Ný saga - 01.01.1988, Page 79

Ný saga - 01.01.1988, Page 79
ÁST OG HJÓNABAND Á FYRRI ÖLDUM athygli sagnfræðinga sem unnið hafa út frá framan- greindum rannsóknaráhersl- um eru hjónabandið og ástin. Eg ætla hér_ á eftir að fjalla nokkuð um hjónaband og ást í erlendum sagnfræðirann- sóknum og í íslensku samfé- lagi 1780—1900. Þótt höfð verði nokkur hliðsjón af rit- um þeirra er fjallað hafa um ást og hjónaband í ljósi hugar- fars- og hvunndagssögu mun umfjöllun mín fremur draga dám af hefðbundnum áhersl- um í félags- og fjölskyldusögu en af hinum nýju straumum. Eftir lauslega kynningu á er- lendum rannsóknum um þessi fyrirbæri er ætlunin að ræða nokkuð spurninguna: Hvaða áhrif hafði ástin á makaval á Islandi á 19. öld? Ekki er við því að búast að svo viðamikilli spurningu verði svarað til neinnar hlítar í svo stuttri grein, enda er tilgangurinn fremur að kynna nýtt rann- sóknarsvið sem mikið hefur kveðið að í evrópskum sagn- fræðirannsóknum undanfarin ár og ræða fræðileg vandamál sem því tengjast en að kynna óhrekjanlegar niðurstöður ít- arlegrar rannsóknar. ÁSTIN OG HJÓNABANDIÐ í ERLENDUM SAGN- FRÆÐIRANN- SÓKNUM Var ást í nútíðarmerkingu hugtaksins undirstaða og hornsteinn hjónabandsins á fyrri öldum? Sagnfræðingar hafa verið mjög á öndverðum meiði um þetta atriði. Ymsir hafa haldið því fram að „ást“ í þeim skilningi sem við leggj- um í hugtakið, eða „tilfinn- inguna“, í dag sé ekki eldra en 200-—250 ára gamalt fyrir- brigði.3 Edward Shorter hefur gengið svo langt að halda því fram að hefðu eiginmenn fyrr á tíð „elskað“ konur sínar og borið minnstu umhyggju fyrir andlegri og líkamlegri velferð þeirra, hefðu þeir ekki reglubundið látið þær ganga í gegnum það argvítuga kval- ræði að eignast börn við þær heilbrigðisaðstæður sem ríktu í álfunni fram undir síðustu aldamót. Sami sagnfræðingur rekur heimildir þess efnis að eiginmenn hafi ekki á með- göngutímanum skeytt meira um andlega og líkamlega líðan eiginkvenna sinna en svo að þeir hafi krafist húsbóndarétt- ar síns til samræðis við þær allt fram undir barnsburð og nán- ast undir eins og hann var um garð genginn.4 Hann telur að heimildir, ekki síst alþýðu- kveðskapur ýmiss konar, sýni að fautaleg framkoma bænda og annarra alþýðumanna í garð eiginkvenna sinna hafi nánast verið regla í álfunni á fyrri öldum. Lawrence Stone hefur hins vegar haldið því fram að ást sé slíkur grundvallarþáttur í mannlegu eðli, að hún hljóti ávallt að hafa verið til. Á hinn bóginn telur hann að ekki sé unnt að ganga út frá því að fólk hafi fyrr á tímum — jafn- vel í vestrænum samfélögum — skynjað, hvað þá hugsað um, ást á sama hátt og við.5 Stone greinir milli tveggja megintegunda ástar (þótt hann telji einnig að um aðrar „tegundir“, en minna mikil- vægar sé að ræða): annars veg- ar ástar tveggja ungmenna eða fullorðinna einstaklinga (oft- ast af gagnstæðu kyni) og hins vegar ástar foreldris (einkum móður) á afkvæmi sínu. Hann heldur því fram að þótt þær tilfinningar sem þessar „teg- undir“ ástar séu sprottnar af séu eðlislægar, geti þær birst á mismunandi hátt á einstökum tímaskeiðum. Þær séu háðar siðvenju, félagsmótun, efna- hagsaðstæðum og áhrifum fjölskyldu og ættar. Ást á milli tveggja ungmenna eða full- orðinna einstaklinga stjórnast a.m.k. að einhverju leyti af kynhvötinni. Mannskepn- unni er kynhvötin ásköpuð, en þau samfélagslegu norm sem ráða því innan hvaða marka og hvernig henni er veitt útrás geta verið breyti- leg. I þessu sambandi bendir Stone í sama ritgerðasafni t.d. á mismunandi viðhorf til ástar samkynhneigðra frá dögum Grikkja hinna fornu til okkar daga.6 Þegar um er að ræða ást á milli einstaklinga af gagn- stæðu kyni greinir Stone á milli þess sem hann kallar „þrjú skyld en aðgreind sál- fræðileg fyrirbrigði". Hann talar þá (í lauslegri þýðingu) í fyrsta lagi um rómantíska ást („romantic love“), í öðru lagi ...hefdu þeirekki reglubundid látið þær ganga í gegnum það argvituga kvalræði að eignast börn við þær heilbrigðisadstæður sem ríktu í álfunni fram undir síðustu aldamót. Krafðist rómantísk ást svo mikils tíma að yfirstéttirnar einargátu ræktað hana? 77
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Ný saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.