Ný saga - 01.01.1988, Blaðsíða 106
Góðærið, sem var
hér á landi á fyrstu
fimm árum
Viðreisnar-
stjórnarinnar, hefur
þó Ifklega að mestu
leyti stafað af góðu
tfðarfari, ekki bættu
stjórnarfari.
heppin, og heppni er sem
kunnugt er eðliskostur góðs
stjórnmálamanns! En vegna
ráðstafana Viðreisnarstjórn-
arinnar voru Islendingar bet-
ur búnir en ella undir þá erfið-
leika, sem skullu á eftir 1967.
Það er líklega annað helsta af-
rek stjórnarinnar að sigla
þjóðarskútunni sæmilega
óskaddaðri út úr þeim öldu-
dal. Mig langar einnig til að
nefna í því sambandi, að Við-
reisnarstjórnin treysti sam-
starfið við aðrar lýðræðis-
þjóðir í varnarmálum, tryggði
viðurkenningu annarra þjóða
á útfærslu landhelginnar í 12
mílur (en án slíkrar viður-
kenningar var útfærslan auð-
vitað orðið tómt) og renndi
með samningum um sölu raf-
orku til álvinnslu fleiri stoð-
um undir íslenskt atvinnulíf,
sem var þá fyrir löngu orðið
tímabært.
Viðreisnarstjórnin var þó
ekki í neinum skilningi full-
komin. Meginveilan í stefnu
hennar var hin sama og í
stefnu annarra ríkisstjórna
landsins frá 1927 að telja:
skilningsskortur á eðli og
áhrifum peninga á hagkerfið.
Hún og ráðgjafar hennar
gerðu sér ekki fulla grein fyrir
því, að miklar kaupkröfur
verkalýðsforingja eru ekki
vegna neinnar sérstakrar
illsku þeirra, heldur vegna
þess, að þensla í peningamál-
um veldur þenslu á vinnu-
markaðnum, sem verkalýðs-
foringjar reyna síðan að elta
uppi. Þegar þeir sjá, að kaup-
gjald er að stíga, vegna þess að
stjórnvöld hafa hleypt af stað
óhóflegri eftirspurn með
seðlaprentun og útlánaþenslu,
flýta þeir sér að hækka kaup-
kröfur sínar til þess að réttlæta
tilveru sína. En vitanlega er
ekkert samband á milli raun-
verulegra kjarabóta til alls al-
mennings og þeirrar kjarabar-
áttu, sem verkalýðsforingjar
reka.
í staðinn fyrir að gera nauð-
synlegar skipulagsbreytingar
á peningamarkaðnum ein-
beitti stjórnin sér að því að
reyna að kaupa frið af verka-
lýðsforingjum á vinnumark-
aðnum. Eitt minnismerkið
um þau friðkaup eru stein-
kumbaldarnir ljótu í Breið-
holti. Og þær skipulagsbreyt-
ingar, sem Viðreisnarstjórnin
gerði þó á peningamarkaðn-
um — og þá á ég við stofnun
Seðlabankans árið 1961 —
voru til hins verra. Hvað hefði
stjórnin átt að gera? Aö sumu
leyti er slík spurning tilgangs-
lítil, því að það, sem er fram-
kvæmanlegt í dag, var ófram-
kvæmanlegt í gær. En þó kann
að vera fróðlegt að rcyna að
svara henni. Viðreisnarstjórn-
in hefði átt að koma lagi á pen-
ingamarkaðinn — þannig að
hann yrði raunverulegur
markaður — með því að selja
einkaaðilum ríkisbankana
þrjá og leggja íslensku krón-
una niður í núverandi mynd
sinni, en semja við einhverja
aðra þjóð, til dæmis Banda-
ríkjamenn, um tengingu við
gjaldmiðilssvæði hennar, en
þá hefði sérstakur íslenskur
seðlabanki verið ónauðsyn-
legur. Þcnnan hátt höfðu ís-
lcndingar í raun og veru á fyrir
1914, er íslcnska krónan var
jafngild hinni dönsku og gefin
út af íslenskum einkabanka.
Færeyingar, Lúxemborgar-
menn og Hong Kong-búar
hafa svipaðan hátt á nú á dög-
um.
Eg er ósáttur við annað at-
riði í stefnu Viðreisnarstjórn-
arinnar: hækkun söluskatts til
þess að lækka tekjuskatt. Nú
kann citthvað að vera til í því,
scm gjarnan er sagt, að eðli-
legra sé að skattleggja neyslu
en tekjuöflun. En gallinn við
óbeina skatta er hins vegar, að
menn verða ekki varir við þá í
Á sjöunda áratugnum þurftu fulltrúar verkalýðshreyfingarinnar og
vinnuveitenda oft að setjast að samningaborðinu. Hér sjást
samninganefndir Dagsbrúnar og Hlífar annars vegar og
Vinnuveitendasambandsins og Vinnumálasambandsins hins
vegar á fundi í maí 1961.
104