt væri að
flokka niðjana eftir þeim.
Með í þessa athugun voru þvi
tekin tíu börn Kjartans sem
komust upp (af fjórtán sem
fæddust), fædd á árunum
1797 - 1831, og öll átta börn
Boga, fædd á árunum 1798 -
1823. Það verður ekki of skýrt
tekið fram að þetta er langt frá
því að vera nákvæm eða hávís-
indaleg könnun á þessun niðj-
um, heldur er henni aðeins
ætlað að gefa lauslega hug-
mynd um það hvernig nota
megi ættfræði í sagnfræði-
rannsóknum, og líka að benda
á svið í íslenskri sagnfræði
sem lítið hefur verið sinnt.
Og hvað segir nú svo þessi
litla athugun okkur um til-
færslur fólks milli stétta? I
raun erum við hér að tala um
félagslegan hreyfanleika í
tveimur þjóðfélögum: „gamla
Islandi" og „nýja Islandi".
Gamla Island er það miðalda-
þjóðfélag sem leið undir lok á
19. öld. Nýja Island er það
þjóðfélag sem tók við af því;
framlciðsla fyrir markað tók
við af sjálfsþurftarbúskapn-
um, sjávarþorpin stækkuðu,
stéttaskipting varð flóknari,
menntun og kunnátta til sér-
hæfðra starfa varð brýnni
o.s.frv.17
I þessari athugun var þó
Breyttir atvinnuhættir juku möguieika manna á að færast milli
stétta.
ekki ætlunin að taka hreyfing-
ar milli stétta eftir 1940, en
upp úr því verða gríðarlegar
breytingar á þjóðfélaginu og
félagslegur hreyfanleiki miklu
meiri. Eg kaus að niðjarnir
væru komnir á starfsaldur
fyrir þann tíma og þess vegna
sleppti ég öllum fæddum eftir
1910. Er það meira að segja í
síðasta lagi því árið 1940 eru
yngstu niðjarnir aðeins þrí-
tugir. Af þeim sökum kemur
þjóðfélagsþróunin eftir 1940
eitthvað inn í myndina, en
væntanlega þó hverfandi lítið.
Það er athyglisvert að sjá
hvernig þessum niðjum vegn-
aði sem höfðu svo ólíkan bak-
grunn efnalega. Skipti hann
sköpum?
AFKOMENDUR
KJARTANS
JÓNSSONAR
Ef við lítum fyrst á afkom-
endur Kjartans Jónssonar í
bændasamfélaginu þá sjáum
við að þeir komust ekki upp
fyrir fæðingarstétt Kjartans,
og margir færðust niður. Hér
erum við að tala um börn og
barnabörn hans (1. og 2. lið). I
töflu 1 sjáum við hve stór hluti
af þeim komst ekki upp úr
hinu ófrjálsa vinnuhjúastandi,
Þrátt fyrir þetta má ekki
láta sér sjást yfir það hve
margir niðjanna komast í
bændastéttina sjálfa. Ef sam-
félagið væri staðnað eða kyrr-
stætt (statískt) þá ættu aðeins
tvö barna Kjartans að hafa
orðið bændur/bændakonur,
hin að hafa færst niður. En sú
staðreynd að sjö börn Kjart-
ans af tíu komust í bóndastétt
sýnir að möguleikarnir í sam-
félaginu höfðu aukist. Efri
hlutar stéttapýramídans stækk-
uðu hlutfallslega eins og Gísli
Gunnarsson kemst að orði.ls
Athugum þá hvernig niðjar
Kjartans spjöruðu sig í nýja
samfélaginu (þ.e. 3. og 4. lið-
ur). Tafla 1 sýnir glöggt að þar
fengust niðjarnir yfirleitt við
störf í þjóðfélaginu sem ekki
kröfðust menntunar eða sér-
kunnáttu, þ.e. verkamanna-
vinnu, sjómennsku og önnur
ófaglærð störf. Einungis tvö
þeirra starfa sem tilgreind eru
til starfa í þéttbýlinu höfðu
háa félagslega stöðu: skip-
stjórastarfið og útgerðar-
mannsstarfið. En niðjarnir í
þeim stöðum voru aðeins lítið
Eins og sagnfrædirit
eru Islensk
ættfrædirit mjög
misjöfn ad gædum
og frágangi, enda
samin í mismunandi
tilgangi.
63