Vaki - 01.09.1953, Blaðsíða 76

Vaki - 01.09.1953, Blaðsíða 76
okkar á ljóði hefur verið nœsta þröng. Ljóðið hættir kannske að fást við ytri frásögn og lýs- ingu. En við hjarta skáldskaparins verður ekki snert með útiitsbreyting. Nema hvað hún er stundum nauðsyn svo að það hætti ekki að slá. Þegar við finnum til á nýjan hátt og veru- leikaskynjun okkar hefur endurskapazt og við sjáum hlutina í nýju, óvæntu ljósi duga okkur ekki slitnar formúlur eldri skynjunar. Við verðum að sníða stakk eftir vexti, form eftir veruleika okkar sjálfra. Menn segja við ungu skáldin: atómkveðskapur ykkar er ekki ljóð; ef bezt lætur formlausar játningar. Mótbáran þýðir ekki neitt: Skáldskapurinn er að leita nýrrar þungamiðju sín og mannsins og vegar- ins sem liggur til hans. Gamlar leiðir eru ekki framar færar. Hann reynir að fara beint og hafna krókum. Engin afkimamennska, sam- bandið skal vera beint. Ég hugsa að jafnvel hátt- og hefðbundinn skáldskapur hljóti að leita í þessa átt. Nema hvað það gerist af minna áræði og þori, minni heiðarleik þar sem af minni hug. Ég hygg að þessi beini tjáningarmáti verði til þess að bjarga skáldskapnum sem eign mannsins, en ekki til að tortíma honum eins og pukurmennirnir halda fram. Og það er eitt mikilsverðasta hlutverk okkar í dag að koma skáldskapnum undan möláti og ryðfalli aftur- haldsseminnar í hvaða mynd sem hún birtist, svo maðurinn geti haldið áfram að vera maður og hafa það samband við hlutina og örlög sín er geri honum slíka tilveru færa. Ef til vill er nauðsynlegt að fórna kvæðinu til þess að við- halda skáldskapnum, eins og Paul la Cour segir. Það er svo, að þegar heild þeirra verðmæta og gilda er einkenna eitthvert timabil hættir til að glatast — svo í dag sem ávallt í stórum byltingum — skiptir mestu máli að greina milli aðal- og aukaatriða; og henda aukaatriðunum fyrir borð, enda þólt það kunni að vera sárt eða óviðkunnanlegt að skiljast svo við gamalkunna og heimavana hluti. öðru hverju setur sagan okkur völ; og þá verður okkur á að vakna með andfælum við þann hlut orðinn, að við höfum misst sjónar á lifanda orð- inu sjálfu að baki þægilegu hugróandi öryggi og stuðningi úreltra siða og hátta. Skáldskapur- inn verður að vera aðgengilegur tímaskynjun- inni og sjálfur að vera aJBgangur. Það verður að hugsa hann á ný, svipta form hans teprunni, tilgerðinni og rekvísítunum, sem honum hættir við að dveljast í og felast. Formið verður að vera bein samsvörun reynslu okkar, heiðarlegt, laust við ræðumennsku. Sigfús Daðason hefur reynt að sinna þessari nauðsyn: að setja fram heiðarlega og ræðu- haldalaust þann sannleik sem hann hefur fundið. Það er ef til vill af sumum talið hroki að nefna slíkt ljóð: nefni þeir það öðru nafni. En hann reynir að birta skáldskapinn án um- yrða, láta liann tala í gegnum sig, varast alla skreytni. Það hefur verið sagt að nútimaskáld- skapur frá því hér um bil fyrri heimsstyrjöld eigi uppruna sinn i hrópinu: við erura svo ung í dag í svo nýjum heimi að við kunnum vart nema tjáningu barnsins: við lirópum, ýmist af þjáning (oftast), leiðindum, eða gleði, eða þeg- ar eitthvað er stærra en við. Við búum í skugga hlutanna. Við lærum ekki nema hægt að mynda orð, og enn varla i samhengi. En okkur er lífs- nauðsyn að læra að tala að nýju, orðin eitt og eitt, öðlast nýja leið að málinu, vinna það: lýsa á hvert einstakt orð og láta þau lýsa hvert á annað, varpa birtu. Fá þau til að standa á ber- angri. Láta þessi einföldu orð er aldrei sáust fyrr í skáldskap segja heiminum óvissu sína og von, tvímælalaus og sannleikanum samkvæm. Ég held við séum í þessum Ijóðum, allir, sem við erum i dag og með örlög dagsins yfir höfð- um okkar, nýir og byrjendur og samt sögu- legir og reyndir: það eru aðrir sigurvegarar. En kannske felst okkur í því nokkur framtíð, sem hægt og hægt rís af grunni: Mannshöfuð er nokkuð þungt en samt skulum við standa uppréttir og sumarið bætir fyrir flestar syndir okkar. Við létum gamlan dvalarstað að baki — eins og dagblöð í bréfakörfuna — höldum nú áfram litum ei framar við. Eða brutum við allt í einu glerhimnana yfir gömlum dögum okkar? til þess lögðum við af stað. Og jafnvel þó við féllum þá leysti sólin okkur sundur í frumefni og smámsaman yrðum við aftur ein heild. Velkunnugt andlit rómur fjall það er þín eign barn æsandi og ný. TIMARITIÐ VAKI 74
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82

x

Vaki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vaki
https://timarit.is/publication/818

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.