Ný saga - 01.01.1991, Page 29

Ný saga - 01.01.1991, Page 29
almennt ljóst; hann hefði verið „prýðilega hagmæltur“. Valdi- mar birti raunar ljóð og ljóð, auk þess að vera „kvistur á miklum gáfumannastofni", eins og Jónas frá Hriflu kaus að kalla það,3 eilitið þingeyskt, að manni finnst. Páll Eggert segir í íslenzkum æviskrám (bd. V), að hann hafi verið „vel skáld- mæltur“. ÚTGÁFA MENNINGARSJÓÐS Það var Vilhjálmur Þ. Gíslason, sem sá um þessa útgáfu. Vilhjálmur samdi allítarlegar skýringar, sem hann nefndi „Utgáfur Alþingisrímnanna“ og „Menn og málefni í Alþingis- rímunum"; einnig rakti hann „Bragarhætti, skáldamál, heiti og kenningar" sent og „Rímurnar í Fjallkonunni". Skýringar Vilhjálms hafa mörgum þókt í rýrara lagi. „Hann veit ekki ýmislegt, sem jafnvel ég veit!“ sagði Ólafur Þ. Kristjánsson við mig og var undarlega til orða tekið af þeim margfróða manni. Þetta kann nú að vera ekki með öllu sanngjarnt í garð Vilhjálms. Alþekkt er sú árátta, og hver getur „sagt sig frí“ - að þykja það hámark allrar fáfræði, viti einhver það ekki, sem maður þykist vita sjálfur. - Og þykja þá kannski skítur og skömm til þess koma, sem aðrir vita. „Það sem ég veit ekki er ekki þekking!“ Þetta var lagt í munn lærdómsmanni miklum í Oxford.' Svo mætti líka spyrja, hvar draga skuli mörkin; ofskýrt getur orðið álíka leiðigjarnt og vanskýrt. Og Vilhjálmi var kannski meiri vandi á höndum um miðja þessa öld en væri nú. Sá heiftareldur, sem gaus upp árið 1961, þegar út kom fyrsta bindið af ævisögu Hannesar Hafsteins eftir Kristján Albertsson, hefur logað undir engu minni 1951. Og Vilhjálmur „unni friði og sáttum". - Rétt til garnans má geta þess, að Vilhjálmur skaut í útgáfu sinni óvart stoðum undir gamla sögn. Það var á árurn áður brosað góðlátlega að því, að Vilhjálmur reyndi að koma Þorsteini Gíslasyni, föður sínum, að við öll möguleg og ómöguleg tækifæri. I “Skýringum” sínum vitnar Vilhjálmur fimm sinnum í Þorstein Gíslason, og verður ekki annað séð, en fjórar af þeim tilvitnunum séu óþarfar. Á „Formála“ Jónasar er satt bezt að segja heldur lítið að græða, jtótt ekki sé hann alvondur, og verður það mál ekki rakið hér utan eitt. Langt er síðan ég þóktist verða þess var, að í Alþingisrímunum leyndist eindregnari pólitísk afstaða en menn hefðu almennt áttað sig á. Réttara væri raunar að ég þykist „skynja“ þetta. Alþingisrímumar eru jafnögrandi skemmtilegar og raun ber vitni meðal annars vegna þess, að lesandinn getur aldrei með öllu treyst „orðanna hljóðan“. Að höfundurinn, einn eða fleiri, meini það sem skrifað stendur og hvort ekki sé einhver dulin meining, „hulin sker“, á bak við orðin, ekki ósvipað „allegóríu“ surnra miðaldarita. Jónas segir (bls. XXXII), að Alþingisrímurnar séu „mjög hlutlausar, þegar litið er á stjórnmálabaráttuna, eins og hún var um aldamótin". En svo hrýtur þessi setning úr penna „Hriflungsins", sem ætla mætti, að hefði pólitíska eðlisávísun á við hverja tvo: „Að vísu má segja, að höfundur rímnanna hafi rneiri samúð með þeim pólitísku leiðtogum, sem gerðu harðastar kröfur gagnvart Dönum..." Sjálfur hefi ég krotað við þennan stað i „Formálanum": „Sú er trúa mín, að ef grannt er skoðað, komi í ljós, að landshöfðingjaklíkan og heimastjórnarmenn fari alltaf verr út úr því“. Svo mörg voru þau orð mín og Jónasar frá Hriflu. Þótt „ alltaf“ sé sjálfsagt of- mælt, er ég þess næsta fullviss, að hér sé um að ræða almenna tilhneigingu, „tendens," - sem vert sé aö gefa gaum hverjum þeim, sem um Alþingisrímurnar fjallar. Og er nú rétt, að rímurnar tali sjálfar. „krossum hlaöinn höfðinginn" Hér er Magnús reyndar til til- breytingar og samanburöar, í „borgaraiegum klæðum. “ POSTULÍ N SHUNDUR OG HERÐAKISTILL í fyrstu rímu er fræg lýsing á Magnúsi landshöfðingja Steþhensen: Hvíti fjaðurhatturinn háan lágan gerir; krossum hlaðinn höfðinginn hefur aðals baksvipinn. Jónas Jónsson minnist á (tessa vísu (bls. XXXV): „Rétt áður en hin jrjóðfræga, tvíræða vísa, þar sent svo er hagað bún- ingslýsingu, að fjaðurhatturinn, embættistákn landshöfðingjans, getur hækkað eða lækkaö þann, senr ber hann“. Þetta er útaf fyrir sig alveg rétt, en hér býr meira undir. Takið eftir síðustu ljóðlínunni, „hefur aðals bak- svipinn“. Magnús hafði herða- kistil. Svo sagði mér móðir ntín, María Skúladóttir Thoroddsen; hún sá Magnús ung og mundi hann vel. Það er með öðrum orðum verið að skensa mann með líkamslýti, svo drengilegt sem jrað nú er. Þriðja rírna er, eins og Vil- hjálmur Þ. Gíslason segir, dálítiö „intermezzo" og lýsir draurn- förum dr. Valtýs Guðmundssonar eftir ósigur á alþingi. Alll er þar i argasta háði mælt, svo sem þegar vofa Benedikts Sveins- Langt er síðan ég þóktist verða þess var, að /' Alþingis- rímunum leyndist eindregnarí pólitísk afstaða en menn hefðu almennt áttað sig á. Alþingisrímurnar eru jafn ögrandi skemmtilegar og raun ber vitni meðai annars vegna þess, að lesandinn getur aldrei með öllu treyst „orðanna hljóðan". 27

x

Ný saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.