Ný saga - 01.01.1988, Blaðsíða 64

Ný saga - 01.01.1988, Blaðsíða 64
Mér segir svo hugur um ad á þessum tíma hafi þetta tandssvæði verið að vissu leyti „Klondyke" Islands, vegna þess félagslega hreyfanleika sem það gerði mögulegan. þegar hliðsjón er höfð af nið- urstöðum af rannsóknum Gísla Agústs Gunnlaugssonar sagnfræðings á heimilum/ fjölskyldum á 19. öld. En þær sýna að fjöldi heimila/fjöl- skyldna á landinu öllu jókst lítið fram til um 1870/1880 og þau urðu mannfleiri.9 Á seinni hluta aldarinnar munu þéttbýlismyndunin og Vesturheimsferðirnar hafa verið mikilvægastar fyrir fé- lagslegan hreyfanleika. Milli þessara tveggja þátta var flók- ið gagnvirkt samband og rannsóknir á fólksflutningum innanlands geta einna helst varpað á það ljósi. Það er einkennilegt við fyrstu sýn og þó engin tilviljun að um leið og gríðarlegir fólksflutningar voru til Norðausturlands (sveitanna) og Austfjarða á tímabilinu 1835 -1901, þá voru Vesturheimsfarar þaðan fleiri en af nokkrum öðrum stað á landinu.10 Þetta mikla rennsli af fólki austur og svo þaðan aftur til Vesturheims virðist vera þverstæða. Hvað var að gerast þarna? Mér segir svo hugur um að á þessum tíma hafi þetta landssvæði verið að vissu leyti „Klon- dyke“ Islands, vegna þess fé- lagslega hreyfanleika sem það gerði mögulegan. Jarðir losn- uðu vissulega þegar Vestur- fararnir fluttu af þeim, en þrátt fyrir það virðist samt hafa verið erfiðleikar á að fá jarðnæði, að minnsta kosti sums staðar á landinu." Þess vegna sýnist manni að þessi þróun á Norðausturlandi hafi ekki skipt minna máli fyrir fé- lagslegan hreyfanleika en flutningar fólks til þéttbýlis- staðanna, en það er órannsak- að mál. Samkvæmt kenningu Gísla Gunnarssonar væri skynsam- legt að bera saman félagslegan hreyfanleika fyrir og eftir 1830. Eða, til að hafa þetta rýmra, að athuga 18. öldina annars vegar og tímann um og eftir miðja 19. öld hins vegar. En hvernig skal gera svona rannsókn? Hana má gera á ýmsa vegu þótt allar leiðirnar feli í sér að bera saman fæð- ingarstétt einstaklings og þá stétt sem hann nær eða lendir í sjálfur. Ein aðferð er að taka niðja einhvers manns fyrir og athuga ættlið fyrir ættlið hvernig niðjarnir dreifast í atvinnu- eða félagsstéttir.12 Þannig má sjá stéttarlega þró- un frá einum ættlið til annars. Aðrar aðferðir byggjast á því að velja úrtök af mannfjöldan- um og eru þær hygg ég betri og áreiðanlegri. Þá eru fyrst valdir þeir sem eiga að lenda í úrtakinu og síðan verður að skoða æviferil þeirra til að sjá til hvaða stéttar á að flokka þá. Síðan má velja um tvennt: bera stéttarstöðu þeirra saman við stéttarstöðu barna þeirra (jafnvel um fleiri ættliði) eða bera saman stéttarstöðu þeirra við stéttarstöðu föður þeirra.13 Önnur leið byggir á því að nota úrtök eða að velja úrtak- ið úr ákveðnum stéttum og komast þannig hjá því að þurfa að byrja að finna fæð- ingarstéttina. Fleiri aðferðir kunna að vera til þótt ég láti nægja að nefna þessar sem dæmi. Hvaða aðferð sem notuð er þá verður naumast komist hjá því að notast við ættfræðirit, vilji menn spara sér tíma og fyrirhöfn. Eins og sagnfræði- rit eru íslensk ættfræðirit mjög misjöfn að gæðum og frágangi, enda samin í mis- munandi tilgangi. Þau eru alltof sjaldan samin þannig að sagnfræðingar geti haft af þeim full not og er einna verst þegar ekki er samræmi í þeim upplýsingum sem fram koma, heldur tilviljun látin ráða hversu miklar upplýsingar eru um hvern og einn.14 En þótt þau séu misjöfn má oftast nota þau sem undirstöðu af því að þau segja alltaf til um skyld- leikann.15 FRÁ BÆNDASAMFÉLAGI TIL ÞÉTTBÝLIS OG SJÁVARÞORPA: NIÐJAR HJÁLEIGU- BÓNDANSOG STÓRBÓNDANS Til að sýna hvernig fram- kvæma má svona rannsókn og sjá hvað hún getur sagt um hreyfanleika milli stétta ákvað ég að taka tvö lítil dæmi og rekja niðja tveggja manna. Til að reyna að sjá sem best hreyfanleikann ákvað ég að rekja frá mönnum með gjör- ólíka stéttarstöðu: einum eignalitlum bónda og einum ríkum landeiganda. Eftir nokkra athugun á ættfræði- bókum varð niðurstaðan sú að rekja frá Kjartani Jónssyni (f. 1775, d. 1856), bónda á Króki í Villingaholtshreppi, og frá Boga Benediktssyni (f. 1771, d. 1849), bónda á Staðar- felli og faktor. Bogi var stór- eignamaður og er einna kunn- astur fyrir Sýslumannaxfir sínar (5 b., Rv. 1881- 1932). Kjartan var hins vegar efna- lítill bóndi sem sjá má af því að 62
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Ný saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.