Vaki - 01.09.1953, Blaðsíða 70

Vaki - 01.09.1953, Blaðsíða 70
hafa getu og eldlegan áhuga á að ljúka verkinu í hans anda. Annars tel ég allt ofbeldi og fyrirsagnir ann- arra ekki einungis óviðeigandi í listum heldur líka stórhættulegt eðlilegri þróun, sér í lagi þegar ekki virðist til í landinu verulegur skiln- ingur á byggingarlist og menningarhlutverki hennar. Kritik á byggingarlist sem á aðrar listir verður að hafa að kjölfestu haldgóða þekk- ingu almennings — annars er til einskis talað. Nærtækt er dæmið um Selfossbanka. Öll áróð- urstækni, blöð og útvarp og margir andans menn keppast um að lofa þennan steingerving. Þegar forsjón íslenzkra fjármála, einmitt þeir menn, sem ættu að líta framtíðina með hvað raunsæ- ustum augum, eru svo lítt tengdir nútíðarviðhorf- um, að þeim þykir afrakstur elju og strits ís- lenzkra handa bezt geymdur á berum melum utan við Selfoss í húsi, sem byggt er í 400 ára gamalli stíltegund, já, þá er það mikil guðs blessun að hitta inni fyrir venjulegt íslenzkt fólk. Öll sönn húsagerðarlist er barn síns tíma og ber samtíðinni vitni. Allar tilraunir til að skreyta sig með lánsfjöðrum liðins tíma er flótti frá sjálfum sér. Svar Hannesar Davíössonar: 1. Séð með augum smáborgarans er þetta sennilega ágæt list: Undarlegt sambland af báru- járnskúltúr og keisarahöllum. Einn hrærigrautur. Kirkjubyggingin er viðeigandi minnismerki yfir sálarástand þeirra manna, sem að henni standa, en stórkostleg móðgun við Hallgrím Pétursson. Ég get ekki farið frekar út í það að skilgreina bygginguna í smáatriðum. En ég get látið þess getið, að ég er á móti öllum svo kölluðum „mónúmentalisma". Hann er að mínm dómi þunglamalegur og lífsfjandsamlegur byggingar- máti, og í kirkjubyggingum held ég að hann sé hvorki í samræmi við Hallgrím eða Herran Krist. Annars vildi ég benda mönnum á, að at- huga fyrirhugaðan Leníns-minnisvarða í Moskvu Forskrift „mónúmentalismans" er sú sama, hvort sem í hlut á heiðingi eða trúarhetja. Það væri æskilegast, ef hægt væri og með skynseminnar ljósi, að leiða þeim góðu mönnum fyrir sjónir villur síns vegar. Eg vildi auðvitað helzt, að þeir hættu við að byggja þessa kirkju. en að beita valdi einstaklings eða opinberu í því sambandi tel ég ótækt. Svar Sigvalda Thordarsonar: 1. Um list kirkjunnar, ef list skyldi kalla, hef ég ekkert að segja nema það, sem allir vita og flestir virðast vera sammála um: Ósjálfstæð og ópersónuleg samsuða ýmissa fornra og nýrra stíl- tegunda. T. d. er miðskipið að einhverju leyti gotneskt, kórinn rómanskur, hvolfþak kórsins býzantskt, turninn einhvers konar pseudo- modernismi, óskapnaður, einna helzt líkastur skyggnisturni, studdum tveim skíða-stökkbraut- um, allt svo meira og minna brætt saman með hinu fræga og þá líklegast þjóðlega stuðlabergi! Auk þess raskar kirkjan öllum stærðarhlutföll- um þarna í Skólavörðuholtinu, og má vart við bæta ósköpin, þar sem um er að litast sem í horni á geymsluskúr. Kirkjan mun vægast sagt líta út sem hreint ferlíki i umhverfinu. Þar við vildi ég bæta þessu: Eg get ekki séð, að við höfum þörf fyrir kirkjur hér, kem ekki auga á funktion þeirra, nema kirkja, sem þessi eigi að vera eins konar „toppstöð", sem taka eigi við afganginum af því fólki, sem ekki kæm- ist í hinar kirkjurnar. Þeir dagar eru fáir í árinu, það ég bezt veit! Einnig tel ég varhugavert að byggja hús eftir frumdrögum, þar sem höfundur deyr frá verki, áður en hann fær lokið við uppdrætti sína. Hef- ur bygginganefnd Hallgrímskirkju tryggt sér mann, sem treystir sér til að útfæra kirkjuna í anda Guðjóns heitins Samúelssonar? Það verð- ur þó að vera einhver lógik i vitleysunni. Eg vil taka það fram að lokum, að ég er síður en svo á móti því að reisa Hallgrími Péturs- syni veglegan minnisvarða. En honum eða okk- ur er lítill greiði ger með því að byggja hús í brúðkaupskökustíl, hreint viðundur, sem hvorki getur kallazt fugl né fiskur. Það væri nær að reisa varða skáldinu til heiðurs, sem hefði meira aktúelt, menningarlegt og listrænt gildi. 2. Já, fortakslaust. 3. Það skiptir engu máli með hvaða aðferð, einungis ef bygging kirkjunnar er hindruð. Svar Skarphéðins Jóhannssonar: Torfkirkjurnar íslenzku eru eini kirkjuarkí- tektúrinn sem við eigum. Því hefur verið haldið íram, að þær eigi rót sína að rekja til fátæktar þjóðarinnar og getuleysis. Það má vel vera. Mér finnst þær vera einhver dásamlegustu guðshús, sem ég þekki. Þær eru ekki stórbrotnar, það er rétt, en formfegurð þeirra og látleysi sýnir, að forfeður okkar hafa haft rika fegurðartilfinn- ingu. Þeim eiginleikum höfum við glatað með bættum kjörum og velmegun. Það er aumt að þurfa að segja það. Fyrirhuguð Hallgrímskirkja er misskilningur. Ég get ekki sagt annað. Að fengnum svörum Bygging Hallgrímskirkju er til umræðu enn á ný, og nú í alvöru. Byrjað er að grafa fyrir grunni miðskips, undirhús kórsins var byggt fyr- ir nokkum árum. Einu sinni héldu menn, að Steinn Steinarr hefði kveðið niður draug þennan með einni vísu. Það er í slíkum málum sem öðrum hitamál- um, að inn í hversdagslífið læðast til okkar lymskufullar spurningar, sem teygja sig langt út fyrir umræðuefnið, slá símum sínum út yfir flest svið tilverunnar, og að lokum stöndum við ráðþrota gagnvart flækju þeirri er þvælist um hendur okkar og andlit. Það liggur við að um okkur fari hræðilegur kvíðakippur, einna lik- TlMARITIÐ VAKI 68
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82

x

Vaki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vaki
https://timarit.is/publication/818

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.