Ný saga - 01.01.1988, Blaðsíða 29
fjarlæg draumsýn, gott ef ekki
handan við okkar tímatal.
Ætti ekki að loka öllum
sendiráðum Islands á meðan
þetta ástand varir? Setja skilti
á hurðina: „Lokað vegna
orðabókarskorts“. Og ætti
ckki þingforseti að byrja alla
þingfundi á því að reka út úr
sér tunguna framan í þing-
heim til að minna á þessa
hrikalegu glompu? (Glompa?
Hvað merkir þetta orð?
Hvernig er það hugsað? Hve-
nær kemur það fyrst fyrir?
Hvemig er það notað? Svar
fæst einhvern tíma á 21.öld).
Frá orðabók skulum við
flýja í hús. Uti á Melum
grotnar niður uppkast — það
er Þjóðarbókhlaðan. Lands-
bókasafnið í kössum hér og
þar um bæinn og getur ekki
haldið úti eðlilegri starfsemi
hvað þá gegnt skyldum sín-
um. Fjársvelt Þjóðminjasafn-
ið heldur ekki vatni og býður
enn í dag upp á sömu sýningu
og þegar opnað var fyrir 35
árum og fer að verða minnis-
verð í sjálfri sér.
„Af hverju fór aldrei neinn
með mig á forngripasafn?"
spyr persóna í nýjustu bók
Svövu Jakobsdóttur. Ogsvar-
ið liggur í augum uppi: á
Þjóðminjasafnið kemur nú
enginn meir, það er stein-
dautt. Ekki nema þessi túr-
istahlöss sem er sturtað inn í
það yfir hásumartímann og
birtast síðan á stéttinni fyrir
utan eins og eftir þjófstartað
skammhlaup.
Nú er talað um nauðsyn
þess að ná ferðamanna-
straumnum niður í byggð,
annars vegar til að hlífa öræf-
unum en fyrst og fremst til að
mjólka kúna í fjósi í stað þess
að elta hana út um reginfjöll.
En verður þá ekki að vera eitt-
hvað til sýnis?
Þarf ekki að vera til Nátt-
úrugripasafn þar sem hægt er
að sýna tvíhöfða kálf og lamb
með þrífót? Eða Sædýrasafn
þar sem þessi kvikindi sem
lifa í hafinu synda í glerskáp-
um gestum og gangandi til
sýnis og í leiðinni ágrip af
menningarsögu okkar sjálfra
og sambúð við hafið. Hugsið
ykkur hver not skólakerfið
gæti haft af þessum safnkosti á
veturna en á sumrin beittum
við á þau ferðamönnum.
Allt ætti þetta að vera lág-
mark okkur sjálfum til að vita
hvar við stöndum í stað þess
að treysta í sífellu á undrun
útlendinga yfir að hér skuli
vera Eymundsson, Isafold og
Penninn.
Hér þyrfti að komast í
gagnið Þjóðminjasafn þar sem
öldum Islands væru gerð skil.
Landnámið, uppruni okkar,
sambúð lands og þjóðar. Og
hér þyrfti að rísa menningar-
„Úti á Melum grotnar niður
uppkast - það er Þjóðar-
bókhlaðan."
miðstöð þar sem menningar-
arfurinn væri á boðstólum og
rökstólum. Verslun og safn
þar sem finna mætti allar út-
gáfur íslenskar og erlendar á
fornum ritum okkar, verkum
þeim tengdum og heiminum
sem þær heyra til. Ríkulega
útbúið með rökstóla og
kjaftastóla.
Peningar? Var einhver að
tala um peninga? Og það á
tímum þegar upp renna Seðla-
banki, Ráðhús og Þinghús —
hundruð og aftur þúsundir
milljóna af almannafé — allt
fyrirtæki sem engin brýn þörf
er á og sum hver í fullkominni
óþökk almennings.
27