Ný saga - 01.01.1988, Blaðsíða 100
Seðlabanki íslands var
stofnaður, en áður var seðla-
útgáfa í höndum Landsbanka
Islands. Seðlabankinn gegndi
frá upphafi mikilvægu eftir-
lits- og stjórnunarhlutverki í
bankamálum, sem áður var í
höndum ríkisstjórnarinnar.
ÍSAL
Síðar á starfsferli stjórnar-
innar var það einkum stofun
ísals, sem deilum olli milli
stjórnar og stjórnarandstöðu.
Samþykkt Alþingis á Isal-
samningunum árið 1966 er
sennilega skýrasta dæmið um
þá samlögun Islands að al-
þjóðlegu hagkerfi, sem við-
reisnarstjórnin bar í orði svo
mjög fyrir brjósti. En and-
stæðingum stjórnarinnar
þótti kjörin við þessa samlög-
un vera fremur slæm. Verst
þótti að Isal átti ekki að lúta
íslenskum skattalögum.
Almennt var stefna
vidreisnar-
stjórnarinnar i
utanríkismálum mjög
íhaldssöm.
ATVINNUMÁL,
LANDHELGIN OG
UTANRÍKISMÁL
I atvinnumálum þótti
stjórnarandstæðingum ríkis-
stjórnin annars fremur at-
hafnalítil, einkum þó í mál-
efnum sjávarútvegsins. Á
viðreisnarárunum drabbaðist
togaraflotinn smátt og smátt
niður. Þó fór stjórnin að
stuðla að kaupum á skuttog-
urum á síðasta starfsári sínu.
Raunar einkenndist viðreisn-
artíminn fyrst og fremst af efl-
ingu bátaflotans, sem hélst í
hendur við miklar síldveiðar
1961—1966, þær mestu í sögu
landsins fyrr og síðar. Þegar
síldarstofninn hrundi 1967—
1968 var það samfara versn-
andi viðskiptakjörum lands-
manna. Afleiðing þessa
Stofnun ísals olli miklum deilum milli stjórnar og stjórnarandstödu.
Gísli telur sennilegt að samþykkt alþingis á ísalsamningunum árið
1966 sé „skýrasta dæmið um þá samlögun íslands að alþjóðlegu
hagkerfi, sem viðreisnarstjórnin bar í orði svo mjög fyrir brjósti. “
tvenns var mikil kreppa í efna-
hags- og atvinnumálum, sem
náði hámarki sínu árið 1969,
þegar 5% vinnufærra manna
var atvinnulaus að meðaltali.
Þetta var hærri tala en þekkst
hafði síðan á 4. áratugnum.
Meðal fyrstu verka við-
reisnarstjórnarinnar var að
semja við bresku ríkisstjórn-
ina um lok þorskastríðsins,
sem staðið hafði síðan Islend-
ingar færðu landhelgi sína í 12
sjómílur árið 1958. Þar var
m.a. að finna ákvæði, þar sem
Islendingar lofuðu að færa
ekki út landhelgi sína aftur
nema með alþjóðlegu sam-
komulagi. Stjórnarandstöðu-
flokkarnir, Alþýðubandalag-
ið og Framsóknarflokkurinn,
lýstu því þá yfir að þeir
myndu ekki virða samkomu-
lag þetta í framtíðinni. Þeir
fengu tækifæri til að efna þetta
loforð árið 1972, þegar vinstri
stjórnin lét færa landhelgi Is-
lands í 50 sjómílur án samráðs
við bresku stjórnina.
Almennt var stefna við-
reisnarstjórnarinnar í utan-
ríkismálum mjög íhaldssöm.
Varla nokkurt Evrópuríki
fylgdi Bandaríkjunum jafn
náið í atkvæðagreiðslum á
vettvangi Sameinuðu þjóð-
anna og ísland. Island var eitt
síðasta land í Evrópu, sem
viðurkenndi stjórn „Rauða
Kína“. Þegar vinstri stjórnin
ákvað að greiða atkvæði með
inngöngu Pekingstjórnarinn-
ar í Sameinuðu þjóðirnar
haustið 1971 mótmælti þáver-
andi stjórnarandstaða, við-
reisnarflokkarnir gömlu,
þessari afstöðu harðlega á Al-
þingi.
NIÐURLAG
Skipta má viðreisnartíma-
bilinu í þrennt:
1. 1959/1960—1963. Nýj-
ungatímabilið. Þá var margt
nauðsynlegt gert er hafði beð-
ið of lengi að hreyft væri við.
Millifærslukerfið hafði gengið
sér til húðar og nauðsynlegt
98