Ný saga - 01.01.1988, Side 87

Ný saga - 01.01.1988, Side 87
ÁST OG HJÓNABAND Á FYRRI ÖLDUM Lauga vorum lengur saman, varð mér hlýrra til hennar . . . Inn í þetta komu svo ýmsir þættir hárómantískir og fram úr öllum máta viðkvæmir.“331 samtalsbók skráðri af Gylfa Gröndal kemst Jóhanna Egilsdóttir m.a. svo að orði um vist sína í Kaldaðarnesi þar sem hún kynntist Ingim- undi Einarssyni sem hún gift- ist 1904: (Jg svo varð ég skotin í ein- um vinnumanninum. Og hann í mér. Ekki spillti það nú fyrir!34 Magnús Bl. Jónsson segir í endurminningum sínum að kona sín hafi fengið á honum hina ’þekktu’ „ást við fyrstu sýn“ er þau hittust á götu í Reykjavík laust eftir 1880.35 NIÐURSTÖÐUR OG FREKARI FRÆÐILEG VANDAMÁL Ymis tormerki eru á því að alhæfa um ást og hjónaband út frá niðurstöðum þessarar at- hugunar á íslenskum sjálfs- ævisögum. Því ræður einkum eftirfarandi:36 1) Tiltölulega fáar sjálfsævi- sögur fólks sem fæddist fyrir 1845 eru varðveittar. 2) Athugunin byggir einvörð- ungu á athugun tiltölulega fárra sjálfsævisagna (u.þ.b. 20 voru kannaðar). 3) Þjóðfélagsstaða sjálfsævi- sagnaritara gefur ekki rétta mynd af stéttaskiptingu í sam- félaginu. Þeir voru flestir embættismenn eða bændur, en fáir úr hópi vinnu- og verkafólks. Hugsanlegt er að þjóðfélagsstsaða hafi haft áhrif á það hvaða þættir réðu makavali. 4) Sjálfsævisagnaritarar eru ekki allir jafnáreiðanlegir og opinskáir um einkamál sín. / sjálfsævisögum fólks sem fæddist á sídustu áratugum aldarinnar og gekk í hjónaband um og eftir aldamótin síðustu er hins vegar iðulega fjallað nokkuð ítarlega um tilhugalíf og annan aðdraganda hjónabands og hjúskaparár. Oft var þröngt setinn bekkurinn í brúðkaupsveislum úti í hinum dreifðu byggðum landsins. Þessi atriði verður að hafa í huga þegar reynt er að draga saman niðurstöður þeirrar takmörkuðu athugunar sem hér hefur verið gerð. Hún bendir engu að síður til þess að makaval á Islandi hafi ekki nauðsynlega mótast af „róm- antískri ást“ í nútíðarmerk- ingu hugtaksins fyrr en á síð- ustu áratugum 19. aldar og á þessari öld. Fram til þess tíma hafi ýmiss konar sjónarmið önnur ráðið miklu um maka- val og upphaf hjúskapar. I þessu sambandi var oft um að ræða efnahagsleg atriði, en jafnframt sameiginleg áhrif ýmissa persónulegra eigin- leika eins og dugnaðar, vand- virkni, trúmennsku, guð- rækni o.fl. Það ber að undir- strika þá skoðun Ariés, sem vikið var að fyrr í þessari grein, að þótt ást væri ekki forsenda hjónabanda á fyrri tíð í sama mæli og nú á dögum leiddu þau í gegnum samlíf hjóna iðulega til þess að með hjónum tækist djúpstæð og gagnkvæm ást. Það er eftir- tektarvert að á sama tíma og hin rómantíska ást (reyndar oft í meinum) var lofsungin í skáldskap í álfunni virðist hún aðeins að takmörkuðu leyti hafa verið forsenda hjúskap- ar.37 Hin „rómantíska ást“ virð- ist hins vegar hafa rutt sér til rúms sem grundvöllur hjú- skaparstofnunar hér á landi í lok síðustu aldar, eða um svipað leyti og gagngerðra breytinga tók að gæta í at- vinnu- og búsetuháttum hér- lendis. Að þessu leyti ber niður- stöðum athugunarinnar vel saman við niðurstöður fjöl- margra erlendra rannsókna. Miklu umfangsmeiri rann- sókn er þó nauðsynleg til þess að unnt sé að gera ítarlegri samanburð á forsendum hjú- skaparstofnunar hérlendis og erlendis með það fyrir augum að varpa ljósi á þróun samfé- lags og fjölskyldu. I þessu sambandi þarf að koma til ítarlegri rannsókn á sjálfsævi- sögum og einkabréfum og öðrum heimildaflokkum sem til greina koma. Meðal þcirra spurninga sem þarf að svara í þessu sambandi eru eftirfar- andi: Hvernig og hvar kynnt- ust hjónaefni á 18. og 19. öld? Var eitthvað um það að for- eldrar eða aðrir ættingjar 85
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Ný saga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.