Ný saga - 01.01.1988, Blaðsíða 79
ÁST OG HJÓNABAND Á FYRRI ÖLDUM
athygli sagnfræðinga sem
unnið hafa út frá framan-
greindum rannsóknaráhersl-
um eru hjónabandið og ástin.
Eg ætla hér_ á eftir að fjalla
nokkuð um hjónaband og ást
í erlendum sagnfræðirann-
sóknum og í íslensku samfé-
lagi 1780—1900. Þótt höfð
verði nokkur hliðsjón af rit-
um þeirra er fjallað hafa um
ást og hjónaband í ljósi hugar-
fars- og hvunndagssögu mun
umfjöllun mín fremur draga
dám af hefðbundnum áhersl-
um í félags- og fjölskyldusögu
en af hinum nýju straumum.
Eftir lauslega kynningu á er-
lendum rannsóknum um þessi
fyrirbæri er ætlunin að ræða
nokkuð spurninguna: Hvaða
áhrif hafði ástin á makaval á
Islandi á 19. öld? Ekki er við
því að búast að svo viðamikilli
spurningu verði svarað til
neinnar hlítar í svo stuttri
grein, enda er tilgangurinn
fremur að kynna nýtt rann-
sóknarsvið sem mikið hefur
kveðið að í evrópskum sagn-
fræðirannsóknum undanfarin
ár og ræða fræðileg vandamál
sem því tengjast en að kynna
óhrekjanlegar niðurstöður ít-
arlegrar rannsóknar.
ÁSTIN OG
HJÓNABANDIÐ í
ERLENDUM SAGN-
FRÆÐIRANN-
SÓKNUM
Var ást í nútíðarmerkingu
hugtaksins undirstaða og
hornsteinn hjónabandsins á
fyrri öldum? Sagnfræðingar
hafa verið mjög á öndverðum
meiði um þetta atriði. Ymsir
hafa haldið því fram að „ást“ í
þeim skilningi sem við leggj-
um í hugtakið, eða „tilfinn-
inguna“, í dag sé ekki eldra en
200-—250 ára gamalt fyrir-
brigði.3 Edward Shorter hefur
gengið svo langt að halda því
fram að hefðu eiginmenn fyrr
á tíð „elskað“ konur sínar og
borið minnstu umhyggju
fyrir andlegri og líkamlegri
velferð þeirra, hefðu þeir ekki
reglubundið látið þær ganga í
gegnum það argvítuga kval-
ræði að eignast börn við þær
heilbrigðisaðstæður sem ríktu
í álfunni fram undir síðustu
aldamót. Sami sagnfræðingur
rekur heimildir þess efnis að
eiginmenn hafi ekki á með-
göngutímanum skeytt meira
um andlega og líkamlega líðan
eiginkvenna sinna en svo að
þeir hafi krafist húsbóndarétt-
ar síns til samræðis við þær allt
fram undir barnsburð og nán-
ast undir eins og hann var um
garð genginn.4 Hann telur að
heimildir, ekki síst alþýðu-
kveðskapur ýmiss konar, sýni
að fautaleg framkoma bænda
og annarra alþýðumanna í
garð eiginkvenna sinna hafi
nánast verið regla í álfunni á
fyrri öldum.
Lawrence Stone hefur hins
vegar haldið því fram að ást sé
slíkur grundvallarþáttur í
mannlegu eðli, að hún hljóti
ávallt að hafa verið til. Á hinn
bóginn telur hann að ekki sé
unnt að ganga út frá því að
fólk hafi fyrr á tímum — jafn-
vel í vestrænum samfélögum
— skynjað, hvað þá hugsað
um, ást á sama hátt og við.5
Stone greinir milli tveggja
megintegunda ástar (þótt
hann telji einnig að um aðrar
„tegundir“, en minna mikil-
vægar sé að ræða): annars veg-
ar ástar tveggja ungmenna eða
fullorðinna einstaklinga (oft-
ast af gagnstæðu kyni) og hins
vegar ástar foreldris (einkum
móður) á afkvæmi sínu. Hann
heldur því fram að þótt þær
tilfinningar sem þessar „teg-
undir“ ástar séu sprottnar af
séu eðlislægar, geti þær birst á
mismunandi hátt á einstökum
tímaskeiðum. Þær séu háðar
siðvenju, félagsmótun, efna-
hagsaðstæðum og áhrifum
fjölskyldu og ættar. Ást á milli
tveggja ungmenna eða full-
orðinna einstaklinga stjórnast
a.m.k. að einhverju leyti af
kynhvötinni. Mannskepn-
unni er kynhvötin ásköpuð,
en þau samfélagslegu norm
sem ráða því innan hvaða
marka og hvernig henni er
veitt útrás geta verið breyti-
leg. I þessu sambandi bendir
Stone í sama ritgerðasafni t.d.
á mismunandi viðhorf til ástar
samkynhneigðra frá dögum
Grikkja hinna fornu til okkar
daga.6
Þegar um er að ræða ást á
milli einstaklinga af gagn-
stæðu kyni greinir Stone á
milli þess sem hann kallar
„þrjú skyld en aðgreind sál-
fræðileg fyrirbrigði". Hann
talar þá (í lauslegri þýðingu) í
fyrsta lagi um rómantíska ást
(„romantic love“), í öðru lagi
...hefdu þeirekki
reglubundid látið þær
ganga í gegnum það
argvituga kvalræði
að eignast börn við
þær
heilbrigðisadstæður
sem ríktu í álfunni
fram undir síðustu
aldamót.
Krafðist rómantísk ást svo mikils tíma að yfirstéttirnar
einargátu ræktað hana?
77