Vaki - 01.09.1953, Blaðsíða 71

Vaki - 01.09.1953, Blaðsíða 71
astur þeim, er flestir finna i lífsháska og harð- astur er við hjartastað: Til hvers það allt? Við skulum athuga þetta nánar. Það skal reisa kirkju í dag, annó 1953. Slikri smíð fylgir röð flókinna og alvarlegra spurn- inga: Til hvers er kirkja, stofnunin, húsið? Hver er þáttur hennar í iífi okkar? Hversu nauðsyn- legur? Hafi hann verið það, er hann það í dag? Yfirborðslega svarað held ég að kirkja sé lif- andi samfélag kristinna manna, corpus Cristi, i þrengri merkingu hús yfir helgihald þeirra, yfir þjónustu við guð þeirra, þann eina sanna Guð með stórum staf og umboðsmann hans fyrir jörðina, að minnsta kosti vestlægari hluta hennar, Jesú frá Nazaret. Þeir, sem til hennar teljast, treysta sér ekki til að lifa án sambandsins við hana og Hann, frekar en þeir treysta sér til að lifa án daglegs brauðs. Og þegar þeir byggja Guðs- hús, er gert ráð fyrir að þeir stjórnist ekki af hégóma og skrautfýsn, til að segja við túristann: Sko, svona eigum við flott hús! Nei, heldur skulu þeir eiginleikar ráða, er kenndir hafa verið öðru fremur við guð þeirra og fulltrúa hans: auðmýkt, lítillæti, hógværð. Yfir fábrotið og einfalt líf, fábrotið og einfalt hús. í rauninni er húsið aukaatriði við hliðina á hinum allt yfir þyrmandi sannleika: Guð. Líti nú hver í sinn barm og spyrji: Á þetta við mig, á þetta við íslenzka þjóð? Þetta skal engin trúarjátning vera, álít það einkamál, en það vill svo undarlega til með mig, ungan mann á íslandi í dag, að vera hlynntur guðum, svo þess vegna ætti dómur minn vart að geta talizt einhliða og hlutdrægur gegn hinni Evan- gelisku lúthersku kirkju. En það er blindur maður, sem ekki sér, að íslendingar eru í meira lagi trúdauft fólk, ef ekki hundheiðið. Annað hvort er, að kirkjan sé slæleg í 'kristni- boði sínu eða hér búi óvenju harðsnúið fólk, og þá kannski vart hana að saka. Það er þvi ekki hægt að tala um kirkju- eða trúarlif sem áber- andi þætti í íslenzku þjóðlífi, allra sízt að menn séu brennandi i andanum og því verði allt fyrir henni að víkja. Séum við hins vegar umburðarlynd og viður- kennum, að nokkur hluti þjóðarinnar, smár, vilji hafa það sem sunnudagsiðju að fara í kirkju, og vanti kirkjuna þá byggja hana, skulum við um leið taka hinar fyrirferðarmestu og stærstu spurningar um hinztu rök eða Guð burtu og halda okkur þá eingöngu við byggingarlist, en engu að síður er nóg eftir af áleitnum og harðvítugum spurnarsetningum. Sjáum til. Að byggja hús telst til listar. Þar með ófrávikjanlegt að leggja niður fyrir sér vandamál hennar, síbreytileg og æ umdeilan- leg. Þá má segja, að gamanið fari fyrst að kárna. List? Hvað þá með fegurðina og mælikvarða hennar, gildin? Hver eru þau og hvernig ber þau að finna? Hefur ekki hver sinn rétt? Og þá kemur kvíðinn aftur: Er til nokkurs að spyrja? Svo byrjar deilan. Það var einu sinni maður, hann var prestur, en þó fyrst og fremst skáld. Hann lifði á hörm- ungartimum með vesælli þjóð. Þá var hvergi athvarf ncma í Guði. Gömul kona og skáld leit- uðu hans jafnt. Aðalatriðið er ekki, hvort það var rétt eða rangt, skynsamlegt eða heimskulegt, heldur hitt, að við fáum ekki rengt heilindi klerksins eða einlægni skáldsins. Það var hvort tveggja, að hann trúði og gaf trú sinni mál og list. Þannig skeði það, af því að hann var skáld stórt, að hann léði þjóð sinni kjark og manndóm. Hvort sem það var Guð, skáldaandinn eða hann sjálf- ur, skiptir ekki máli. Mestu varðar, að list hans varð þjóðinni lifandi kraftur. Síðan runnu upp aðrir tímar, betri segja sum- ir. Aðrir menn og þá betri menn. Athvarfið í Guði þótti ekki eins einsætt, ef til vill var það vanþakklæti, en það skiptir heldur ekki máli. Aðalariðið er þetta: Þjóðin hafði ekki gleymt klerknum og list hans. Hún var það minnug og þakklát, að hún vildi minnast hans á veglegan hátt. Af því að skáldið hafði verið trúmaður einlægur sögðu sumir: Það er bezt að það sé kirkja. Afsakið þetta líkingamál. Þið vitið öll vonandi við hvað ég á: Hallgrím Pétursson og kirkju þá, er reisa á í minningu hans. Eg verð samt að halda áfram. Nú er það ekki lengur einn maður, það eru tveir menn með sömu þjóð, löngu seinna, eigin- lega í dag, annar stjórnmálamaður, hinn húsa- meistari, sá seinni í þjónustu hins, sá fyrri stór- merkur á margan hátt, harðvítugur eins og gengur og gerist um þá stétt manna, barn síns tíma í einu og öllu. En það var svo kölluð breytingarinnar öld. Ekkert einhlítt, hvorki guð né andskotinn, engin föst gildi, flest til hálfs. Einkum átti það við búsiði og byggingarlist, svo þar var ekkert einu sinni hálft, heldur næstum tómt. Sá siðar nefndi var einnig barn síns tíma og það í meira lagi, þar sem hlutur hans ein- skorðaðist við það, er yfirborðskenndast var í þjóðlífinu, formræktunina. Það er eins og gengur með stjórnmálamenn, þeir vilja sýna mátt síns valds á eftirminnilegan hátt, helzt í áþreifanlegu merki, þannig að í hvert skipti, sem gengið er fram hjá því, segir þegninn: Þetta gerði hann. Hús, og þá helzt stór hús, t. d. kirkjur. Þótt valdstjórnarmenn fáist einkum við veraldlega sýslan, geta þeir ein- stöku sinnum hugsað andlega. Ekki stendur þá á húsameistaranum, því í hvert skipti sem hann reisir hús, reisir hann varða yfir sig sjálfan, því stærri, þeim mun betur. Báðir álitu sitt gullna tækifæri komið, þegar brjótast tók um í þjóð iþeirra þakklætishugur til skáldsins: Hallgrimur þarf hús, við líka. Það eru tvær flugur í einu höggi, eins og það er kallað. Nú halda menn ef til vill að hér sé af ill- girni mælt eða verið sé að finna plottið í sam- særi, en það er af og frá. Allt gæti þetta verið eðlilegt, að minnsta kosti ekki átöluvert. Það sem skiptir leiðum með okkur og þeim er ekki það, að reisa beri Hallgrími Péturssyni minnisvarða, jafnvel þótt það sé kirkja, heldur hitt, og það er kjarni þessa máls, að við margir hverjir erum ekki eins vissir og þeir tveir um TlMARITIÐ VAKI 69
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82

x

Vaki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vaki
https://timarit.is/publication/818

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.