Ný saga - 01.01.1988, Blaðsíða 36

Ný saga - 01.01.1988, Blaðsíða 36
Sigurður G. Magnússon breytinga sem urðu á lágstétt- inni, breytinga sem oft tóku aðra stefnu en hjá yfirstéttun- um tveimur. Hins vegar er hægt að fullyrða að það hafi ekki orðið neinar grundvallar breytingar á hugarfari 19. og 20. aldar. Þau umskipti sem urðu á fyrri hluta nýaldar náðu meiri festu eða þunga á 19. og 20. öld og létu engan þjóðfélagsþegn ósnortinn hvar í stétt sem hann stóð. Við get- um fullyrt að þær hugarfars- breytingar sem áttu sér stað á fyrri hluta nýaldar hafi átt rajtur sínar að rekja til þétt- býlis- og yfirstéttarmenning- ar. Andstaðan var menning gamla samfélagsins, bænda- samfélagsins, sem lágstéttirn- ar spruttu upp úr. Þegar yfir- stéttirnar gerðu tilraun til að „bæta“ alþýðumenningu Vestur-Evrópu, veittu lág- stéttirnar verðugt viðnám. Með andstöðu sinni og ákveð- inni aðlögunarhæfni náðu lág- stéttirnar að hafa mikil áhrif á þróun menningarsögunnar og móta þær breytingar sem í hönd fóru, að hluta til eftir sínu höfði. Mergur málsins er sá að hér var ekki um að ræða einstefnu yfirstéttanna í menningarmálum heldur flókið samspil allra stétta sam- félagsins. Hér verður þróun hugarfars á 19. og 20. öld ekki frekar gerð að umtalsefni, þróun sem mótaðist mjög af stéttaátökum. Mikið hefur verið ritað og rætt um firringu öreigastéttarinnar á árdögum iðnbyltingarinnar. Margir hafa haldið þvf fram að verkafólk hafi misst öll tengsl við þá hluti sem framleiddir voru þegar iðnvæðing framleiðsluaflanna hófst af fullum krafti. Einnig átti ákvörðunin um hvað og hvernig hlutirnir væru framleiddir að hafa flust frá verkafólki til eigenda framleiðslutækjanna. Með öðrum orðum: verkafólk varð viljalaust verkfæri í höndum þeirra sem auðinn áttu. Upp á síðkastið hafa æ fleiri sagnfræðingar lagt áherslu á að verkafólki hafi auðnast að móta mjög hið iðnvædda þjóðfélag Vesturlanda. í þessari grein hefur því einmitt verið haldið fram að þeim tilraunum sem gerðar voru til að breyta alþýðumenningu lágstéttanna hafi verið mætt af fullum þunga. Niðurstaðan var togstreita sem einkenndi samskipti þriggja helstu stétta samfélagsins á 18., 19. og 20. öld. Nýja þéttbýlis- fjölskyldan var frábrugðin stóru dreifbýlis- fjölskyldunni. Hún var einangraðri og batt fjölskyldu- meðlimi sterkari tilfinningaböndum en áður þekktust. Heimilið var griða- staður í hinum miskunnarlausa heimi stór- borganna. Kappkostað var að styrkja hvern einstakling og búa hann sem best undir lífs- baráttuna frá degi til dags. Hin nýja fjölskyldumynd var sérstaklega mikilvæg fyrir börn og gamalmenni. 34
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Ný saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.