Vaki - 01.09.1953, Blaðsíða 23

Vaki - 01.09.1953, Blaðsíða 23
það er svona: Góð list er alltaf þjóðleg; — vísvitandi þjóðleg list er alltaf slæm. Viðvíkjandi síðustu spurningu þinni: — ég held, að málari eigi yfirleitt ekki að hugsa „við vinnu sína“, heldur vita óafvitað eða eins og þegar guð bjó til heiminn; hann bara bjó hann til á sex dögum. Ég hef hann að vísu grunaðan um að hafa notað sunnudaginn til að spekúlera. Svo við snúum okkur að öðru: Finnst þér skilyrði góð fyrir málara á íslandi bæði þau veraldlegu og andlegu, og eins niittúruumhverfið ? Vorið og sumarið er eins og stórt og bjart stöðuvatn, þar sem synda má í allar áttir; — skammdegið aftur á móti lok- að svartavíti, og maður beinlínis marg- drepst þar frá veturnóttum til jafn- dægra. Hvað segir þú svo um íslenzka málara og málaralist. Álítur þú hvort tveggja standa jafnfætis erlendu? Allt útlandið er nú nokkuð fyrirferð- armikið hugtak. Eigum við ekki að láta okkur nægja að bera okkur saman við t. d. grannþjóðir okkar. 1949 hafði ég sérlega góða aðstöðu til þess að mæla okkur við hin Norðurlöndin. Ég hengdi þá upp íslenzku málverkin á sýningu Norræna listbandalagsins í Kaupmanna- höfn og þremur öðrum bæjum í Dan- mörku. Ef dæma má út frá þessari sýn- ingu, þá geta Finnar að mínu áliti ekki teflt fram betra málverki en við. Aftur á móti verkar málaralist okkar tak- mörkuð og skrýtin samanborið við danska og sænska list og enda norska, þótt hún sé leiðinleg. Á þessari sýningu var meiri ferskleiki yfir íslenzku deildinni en hinum. Það er eitthvað hraustlegt og geðríkt í okkar litlu mynd- list, eitthvað í ætt við hann Kiljan, og við gætum okkur að skaðlausu lagt rækt við þetta, — enda þótt gengi ofboð lítið út yfir Parísardýrkun okkar. Hefur þú ekki þessa vanalegu vantrú eldri málara á ungum málurum? Jú — jú; nei — nei. Fyrst þú kemur með svona spurningu, hlýtur þú að vera á slánaaldrinum og muna eftir sögunni um Óla lokbrá, þar sem líffærin voru að þjarka um, hvert væri þýðingarmest. Þegar ég sem barn las þessa sögu, komst ég í mikinn vanda út af því, hvaða líf- færi ég ætti að vera með eða móti í þessu borgarastríði líkamspartanna. Ég held að það hafi endað á því, að ég veitti litlu tánni að málum. Ég er með ykkur. Ætli það mætti annars ekki líkja ungum málurum við bréfpoka, fullan af vindi, og að þeir séu orðnir gamlir, þegar vind- urinn er úr þeim. Sérstölc skilaboð eða athugasemdir? Nei, engin það ég muni; en þakka þér fyrir viðtalið og að hafa gefið mér tækifæri á að svara spurningum þínum skriflega, svo að brenglun máls sé fyr- irbyggð, og fyrirgefðu, að ég hef ekki gert þessu betri skil. H. Á. TlMARITIÐ VAKI 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82

x

Vaki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vaki
https://timarit.is/publication/818

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.