Ný saga - 01.01.1988, Page 65

Ný saga - 01.01.1988, Page 65
þau þrjú býli sem hann bjó á alla sína búskapartíð voru allt hjáleigur.16 Hagkvæmnisástæður réðu mestu um að þessir voru vald- ir, því ég vildi að systkinahóp- arnir væru fæddir á svipuðum tíma, væru líkir að stærð, hefðu átt einhverja afkom- endur og að niðjatölin gæfu nægilega ýtarlegar upplýsing- ar um stéttarstöðu eða at- vinnustöðu til að hægt væri að flokka niðjana eftir þeim. Með í þessa athugun voru þvi tekin tíu börn Kjartans sem komust upp (af fjórtán sem fæddust), fædd á árunum 1797 - 1831, og öll átta börn Boga, fædd á árunum 1798 - 1823. Það verður ekki of skýrt tekið fram að þetta er langt frá því að vera nákvæm eða hávís- indaleg könnun á þessun niðj- um, heldur er henni aðeins ætlað að gefa lauslega hug- mynd um það hvernig nota megi ættfræði í sagnfræði- rannsóknum, og líka að benda á svið í íslenskri sagnfræði sem lítið hefur verið sinnt. Og hvað segir nú svo þessi litla athugun okkur um til- færslur fólks milli stétta? I raun erum við hér að tala um félagslegan hreyfanleika í tveimur þjóðfélögum: „gamla Islandi" og „nýja Islandi". Gamla Island er það miðalda- þjóðfélag sem leið undir lok á 19. öld. Nýja Island er það þjóðfélag sem tók við af því; framlciðsla fyrir markað tók við af sjálfsþurftarbúskapn- um, sjávarþorpin stækkuðu, stéttaskipting varð flóknari, menntun og kunnátta til sér- hæfðra starfa varð brýnni o.s.frv.17 I þessari athugun var þó Breyttir atvinnuhættir juku möguieika manna á að færast milli stétta. ekki ætlunin að taka hreyfing- ar milli stétta eftir 1940, en upp úr því verða gríðarlegar breytingar á þjóðfélaginu og félagslegur hreyfanleiki miklu meiri. Eg kaus að niðjarnir væru komnir á starfsaldur fyrir þann tíma og þess vegna sleppti ég öllum fæddum eftir 1910. Er það meira að segja í síðasta lagi því árið 1940 eru yngstu niðjarnir aðeins þrí- tugir. Af þeim sökum kemur þjóðfélagsþróunin eftir 1940 eitthvað inn í myndina, en væntanlega þó hverfandi lítið. Það er athyglisvert að sjá hvernig þessum niðjum vegn- aði sem höfðu svo ólíkan bak- grunn efnalega. Skipti hann sköpum? AFKOMENDUR KJARTANS JÓNSSONAR Ef við lítum fyrst á afkom- endur Kjartans Jónssonar í bændasamfélaginu þá sjáum við að þeir komust ekki upp fyrir fæðingarstétt Kjartans, og margir færðust niður. Hér erum við að tala um börn og barnabörn hans (1. og 2. lið). I töflu 1 sjáum við hve stór hluti af þeim komst ekki upp úr hinu ófrjálsa vinnuhjúastandi, Þrátt fyrir þetta má ekki láta sér sjást yfir það hve margir niðjanna komast í bændastéttina sjálfa. Ef sam- félagið væri staðnað eða kyrr- stætt (statískt) þá ættu aðeins tvö barna Kjartans að hafa orðið bændur/bændakonur, hin að hafa færst niður. En sú staðreynd að sjö börn Kjart- ans af tíu komust í bóndastétt sýnir að möguleikarnir í sam- félaginu höfðu aukist. Efri hlutar stéttapýramídans stækk- uðu hlutfallslega eins og Gísli Gunnarsson kemst að orði.ls Athugum þá hvernig niðjar Kjartans spjöruðu sig í nýja samfélaginu (þ.e. 3. og 4. lið- ur). Tafla 1 sýnir glöggt að þar fengust niðjarnir yfirleitt við störf í þjóðfélaginu sem ekki kröfðust menntunar eða sér- kunnáttu, þ.e. verkamanna- vinnu, sjómennsku og önnur ófaglærð störf. Einungis tvö þeirra starfa sem tilgreind eru til starfa í þéttbýlinu höfðu háa félagslega stöðu: skip- stjórastarfið og útgerðar- mannsstarfið. En niðjarnir í þeim stöðum voru aðeins lítið Eins og sagnfrædirit eru Islensk ættfrædirit mjög misjöfn ad gædum og frágangi, enda samin í mismunandi tilgangi. 63
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Ný saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.