Vaki - 01.09.1953, Blaðsíða 38
inni og minnir á verk frá byrjun
fimmtu aldar í Grikklandi. Mynd Jó-
hannesar, sem stendur hinum megin við
krossinn, er auðsjáanlega stælingarmynd
að einhverju leyti. Klæðin eru gerð eftir
lítt merkri fyrirmynd frá rómversk-
gallverskum tíma, einkum neðantil og
eru eins og fölsk nóta í mynd þar sem
annars ríkir óvenju mikið samræmi.
Klassískur tími í list verður ekki til
fyrir ytri áorkan. Þegar reynt er mark-
víst að stæla fornaldarlist er það ó-
brigðult merki um rómantíska list-
hneigð.
Við ætlum ekki að ræða hér til neinn-
ar hlítar hvernig formin þróast frá
klassískum tíma yfir til úrvinnslu og
fáfjunartilrauna. Þegar þær eru fram-
kvæmdar í húsagerð, er leitast við að
gefa tæknilegum byggingarúrlausnum
kaldan og óaðfinnanlegan glæsibrag og
engu hlíft í þeirri viðleitni, þær koma
að lokum fram í þurrum og mjög ein-
földum formum, hver hluti verksins
hneigist til sjálfstæðis og sést það hvað
greinilegast í rayonnant stigi gotn-
esku listarinnar. Á sama hátt er manns-
myndin leyst undan allri þegnskyldu við
bygginguna, hún verður sérstök mynd,
líkaminn greinist og verður fíngerðari í
sniðum, hreyfist eftir fleiri möndlum og
vinnan á yfirborðinu verður æ smágerv-
ari og margbrotnari. Töfrar hins nakta
holds eru notaðir sem listefni, og
myndhöggvarinn gerist málari og
vinnur nú að sérstökum smámyndum;
holdið verður hold en hættir að vera
steinveggur. Þegar lögð er rækt við að
höggva myndir af ungum karlmönnum
má ekki líta á það sem æskumerki í
list; það er öllu frekar fyrirboði hnign-
unar. Hinar tígulega mannamyndir
Upprisunnar við aðaldyrnar í Ramp-
illon, mjúkar og stæltar, styttan af
Adam frá Saint-Denis, sum myndbrotin
úr Notre-Dame varpa praxícalískum
kvöldroða yfir franska list frá lokum
13. aldar og frá 14. öld allri. Sést nú að
þetta svipmót myndanna er ekki hreint
smekksatriði, það er árangur af djúpum
og leyndum straumi í lífi fornmanna,
síkvikum og sístarfandi á öllum tímum
og öllum stöðum listmenningar. Og ef
til vill má gefa svipaða skýringu á viss-
um samkennum, sem koma í ljós milli
konumynda á attískum grafkerjum frá
4. öld og myndum, sem japanskir
meistarar drógu með pensli fyrir tré-
skurðarmenn í lok 18. aldar.
Barolcktíminn í stílhreyfingunni fær-
ir okkur enn eina sönnun á samsvörun
formeinkenna á ólíkum tímum og stöð-
um. Hann er ekki einkaeign Evrópu
síðan á 17. öld fremur en klassíski tím-
inn er einkaeign fornaldarþjóðanna við
Miðjarðarhaf. Hann er stig í formlíf-
inu og vafalaust frjálsasta stigið. Form-
in hafa nú afmyndað eða hafnað regl-
unni um hina ytri samstillingu hlutanna,
en þar er samræmi við ytri skilyrði eitt
höfuðatriði, sérstaklega í húsagerð;
formin lifa nú eigin lífi og fara geyst,
breiða úr sér af áfergju, skjóta öngum
og geta af sér afbrigði eins og illkynjuð
jurt. Þau leysa af sér öll bönd í vextin-
um, reyna með öllum ráðum að brjóta
sér leið út í rúmið, að ráðast á það
og brjótast í gegn eftir mætti, og
manni virðist sem þau hlakki yfir þess-
um nýju landvinningum; dýrkun hinna
einstöku hluta í verkinu ýtir undir á-
sælni þeirra. Þessi einkenni barokksins
koma furðu skýrt fram í skreytilistinni.
Abstrakt form hafa hvergi jafn mikla
stælinga hneigð og í skrauti barokktím-
ans. Enda er aldrei jafn mikill rugl-
ingur á merki og formi. Formið er nú
ekki einungis látið merkja sjálft sig,
TlMARITIÐ VAKI
36