Ný saga - 01.01.1988, Blaðsíða 92
Sumarið 1938 hóf
orlogskafteinninn A. M. Dam
töku ístandsmyndar sinnar. Hér
sést hann að störfum 1939 en
það ár lauk hann við hana.
Kvikmynd kafteinsins er taiin
einhver fegursta íslandsmynd
sem gerð hefur verið.
á íslandsleiðangur Sir Joseph
Banks, sem gat af sér mynd-
heimildir, málverk og teikn-
ingar, frá hendi þriggja
kunnra myndlistarmanna,
þeirra James og John Freder-
ick Millers og John Cleveleys.
Um þessar myndheimildir
segir Frank Ponzi í riti sínu,
ísland á 18. öld að í þeim megi
sjá „Island þeirra tíma varð-
veitt á einstæðan hátt.“ Einnig
má minna á hinn vel þekkta
leiðangur John Thomas Stan-
leys 1789, sem fékk myndlist-
armennina Edward Dayes og
Nicholas Pocock til að mála
myndaflokka úr leiðangri sín-
um, eftir drögum, sem Stanley
o.fl. leiðangursmenn höfðu
gert, og á teikningar Auguste
Mayers úr Gaimard leiðangr-
inum frá fyrri hluta 19. aldar,
en þar er um heilan mynda-
flokk að ræða. Fleira mætti
tína til en þess gerist ekki þörf
en rétt er að minna á að undir
lok 19. aldar og fram á 20. öld-
ina voru menn farnir að taka
ljósmyndir á ferðum sínum
um landið, sbr. Tempest And-
erson (1890) og Daniel Bruun
(1911). Upp úr því förum við
að hafa spurnir af Islands-
leiðöngrum, þar sem kvik-
myndatökuvélar eru með-
ferðis eins og fram kemur í
yfirlitinu hér að framan
(Wulff og Engström, Stoll,
Paulsen, Boge). Það er ekki
fyrr en um miðjan þriðja ára-
tuginn (1925) að fyrsta ís-
lenska íslandsmyndin er
frumsýnd. Nefndist hún að
sjálfsögðu „Island í lifandi
myndum" og var höfundur
hennar Loftur Guðmunds-
son, einn helsti frumherji ís-
lenskrar kvikmyndagerðar.
Nokkru áður hafði Bíópeter-
sen (Peter Petersen, bíóstjóri
Gamla Bíós) tekið stuttar
svipmyndir af landi og þjóð,
t.d. Þingvallamynd og ferða-
mynd, sem nefndist „Frá
Fljótshlíð til Reykjavíkur“.
Allt fram á daga sjónvarpsins
má segja að útlendingar hafi
verið iðnari við að taka Is-
landskvikmyndir eins og eðli-
legt er og skulu hér aðeins
nefnd fáein dæmi: íslands-
mynd Flubert Schongers
(1926), Islandsmynd Leo
Hansens (1929), íslands-
myndir Paul Burkerts leið-
angursins (1934-35), Islands-
mynd A.M. Dams (1938-39),
ein fegursta Islandskvik-
mynd, sem tekin hefur verið
fyrr og síðar, Islandskvik-
Bíópetersen (Peter Petersen) var frumkvöðull í kvikmyndahúsrekstri á íslandi. Árið 1907 varð hann
forstjóri Reykjavíkur Biograftheaters, síðar Gamla Bíó, og eigandi þess 1914. Á þriðja áratugnum var
hann iðinn við að taka fréttakvikmyndir og þar með varð Gamla Bíó kvikmyndaframleiðandi. Á þessari
mynd er hann að filma vígslu Landspítalans árið 1926. Hann er vinstra megin á myndinni og beinir
kvikmyndatökuvélinni að Kristjáni X Danakonungi.
90