Ný saga - 01.01.1988, Blaðsíða 34
Sigurður G. Magnússon
Það fer ekkert á
milli mála að
framfarir I
prentlistinni voru
viss forsenda
ýmissa breytinga
sem urðu á
hugarfari manna
á nýöld. Greiðari
aðgangurað
öruggari
upplýsingum átti
sinn þátt í að
eyða
yfirskilvitlegum
skýringum á
ýmsum
fyrirbærum lífsins
og tilverunnar.
HUGMYNDA-
FRÆLÐIN
Snúum okkur aftur að meg-
inorsakaskýringunum, þ.e.
þeim sem höfðu úrslitaáhrif á
hugarfar fólks. Fjórði þáttur-
inn sem hér verður kynntur
snerti hin bugmyndafrœðilegu
umskipti sem urðu á nýöld.
Við verðum að hafa í huga að
hugmyndafræðilegar breyt-
ingar einkenndu helst yfir-
stéttarmenninguna og voru
fyrst í stað aðeins hluti af
henni. Aldir liðu áður en þær
fóru að hafa veruleg áhrif á
alþýðumenninguna. Keith
Thomas hefur tekið hinar
hugmyndafræðilegu breyt-
ingar til rækilegrar umfjöllun-
ar og bent á að efnislega hafi
þær falist í leitinni að sann-
leikanum undir merkjum vís-
indanna — að allur sannleikur
væri afhjúpaður. Þetta þýddi í
raun að allar kennisetningar
eða kreddur voru endurskoð-
aðar og þær niðurstöður sem
byggðust á reynslunni einni
voru taldar marktækar.14 Enn
skal vakin athygli á því að
þessar hugmyndir náðu varla
lengra en til manna eins og
Newtons og Galileos, eða
lítils hóps hinnar menntuðu
yfirstéttar. Þessar hugmyndir
fóru þó í einstaka tilvikum að
hafa skjót áhrif. Við höfum
áður minnst á galdraofsóknir
og hnignun þeirra. Hinn nýi
andi vísinda og mennta knúði
valdhafa til að leita eftir öðr-
um skýringum en teknar
höfðu verið gildar í gamla
samfélaginu.15 Áhrifin létu
ekki á sér standa. Þau komu
m.a. fram í því að fólk taldi sig
geta haft meiri stjórn á um-
hverfi sínu og einnig í aukinni
trú á framfarir. Það var ein-
mitt þessi trú sem lá að baki
stofnun tryggingarfélaga og
auknum framförum í bruna-
vörnum. Yfirskilvitlegar
skýringar á fyrirbærum eins
og eldsvoðum voru ekki leng-
ur teknar til greina hjá stjórn-
völdum. Veikindi barna eða
dýra voru ekki lengur rakin til
ofsókna galdranorna eða
óhagstæðrar afstöðu stjarn-
anna, heldur til náttúrulegra
ástæðna sem mætti ef til vill
hafa áhrif á með vísindalegum
vinnubrögðum.16
Okkur hefur orðið tíðrætt
hér að framan um þær hugar-
farsbreytingar sem hvöttu til
aukinnar trúar á mátt einstak-
lingsins og almennar framfar-
ir. Þetta tvennt hafði svo aftur
áhrif á ýmsa aðra þætti mann-
legra samskipta. Carol Z.
Stearns hefur t.d. rannsakað
breytingarnar sem urðu á
barnaujppeldi í tengslum við
þetta. I samfélagi þar sem fólk
taldi sig eiga allt undir duttl-
ungum óræðra afla var sjaldan
gerð tilraun til að hafa áhrif á
umhverfi barna í þeim tilgangi
að verja þau gegn allskyns
hættum. Fólk stóð hreinlega í
þeirri trú að slíkt væri ekki á
þess valdi.17 En með aukinni
trú fólks á mátt sinn og megin
gagnvart umhverfinu óx mik-
ilvægi fjölskyldulífsins að
sama skapi. Heimilið varð.
nokkurs konar griðastaður í
hinum miskunnarlausa heimi.
Innan vébanda þess var hægt
að vernda og styrkja einstakl-
inginn, og heimilið varð mið-
depill einkalífsins, hvíldar og
athygli. Af þessum breyting-
um leiddi m.a. að bernskan
varð mikilvægt þrep í þróun
hvers einstaklings, þar sem
ástæða þótti til að kappkosta
að búa barnið undir lífið á sem
bestan hátt.
TOGSTREITA
STÉTTA
Umræðan um breytingar á
hugarfari almennings á fyrri-
hluta nýaldar er langt frá því
að vera tæmandi. Hins vegar
hefur tilgangurinn með þess-
ari yfirreið yfir Evrópusög-
una fyrst og fremst verið sá að
nálgast nokkurs konar vísi að
skilgreiningu á hugarfarssög-
32