Ný saga - 01.01.1995, Síða 88

Ný saga - 01.01.1995, Síða 88
Stökkið var stórt frá fátæku sveitaþjóðfélagi yfir f samfélag þéttbýlis. íbúarnir kunnu sér því ekki alltaf hóf í húsa- gerðinni, sumir heilluðust af nýjungum sem áttu rætur í um- hverfi gjörólíku því sem bæjar- búar þekktu Eggert Þór Bernharðsson eftir meginlandsmáli, stutt pils og snoðinn kollur. Hún vill vera „eins og hinar“, hlýða kröfum tímans og keipum tískunnar, og hana langar til að berast á.16 Á fjórða áratugnum var enn gripið til svip- aðra líkinga. Árið 1939 var sagt að búningur ungu stúlknanna í Reykjavík minnti á bygg- ingarnar; samræmisleysi erlendrar tísku og innlendra staðhátta væri í leit að millivegin- um, föstum stíl, sem fullnægði kröfum tísku og nauðsynjar. Kaupgetunni væri ofboðið og fé kastað í hégóma, en hins vegar hafin öflug viðleitni í þá átt að bjarga sér út úr ringulreið- inni með innlendum hugmyndum, grunduð- um á erlendri reynslu og þekkingu.17 Hús þjóna tilgangi, sú hugmynd varð grunnur stefnu sem gjörbylti hugmyndafræði húsagerðarlistar. Þau eru skjól manna gegn veðrum og vindi, þak yfir höfuðið, vernd gegn ónæði, vinnu- staður, vé. Hús gegna þjóðfélagslegu og einstaklingsbundnu þjónustuhlutverki. Til þess að hús eigi tilverurétt verður að vera þörf fyrir það, og hlutverk þess verður að birtast í útlitinu: Þetta er sjúkrahús, verk- smiðja, kirkja, bústaður.18 Á þessum nótum töluðu formælendur hins svonefnda „funktionalisma", sem ruddi sér braut á fjórða áratugi 20. aldar. Samkvæmt honum átti ytri gerð húsa að vera í röklegu samhengi við innri tilhögun þeirra. For- sprakkar „funkisstflsins" eða nytjastefnunnar, eins og arkitektinn Le Corbusier, sögðu íbúð- arhús „vél til þess að búa í ,..“19 í þeirri vél skyldi enginn hlutur vera að nauðsynjalausu, hver eining skyldi vinna sitt ákveðna og af- markaða verk nákvæmlega tengt öðrum ein- ingum og heildinni allri. Hver bygging skyldi vísa til þess sem þar átti að fara fram og ann- ars ekki. Væri þeirri forsendu fullnægt myndi listrænu útliti jafnframt vera borgið.20 Ráðist var gegn því að fyrst væri útlits- mynd húsa gerð og að því loknu ætti húsa- meistarinn að snúa sér að hinu innra skipulagi byggingarinnar.21 Ljós, loft og birta einkenndi öðru fremur húsakost nýju stefnunnar og horfið var „frá erfðavenjum hinna íburðar- miklu forhliða fyrri tíma og byggt á efnislegri grundvelli." Húsið var ekki lengur „skraut- rammi utan um íbúa þess, heldur hagkvæmt, einfalt samræmi utan sem innan, er ber með sér tilgang sinn.“ Einkunnarorð byggingar- listarinnar voru þau, „að það hús, er svarar tilgangi sínum að öllu leyti, sé einnig fagurt."22 í hlut húsameistarans kom að sætta ólík sjón- armið fegurðar og notagildis, fá „list“ og „not“ til að vinna saman. Áhrifa frá nytja- stefnunni tók að gæta í Reykjavík þegar um 1930. Á árum síðari heimsstyrjaldar vænkaðist mjög hagur margra Reykvíkinga svo þeir gátu farið að láta sig dreyma um að byggja stærri og voldugri hús. Skjótfenginn stríðsgróðinn setti þó mark sitt á samfélagið og ekki var laust við að sumum þætti þroskaleysið segja til sín í húsbyggingum. Allir vildu byggja, flestir fljótt og margir stórt.23 Fylgismenn funktionalismans, sem höfðu verið að ná „tökum á þeim vanda að reisa þjóð sinni hæfi- leg húsakynni, ráða við efni, tækni og stíl“ á fjórða áratugnum, „misstu stjórn á“ mótun umhverfisins, „eða réttara væri að segja að hún hafi verið tekin af þeim“, ritaði Hörður Ágústsson listmálari árið 1979, en hann hefur mikið látið að sér kveða í umræðu um bygg- ingarlist Islendinga og stundum verið hvassyrtur í gagnrýni sinni. Hörður hélt áfram: „Hin bestu verk ... [arkitektanna] urðu að þola erfiða sambúð húsa sem mótuð voru án alls tillits til stærða, hlutfalla eða skynsam- legrar notkunar rýmis og efnis.“24 Ný kynslóð arkitekta kom franr á sjónar- sviðið skömmu eftir seinna stríð, þótt þeim fjölgaði tiltölulega lítið í heild. í þeim hópi voru Sigvaldi Thordarson, Skarphéðinn Jó- hannsson, Aðalsteinn Richter, Gísli Halldórs- son, Gunnlaugur Pálsson, Kjartan Sigurðsson og Hannes Kr. Davfðsson.25 Arkitektarnir voru þó allt of fáir til þess að sinna öllum þeim verkefnum sem leysa þurfti, því eins og Gunnlaugur Halldórsson sagði síðar, spruttu nýmilljónungarnir þá upp og höfðu heldur lít- inn „kúltúr“ til að byggja á.26 Stökkið var stórt frá fátæku sveitaþjóðfé- lagi yfir í samfélag þéttbýlis. Ibúarnir kunnu sér því ekki alltaf hóf í húsagerðinni, surnir heilluðust af nýjungum sem áttu rætur í um- hverfi gjörólíku því sem bæjarbúar þekktu. „Monumentalisminn“ eða „minnismerkja- stíllinn" virtist sækja á, bæði í einbýlis- og 86
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Ný saga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.