Ný saga - 01.01.1988, Blaðsíða 87
ÁST OG HJÓNABAND Á FYRRI ÖLDUM
Lauga vorum lengur saman,
varð mér hlýrra til hennar . . .
Inn í þetta komu svo ýmsir
þættir hárómantískir og fram
úr öllum máta viðkvæmir.“331
samtalsbók skráðri af Gylfa
Gröndal kemst Jóhanna
Egilsdóttir m.a. svo að orði
um vist sína í Kaldaðarnesi
þar sem hún kynntist Ingim-
undi Einarssyni sem hún gift-
ist 1904:
(Jg svo varð ég skotin í ein-
um vinnumanninum. Og
hann í mér. Ekki spillti það nú
fyrir!34
Magnús Bl. Jónsson segir í
endurminningum sínum að
kona sín hafi fengið á honum
hina ’þekktu’ „ást við fyrstu
sýn“ er þau hittust á götu í
Reykjavík laust eftir 1880.35
NIÐURSTÖÐUR OG
FREKARI
FRÆÐILEG
VANDAMÁL
Ymis tormerki eru á því að
alhæfa um ást og hjónaband út
frá niðurstöðum þessarar at-
hugunar á íslenskum sjálfs-
ævisögum. Því ræður einkum
eftirfarandi:36
1) Tiltölulega fáar sjálfsævi-
sögur fólks sem fæddist fyrir
1845 eru varðveittar.
2) Athugunin byggir einvörð-
ungu á athugun tiltölulega
fárra sjálfsævisagna (u.þ.b. 20
voru kannaðar).
3) Þjóðfélagsstaða sjálfsævi-
sagnaritara gefur ekki rétta
mynd af stéttaskiptingu í sam-
félaginu. Þeir voru flestir
embættismenn eða bændur,
en fáir úr hópi vinnu- og
verkafólks. Hugsanlegt er að
þjóðfélagsstsaða hafi haft
áhrif á það hvaða þættir réðu
makavali.
4) Sjálfsævisagnaritarar eru
ekki allir jafnáreiðanlegir og
opinskáir um einkamál sín.
/ sjálfsævisögum
fólks sem fæddist á
sídustu áratugum
aldarinnar og gekk í
hjónaband um og
eftir aldamótin
síðustu er hins vegar
iðulega fjallað
nokkuð ítarlega um
tilhugalíf og annan
aðdraganda
hjónabands og
hjúskaparár.
Oft var þröngt setinn bekkurinn í brúðkaupsveislum úti í hinum
dreifðu byggðum landsins.
Þessi atriði verður að hafa í
huga þegar reynt er að draga
saman niðurstöður þeirrar
takmörkuðu athugunar sem
hér hefur verið gerð. Hún
bendir engu að síður til þess
að makaval á Islandi hafi ekki
nauðsynlega mótast af „róm-
antískri ást“ í nútíðarmerk-
ingu hugtaksins fyrr en á síð-
ustu áratugum 19. aldar og á
þessari öld. Fram til þess tíma
hafi ýmiss konar sjónarmið
önnur ráðið miklu um maka-
val og upphaf hjúskapar. I
þessu sambandi var oft um að
ræða efnahagsleg atriði, en
jafnframt sameiginleg áhrif
ýmissa persónulegra eigin-
leika eins og dugnaðar, vand-
virkni, trúmennsku, guð-
rækni o.fl. Það ber að undir-
strika þá skoðun Ariés, sem
vikið var að fyrr í þessari
grein, að þótt ást væri ekki
forsenda hjónabanda á fyrri
tíð í sama mæli og nú á dögum
leiddu þau í gegnum samlíf
hjóna iðulega til þess að með
hjónum tækist djúpstæð og
gagnkvæm ást. Það er eftir-
tektarvert að á sama tíma og
hin rómantíska ást (reyndar
oft í meinum) var lofsungin í
skáldskap í álfunni virðist hún
aðeins að takmörkuðu leyti
hafa verið forsenda hjúskap-
ar.37
Hin „rómantíska ást“ virð-
ist hins vegar hafa rutt sér til
rúms sem grundvöllur hjú-
skaparstofnunar hér á landi í
lok síðustu aldar, eða um
svipað leyti og gagngerðra
breytinga tók að gæta í at-
vinnu- og búsetuháttum hér-
lendis.
Að þessu leyti ber niður-
stöðum athugunarinnar vel
saman við niðurstöður fjöl-
margra erlendra rannsókna.
Miklu umfangsmeiri rann-
sókn er þó nauðsynleg til þess
að unnt sé að gera ítarlegri
samanburð á forsendum hjú-
skaparstofnunar hérlendis og
erlendis með það fyrir augum
að varpa ljósi á þróun samfé-
lags og fjölskyldu. I þessu
sambandi þarf að koma til
ítarlegri rannsókn á sjálfsævi-
sögum og einkabréfum og
öðrum heimildaflokkum sem
til greina koma. Meðal þcirra
spurninga sem þarf að svara í
þessu sambandi eru eftirfar-
andi: Hvernig og hvar kynnt-
ust hjónaefni á 18. og 19. öld?
Var eitthvað um það að for-
eldrar eða aðrir ættingjar
85