Ný saga - 01.01.1995, Blaðsíða 34

Ný saga - 01.01.1995, Blaðsíða 34
Margrét Guðmundsdóttir Mynd 3. Þrjár hnátur klæddar að innlendu sniði árið 1910. Telpan lengst til vinstrí er Guðrún Jakobsdóttir, sex ára að aldri, klædd upp- hlut. Systir hennar Vigdís er aðeins þriggja ára og skartar kyrtilbúningi Sigurðar málara. Fríða Guðmunds- dóttir, fimm ára snót, er lengst til hægrí í peysufötum. heldur því fram að þjóðbúningar íslenskra kvenna tákngeri takmarkanir þeirra og kyrr- stöðu12 og þess vegna beri að leggja þá niður. Inga Dóra segir í viðtali við Veru: íslenski kvenbúningurinn undirstrikar móður- og húsmóðurhlutverk kvenna. Lík- aminn er hulinn, blússan eða peysan er upp í háls, ermarnar eru langar og pilsið sítt. Brjóstin, hið sígilda tákn móðurinnar, eru mjög áberandi, þrýst saman og upp. Pilsið er vítt og kynfæri kvenna eru því vel falin. Pilsið getur þanist út og er því heppilegt á meðgöngu. Svuntan ítrekar síðan húsmóð- urhlutverkið.13 Sérstakar aðstæður á íslandi, til að mynda veðrátta, hlutu að setja mark á fatahönnun 19. aldar. Flegin hálsmál, stuttar ermar og pils voru ekki sérstaklega löguð fyrir hús lands- manna á síðustu öld. Mynd af fatnaði sem dregur fram kynfæri kvenna er erfitt að sjá fyrir sér, skaparinn gerði þau einfaldlega ekki sýnileg. í boðskap sínum tekur Inga Dóra að- eins mið af þeim kvenbúningum sem falla að hugmyndum hennar, peysufötum, upphlut og skautbúning. Hún fjallar aðeins stuttlega um kyrtilbúninginn14, enda kemur snið hans ekki heim og saman við kenninguna. Pólitísk fatahönnun Iðnvæðing og þjóðernishyggja höfðu ótvfræð áhrif á fatamenningu 19. aldar. Einkennis- búningar voru ráðandi. Fötin sögðu til um að- stæður og stöðu einstaklinga. Stéttarstaða mótaði öðru fremur þann fatnað sem fólk klæddist. Manninn mátti þekkja af fötunum. í árslok 1871 ræddu félagar Kvöldfélagsins um „flokk síðklæddra manna“. Sveinn Jónsson dýralæknir flutti framsögu um hvort hégómi réði ýmsum siðum heldra fólks. Hann hélt því meðal annars fram að frakkar væru óþarfir. Jón Bjarnason prestur var ekki á sama máli. Fólk ætti að klæða sig eins og því félli best. Böð og þvottar væru hins vegar ekki til eftir- breytni. „Helvítis vatnsgutlið er óholt“, að sögn klerksins.15 Jón Borgfirðingur fræðimað- ur gekk jafnan í frakka að sið heldri manna. Þessi fyrirtekt Jóns fangaði strax augu siða- meistaranna. Það þótti „of fínt fyrir hann al- þýðumanninn“ að klæðast frakka. Guðrún dóttir Jóns mætti svipuðum viðhorfum. Reyk- víkingar voru forviða yfir þeim góða fatnaði sem þessi óbreytta saumakona sprangaði hversdagslega í um bæinn.16 Undir lok aldar- innar varð framboð á fataefnum stöðugt fjöl- breyttara og auk þess lækkuðu þau í verði. Þá hafði hins vegar nýr einkennisbúningur rutt sér til rúms hjá íslenskum konum. Fatnaður fékk víða pólitískt hlutverk í þjóðfrelsishreyfingum síðustu aldar. Þjóðbún- ingar eru skilgetið afkvæmi þjóðernisstefnu 19. aldar. Elizabeth Wilson drepur á tilkomu þjóðbúninga í tískusögu sinni og kallar þá bastarða. Þjóðbúningar séu klæðskerasniðin lygi hönnuð um það leyti sem þjóðríki 19. ald- ar voru stofnuð.17 Hugmyndin um að skapa þjóðlegt tákn úr fatnaði og nýta í pólitískri baráttu er ekki bundin við ísland. Fréttir af þessari aðferð þýskra þjóðernissinna bárust fljótlega hingað til lands. Guðbrandur Vigfússon málfræðingur dvald- ist um tíma í Þýskalandi árið 1859. Hann seg- ir í bréfi til Sigurðar málara: ég hefi séð í blöðunum, að mörg hundruð 32
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Ný saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.