Ný saga - 01.01.1988, Side 34

Ný saga - 01.01.1988, Side 34
Sigurður G. Magnússon Það fer ekkert á milli mála að framfarir I prentlistinni voru viss forsenda ýmissa breytinga sem urðu á hugarfari manna á nýöld. Greiðari aðgangurað öruggari upplýsingum átti sinn þátt í að eyða yfirskilvitlegum skýringum á ýmsum fyrirbærum lífsins og tilverunnar. HUGMYNDA- FRÆLÐIN Snúum okkur aftur að meg- inorsakaskýringunum, þ.e. þeim sem höfðu úrslitaáhrif á hugarfar fólks. Fjórði þáttur- inn sem hér verður kynntur snerti hin bugmyndafrœðilegu umskipti sem urðu á nýöld. Við verðum að hafa í huga að hugmyndafræðilegar breyt- ingar einkenndu helst yfir- stéttarmenninguna og voru fyrst í stað aðeins hluti af henni. Aldir liðu áður en þær fóru að hafa veruleg áhrif á alþýðumenninguna. Keith Thomas hefur tekið hinar hugmyndafræðilegu breyt- ingar til rækilegrar umfjöllun- ar og bent á að efnislega hafi þær falist í leitinni að sann- leikanum undir merkjum vís- indanna — að allur sannleikur væri afhjúpaður. Þetta þýddi í raun að allar kennisetningar eða kreddur voru endurskoð- aðar og þær niðurstöður sem byggðust á reynslunni einni voru taldar marktækar.14 Enn skal vakin athygli á því að þessar hugmyndir náðu varla lengra en til manna eins og Newtons og Galileos, eða lítils hóps hinnar menntuðu yfirstéttar. Þessar hugmyndir fóru þó í einstaka tilvikum að hafa skjót áhrif. Við höfum áður minnst á galdraofsóknir og hnignun þeirra. Hinn nýi andi vísinda og mennta knúði valdhafa til að leita eftir öðr- um skýringum en teknar höfðu verið gildar í gamla samfélaginu.15 Áhrifin létu ekki á sér standa. Þau komu m.a. fram í því að fólk taldi sig geta haft meiri stjórn á um- hverfi sínu og einnig í aukinni trú á framfarir. Það var ein- mitt þessi trú sem lá að baki stofnun tryggingarfélaga og auknum framförum í bruna- vörnum. Yfirskilvitlegar skýringar á fyrirbærum eins og eldsvoðum voru ekki leng- ur teknar til greina hjá stjórn- völdum. Veikindi barna eða dýra voru ekki lengur rakin til ofsókna galdranorna eða óhagstæðrar afstöðu stjarn- anna, heldur til náttúrulegra ástæðna sem mætti ef til vill hafa áhrif á með vísindalegum vinnubrögðum.16 Okkur hefur orðið tíðrætt hér að framan um þær hugar- farsbreytingar sem hvöttu til aukinnar trúar á mátt einstak- lingsins og almennar framfar- ir. Þetta tvennt hafði svo aftur áhrif á ýmsa aðra þætti mann- legra samskipta. Carol Z. Stearns hefur t.d. rannsakað breytingarnar sem urðu á barnaujppeldi í tengslum við þetta. I samfélagi þar sem fólk taldi sig eiga allt undir duttl- ungum óræðra afla var sjaldan gerð tilraun til að hafa áhrif á umhverfi barna í þeim tilgangi að verja þau gegn allskyns hættum. Fólk stóð hreinlega í þeirri trú að slíkt væri ekki á þess valdi.17 En með aukinni trú fólks á mátt sinn og megin gagnvart umhverfinu óx mik- ilvægi fjölskyldulífsins að sama skapi. Heimilið varð. nokkurs konar griðastaður í hinum miskunnarlausa heimi. Innan vébanda þess var hægt að vernda og styrkja einstakl- inginn, og heimilið varð mið- depill einkalífsins, hvíldar og athygli. Af þessum breyting- um leiddi m.a. að bernskan varð mikilvægt þrep í þróun hvers einstaklings, þar sem ástæða þótti til að kappkosta að búa barnið undir lífið á sem bestan hátt. TOGSTREITA STÉTTA Umræðan um breytingar á hugarfari almennings á fyrri- hluta nýaldar er langt frá því að vera tæmandi. Hins vegar hefur tilgangurinn með þess- ari yfirreið yfir Evrópusög- una fyrst og fremst verið sá að nálgast nokkurs konar vísi að skilgreiningu á hugarfarssög- 32
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Ný saga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.