Ný saga - 01.01.1988, Page 32
Sigurður G. Magnússon
Siðaskiptin höfðu gífurleg áhrif á hugarfar
nýaldarmannsins. Mótmælendakirkjan með Martein
Lúter í fararbroddi réðst harkalega að evrópskri
alþýðumenningu sem í kjölfarið tók stakkaskiptum.
Niðurstöður þessara breytinga komu m.a. fram í
einstaklingum sem treystu meira á eigið frumkvæði
og lifðu frekar lífi þessa heims en þess sem í
vændum var eftir dauðann.
mótmælendur stórtækir á
þessu sviði, þar sem margir
siðir þeirra sem ráðist var á
voru tengdir kaþólsku kirkj-
unni. Allt þetta hjálpaði til við
að losa hugsun nýaldar-
mannsins undan áhrifamætti
yfirskilvitlegra afla. Næstu
aldir eimdi þó eftir af herferð-
inni gegn alþýðumenning-
unni. Sagnfræðingurinn Peter
Burke bendir á að þessi her-
ferð hafði bæði sínar jákvæðu
og neikvæðu hliðar.4 Hið já-
kvæða kom fram í því að al-
þýða manna átti auðveldara
með að skilja og nálgast trúar-
brögðin þegar fram í sótti.
Neikvæða hliðin, sem jafn-
framt var áhrifameiri, kom
fram í þeirri tilraun sem gerð
var til að bæta, eða að minnsta
kosti að „hreinsa", alþýðu-
menninguna af öllum óæski-
legum þáttum hennar. Sam-
kvæmt gildum siðbótanna var
sá hluti alþýðumenningarinn-
ar sem sneri t.d. að uppskeru-
hátíðum, veraldlegum söng
og dönsum, göldrum og sér-
stöku hátíðlegu bænaákalli
bæði ósiðlegur og óguðlegur.
Að lokum má nefna að trúar-
legar áherslur breyttust mikið
með siðaskiptunum. Þar sem
hinar nýju kenningar gerðu
ráð fyrir að hver einstaklingur
tæki meiri ábyrgð á sinni eigin
sáluhjálp var ljóst að sjálfs-
gagnrýni og einstaklings-
frumkvæði kæmi til með að
hafa gífurleg áhrif á hugsun
nýaldarmannsins. Sú hugar-
farsbreyting átti eftir að leiða
til nýrra hugmynda um sjálf-
ið, þ.e. hvernig einstaklingur-
inn leit á sjálfan sig, og um
einstaklingshyggjuna.
TÆKNIFRAMFARIR
Ýmsar tœkmframfanr er
annar þáttur sem hafði mikil
áhrif á orsakasamhengið í
hugarfarssögunni. Þar ber
sérstaklega að hafa í huga þró-
un prentlistarinnar og í kjölfar
hennar aukið læsi meðal al-
mennings. Aætlað hefur verið
að um aldamótin 1500 hafi
verið í Evrópu um 250 mið-
stöðvar prentiðnaðarins og
um 20 miljónir bóka hafi verið
til. Um 40000 bækur voru
prentaðar á ári, en Evrópa
taldi um 80 miljónir manna. A
18. öld horfði málið öðruvísi
við. Þá má áætla að prent-
aðar hafi verið um fjórar milj-
ónir eintaka á ári og læsi al-
mennings hafði aukist mikið.
Þó skal þess getið að læsi
meðal lágstéttanna var nokk-
uð misjafnt eftir atvinnu-
greinum, mest hjá iðnaðar-
mönnum en minnst hjá bænd-
um.5 Ljóst er að gífurlegar
breytingar urðu með tilkomu
prentlistarinnar, og fræði-
menn hafa haldið því fram að
þessar breytingar komi ekki
síst fram í skarpari meðvitund
fólks um lífið og tilveruna og
sjálft sig. Með almennri miðl-
un ritaðs orðs hnignaði að
sama skapi hinni munnlegu
upplýsingarhefð sem verið
hafði einkenni alþýðlegra
samskipta fyrir nýöld og á
fyrri hluta hennar. Þetta er
trúlega mikilvægasti munur-
inn á hinu gamla og nýja sam-
félagi. Við þetta gat einstakl-
ingurinn aflað sér þekkingar
milliliðalaust á þeim heimi
sem hann bjó í. Ohætt er að
fullyrða að þessar breytingar
hafi ýtt undir einstaklings-
hyggju nýaldar.6
FÓLKSFJÖLGUN
Þriðja atriðið sem hafði gíf-
urleg áhrif á hugarfarið tengist
þeim þjóðfélags-, efnahags-,
og lýðfrxðilegu breytingum
sem áttu sér stað á tímabilinu.
Peter Burke lítur svo á að
fólksfjölgunin ásamt breytt-
um verslunar- og viðskipta-
háttum hafi verið einn aðal-
hvatinn að þeim umskiptum
sem urðu á alþýðumenning-
unni í Evrópu.7 En nú sem
endranær er nauðsynlegt að
sýna varúð hvað varðar or-
sakaskýringar. Sannarlega er
hægt að halda því fram að
vöxturinn í verslun og við-
skiptum hafi orsakast af hug-
arfarsbreytingum sem áttu sér
stað fyrr á nýöld. Hér er átt