Ný saga - 01.01.1988, Page 36
Sigurður G. Magnússon
breytinga sem urðu á lágstétt-
inni, breytinga sem oft tóku
aðra stefnu en hjá yfirstéttun-
um tveimur. Hins vegar er
hægt að fullyrða að það hafi
ekki orðið neinar grundvallar
breytingar á hugarfari 19. og
20. aldar. Þau umskipti sem
urðu á fyrri hluta nýaldar
náðu meiri festu eða þunga á
19. og 20. öld og létu engan
þjóðfélagsþegn ósnortinn hvar
í stétt sem hann stóð. Við get-
um fullyrt að þær hugarfars-
breytingar sem áttu sér stað á
fyrri hluta nýaldar hafi átt
rajtur sínar að rekja til þétt-
býlis- og yfirstéttarmenning-
ar. Andstaðan var menning
gamla samfélagsins, bænda-
samfélagsins, sem lágstéttirn-
ar spruttu upp úr. Þegar yfir-
stéttirnar gerðu tilraun til að
„bæta“ alþýðumenningu
Vestur-Evrópu, veittu lág-
stéttirnar verðugt viðnám.
Með andstöðu sinni og ákveð-
inni aðlögunarhæfni náðu lág-
stéttirnar að hafa mikil áhrif á
þróun menningarsögunnar og
móta þær breytingar sem í
hönd fóru, að hluta til eftir
sínu höfði. Mergur málsins er
sá að hér var ekki um að ræða
einstefnu yfirstéttanna í
menningarmálum heldur
flókið samspil allra stétta sam-
félagsins. Hér verður þróun
hugarfars á 19. og 20. öld ekki
frekar gerð að umtalsefni,
þróun sem mótaðist mjög af
stéttaátökum.
Mikið hefur verið ritað og rætt um firringu öreigastéttarinnar á árdögum iðnbyltingarinnar. Margir hafa
haldið þvf fram að verkafólk hafi misst öll tengsl við þá hluti sem framleiddir voru þegar iðnvæðing
framleiðsluaflanna hófst af fullum krafti. Einnig átti ákvörðunin um hvað og hvernig hlutirnir væru
framleiddir að hafa flust frá verkafólki til eigenda framleiðslutækjanna. Með öðrum orðum: verkafólk
varð viljalaust verkfæri í höndum þeirra sem auðinn áttu. Upp á síðkastið hafa æ fleiri sagnfræðingar
lagt áherslu á að verkafólki hafi auðnast að móta mjög hið iðnvædda þjóðfélag Vesturlanda. í þessari
grein hefur því einmitt verið haldið fram að þeim tilraunum sem gerðar voru til að breyta
alþýðumenningu lágstéttanna hafi verið mætt af fullum þunga. Niðurstaðan var togstreita sem
einkenndi samskipti þriggja helstu stétta samfélagsins á 18., 19. og 20. öld.
Nýja þéttbýlis-
fjölskyldan var
frábrugðin stóru
dreifbýlis-
fjölskyldunni. Hún
var einangraðri
og batt fjölskyldu-
meðlimi sterkari
tilfinningaböndum
en áður þekktust.
Heimilið var griða-
staður í hinum
miskunnarlausa
heimi stór-
borganna.
Kappkostað var
að styrkja hvern
einstakling og
búa hann sem
best undir lífs-
baráttuna frá degi
til dags. Hin nýja
fjölskyldumynd
var sérstaklega
mikilvæg fyrir
börn og
gamalmenni.
34