Ný saga - 01.01.1991, Side 36

Ný saga - 01.01.1991, Side 36
Agnes S. Arnórsdóttir ildimar um skerf kvenna til sögunnar eru vandfundnari og oft er erfitt að túlka þær. Annað vandamál og jafnvel enn stærra, er að samþætta kvennasögu öðrum sagnfræðirannsóknum. Helsta hindrunin hefur ekki verið andstaða herranna innan greinarinnar eða almenn íhaldssemi karlasögunnar gegn kvennasögu. Þó hefur slík íhaldssemi að sjálfsögðu átt sinn þátt í hæggengri þróun. Bandaríski sagnfræðingurinn Joan W. Scott hefur bent á að höfuðvandann sé að finna innan sjálfrar kvennasögunnar, bæði hvað varðar aðferða- fræðilegan bakgrunn greinar- innar og kenningasmíði. Það sé ekki nægjanlegt í sjálfu sér að safna efni um konur í gegnum tíðina. Kvennasagan þurfi að fást af meiri alvöru við fræðileg grundvallarvandamál greinar- innar, og þá pólitík sem hún er sprottin úr, til að geta gefið raunhæfa mynd af konum fyrri alda.2 Reyndar hefur töluverð kenningasmíð átt sér stað innan kvennasögurannsókna á allra síðustu árum, og í raun er mikil gróska í greininni. Er j:>að meðal annars afleiðing þess að ekki hefur tekist að skrifa hina „einu sönnu“ kvennasögu inn í hina almennu sögu. í staðinn höfum við ótal sögur sem oft stangast á og hafa þær leitt til fræðilegra skoðanaskipta innan greinarinnar. Má í þessu sambandi nefna þá umræðu sem átt hefur sér stað um stöðu íslenskra kvenna á þjóð- veldisöld.1 Eina aðalástæðuna fyrir ólíku mati manna á stöðu kvenna á þjóðveldisöld má skýra með að notaðir hafa verið, meðvitað eða ómeðvitað, ólíkir saman- burðarrammar. Nokkrir hafa haft í huga nútíma jafnréttishug- myndir og mælt eftir þeim bæði frelsi og kúgun formæðranna. Aðrar rannsóknir hafa ein- kennst meira af að gengið hefur verið út frá því samfélagi sem konurnar eru í hverju sinni og staða kvenna þá oft á tíðum borin saman við stöðu karla, eða jafnvel annarra þjóð- félagshópa. Þessi samanburður hefur þó oft reynst nokkuð tilviljanakenndur og oft hefur verið einblínt of einhliða á konurnar og staða karla tekin sem nokkuð gefin. Báðar þessar aðferðir geta haft nokkuð til síns ágætis, en ólíkar túlkanir fræðimanna geta einmitt fætt af sér frjóa umræðu og jafnvel kenningasmíð. Það sem oft hefur vantað er að rýna betur í heimildirnar og spyrja um samhengið sem konurnar birtast þar í. Við höfum verið of áköf við að „finna“ konur, ýmist frjálsar eða bundnar í viðjar - allt eftir því hvaða pólitísku kvennasögu við höfum viljað segja. Mikill meirihluti kvenna- rannsókna hefur verið þessu marki brenndur; algengt hefur verið að reikna með að konur ltafi verið réttlitlar miðað við karla. Sem dæmi um slíka söguskoðun má nefna nýlega bók þeirra Bonnie S. Anderson og Judith P. Zinsser, A History of Their Own. Þar lýsa þær stöllur meðal annars stöðu evrópskra kvenna árla á miðöldum. Þær telja að konur hafi ekki haft aðgang að opinberum völdum, þar sem karlar hafi hins vegar verið allsráðandi. Konur liafi gegnt öðaim hlutverkum á heimavelli sínum, en pær voru alltaf skilgreindar sem verkfæri karla og félagsleg staða þeirra háð sambandi joeirra við þá. Ljóst er að hér eru það konurnar sem eru þolendur og karlarnir gerendur og ekki er velt vöngum yfir því hvort þessi mynd, sem efalaust hefur verið lesin út úr lagatextum, gefi sanna og rétta mynd af stöðu kynjanna í samfélaginu.4 Beinar heimildir um sögu kvenna eru af skornum skammti og j)ví enn brýnna að beita strangri heimildarrýni við túlkun þeirra upplýsinga sem við finnum um hagi formæðranna. Alltof oft eru til dæmis ritaðar heimildir túlkaðar bókstaflega og beinlínis notaðar beint sem sönnun fyrir að konur hafi lifað við bágborin kjör. Aftur getum við tekið dænti um þetta frá þeim Anderson og Zinsser. Þær segja að hugmyndir Grikkja og Rómverja um kvennakúgun, sem lesa megi úr klassískum bókmenntaverkum, hafi borist til Evrópu á níundu öld.5 í fyrsta lagi er hér ekki spurt um heimildagildi hinna klassísku verka hvað varðar Viö höfum veriö of áköfviöaö „finna" konur, ýmist frjátsar eöa bundnar í viöjar- allt eftir því hvaöa pólitísku kvennasögu viö höfum viljað segja. íþessari mynd sem er úr ferðabók John Ross Brown um ísland, má sjá dæmi um sið sem margirmundu líta á sem dæmigeröan fyrir kúgun kvenna. Þó ber aö varast að gera alltaf fyrirfram ráð fyrir að konur hafi lifað við stæm kjör og karlakúgun. 34

x

Ný saga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.