Vaki - 01.09.1953, Blaðsíða 26

Vaki - 01.09.1953, Blaðsíða 26
Henri Focillon: FORMHEIMUR Höfundur, sem hét fullu nafni Ilenri Joseph Focillon (1881—1943), var lengstaf prófessor í listasögu miðalda í frönskum háskólum, síðast við Collége de France, einnig umsjónarmaður listasafna. Frægastur mun hann vera fyrir ritstörf sín varðandi ýmis atriði listfræðinnar, oft þau flóknustu og crfiðustu, en niðurstöður hans þykja yfirleitt mikill fengur. Grein bessi er þýðing á fyrsta kaflanum í bók hans, nítjándu í röðinni, sem ber titilinn VIE DES FORMES eða Líf formanna, því formin lifa að sögn Focillons, hann segir þegar í fyrsta kafla: „Þótt ekki sé litið nema á einfalda uppkastmynd cr erfitt að verjast þeirri hugsun að á bak við formin búi iðandi líf, sem komi fram í þrotlausu starfi.“ Kaflaheitin gefa nokkra hugmynd um úr- vinnslu: Formheimur, formin í rúmi, formin í efni, formin í huganum, formin í tíma. Að lokum viðauki: Lofgjörð um mannshöndina. Öll er bókin fremur erfið aflestrar, einkum íslend- ingi, en hér er brotið upp á efnum sem hafa um áratugi sætt umræðum, útskýringum og rit- deilum í hcimalandi höfundar. Má þar nefna ákvæðiskenningu Taines um hlutverk kynþáttar, sögustundar og umhverfis í þróun lista. Efnismeðferð Foicillons er og háfrönsk, einskonar demonstrasjón í kiassískum stíl og í ætt við skólaspeki, orðalag nákvæmt og rökleiðsla fimleg með afbrigðum; þýðing á fjarskylda tungu getur því naumast orðið meira en endurskin frum- textans og má eflaust sjá þess merki í greininni. Þýð. Túlkun listaverks vekur svo margar mótsagnir að tilraunin nálgast kvalræði. Verkið þráir að standa heilt og óskipt, vera einstætt og óháð ytri skilyrðum, en það skýtur þó jafnan rótum í jörð flókinna tengsla. Það verður til fyrir sjálfstætt sköpunarstarf, er borið uppi af háleitum, frjálsum draumi, en þó má sjá í hverju verki að sköpun þess er árangur ótal samvirkra afla á ákveðnum tíma. Svo má bæta við, en mótsögnin er aðeins í orði, að listaverk sé bæði efni og andi, form og innihald. Sá sem vill skýra listaverk er háður sjálfum sér og dómar hans verða til sem svar við innri þörf og markast af því sem hann leitar að í verkinu. Listamaðurinn, sem skapar verkið og staldrar við til að líta á árangur erfiðis síns, notar einatt sömu hugtök og listskýrandinn en aldrei í sömu merkingu. Sá sem skynjar lista- verk af djúpri ánægju finnst hann geta handfest það og átt, hann metur verkið vegna verksins og sveipar það draumum og hugsýnum, ef til vill er dómur hans réttastur. Listaverkið hrærist djúpt í róti aldarinnar og á þó eilíft líf, það er sérstakt, bundið stað og einstaklingi og er þó vitnisburður um hið algilda og óháða, hafið yfir alla staði. En það ber sigurorð af þessum mótsögnum, um leið og það lýsir lífi sögunnar, lýsir heimi og mönnum skapar það sögu, heim og menn og fyllir svið sem ekki er hægt að fella inn í eða sameina neinu öðru sviði. Dómar og skýringar hlaðast utan á það eins og f jölskrúðugur gróður, stund- um verða þeir gróðurþykkni, sem byrgir alla sýn. En verkinu er eðlislægt að þola alla dóma, líklega af því að þeir búa í því hver innan um annan, það er ein sönnunin á eilífu lífi verksins, sýnir ná- lægð þess á öllum tímum, skírskotunar- auðgi og ótæmandi gildi. Þó er varlegt að reyna að þröngva því til að þjóna ein- stökum tilgangi. Verkið er fornheilagt og krefst lotningar, það er í eðli sínu kraftaverk. En ef það er kraftaverk og TlMARITIÐ VAKI 24
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82

x

Vaki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vaki
https://timarit.is/publication/818

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.