Ný saga - 01.01.1988, Blaðsíða 51

Ný saga - 01.01.1988, Blaðsíða 51
GRÁFELDIR Á GULLÖLD OG VOÐAVERK KVENNA Sýna má fram á að jafnan hafi fallið til miklu meira af umframull á meðalbýli á Is- landi en í Noregi. Og sölu- hæfni hins íslenska vaðmáls í Noregi mun ekki síst hafa byggst á miklu og ódýru vinnuafli á Islandi og þar með lágu verði. Konur sáu um framleiðsluna, þvoðu ullina, kembdu hana, spunnu og ófu en karlar þæfðu. Konurnar sem héldu uppi vaðmálsfram- leiðslunni voru lítilsvirtar griðkonur, öreigar. Mikil- vægastar í framleiðslunni voru þær sem ófu og virðast hafa sérhæft sig í þessu því að í svonefndum búalögum er notað um þær heitið vefkon- ur. En þær virðast ekki hafa notið hærri launa, þrátt fyrir sérhæfingu, voru rétt mat- vinnungar. Verkfærið sem þær notuðu, vefstaðurinn gamli, var seinvirkt. Til var er- lendis miklu þægilegri vefstóll og mikilvirkari, jafnvel þegar á 11. öld, hinn lárétti, en Is- lendingar tóku hann ekki í notkun fyrr en um 1800 og einkum á 19. öld.55 Vinnuaflið var yfrið nóg og ódýrt þar sem voru konurnar og þess vegna hafa karlar talið óþarft að taka upp hið nýja tæki. Frá lokum 18. aldar og frá 19. öld eru til lýsingar á því hversu mikill þrældómur það var að vefa í gamla vefstaðnum. I kunnri lýsingu frá 1771 segir: Vinnukonur ganga með sama slag; í sveitum ganga þær að sínum vefum, berar og blóðugar á handleggj- um, sem þær fá af garninu að draga fyrirvafið í gegn- um skilið upp á innlenda vísu, í köldum húsum, oft- ast á móts við bæjardyrnar. Þar kveljast þær af kulda og fyrir út- og inngangi fólks geta ei staðið að sínu verki sem bæði er örðugt og illt.56 Konurnar notuðu svonefnda vefjarskeið til að slá fyrirvafið og er til þess tekið að það hafi þótt erfitt og umhendis því að þær urðu að slá upp fyrir sig. En vera má að mönnum 19. aldar hafi vaxið í augum hversu erfitt var að vefa í gamla vefstaðnum. Þannig var hægt að sitja við vefnað í nýja vefstólnum en staðið var við þann gamla og eru til sögur um það að vefkonurnar hafi gengið tvisvar í kringum gamla vefstaðinn við hvert skil, alls þingmannaleið eða 37,5 km á dag.57 Þetta hlýtur að vera orðum aukið en púlið var mikið. Misvel mun hafa verið vandað til framleiðslunnar en það sem átti að ganga í verslun var staðlað og giltu um alla gerð þess sérstakar reglur þegar á 12. öld. Bændur létu líklega flestir framleiða vað- mál eftir því sem hentaði til heimilisþarfa og í gjöld enda er auðsætt að það hlýtur að hafa komið í góðar þarfir í alls kyns klæði og ábreiður og tjöld og segl. Og þess ber að gæta að Islendingar lærðu ekki að prjóna fyrr en á s.hl. 15. aldar. Fyrir vaðmál gátu 49 menn keypt hér innan lands járn úr mýrarrauða og rekavið og skreið, auk varnings af er- lendum kaupmönnum. Norðmenn munu hafa tek- ið íslenskt vaðmál fram yfir erlend klæði af því að það var miklu ódýrara. Þótt kaup- menn legðu 60% á íslenska vaðmálið var það hvergi nærri ódýrum erlendum klæðum í verði. Er því óeðlilegt að bera saman íslenskt vaðmál og hin ódýrustu af enskum og flæmskum klæðum á 12. ogl3. öld. Helst mætti kannski búast við að verið hafi sam- keppni við vöruvaðmálið frá striga en erfitt er að meta það og víst að íslenska varan var mjög útgengileg í Noregi fram um 1340-50. Vaðmálið var mikilvægast allra vörutegunda í útflutningi á 12. og 13. öld og það kom næst skreið að vægi í Islands- verslun Englendinga og Þjóð- verja á 15. og 16. öld. En miklu mikilvægara var þó vaðmál í sjálfsþurftarbúskap Islend- inga. Það gegndi lykilhlut- verki í íslenskum þjóðarbú- skap fram á 20. öld, er eins konar tákn íslenskrar bænda- menningar. Tvíbreiður vefstóll. Myndin er gerd eftir 14. aldar mynd frá Ypres (leper) f Belgíu. Fyrir framan vefstólinn er verið að spinna á rokk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Ný saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.