Vaki - 01.09.1953, Blaðsíða 54

Vaki - 01.09.1953, Blaðsíða 54
sögriinni af Hymi í Hymislcviðu; má því og skilja hana sem frásögn af för til annars heims. Berum saman eitt atvik í sögu Geirröðar við kafla í Kulhwch- kviðu: Geirröður þykist auðsýna Þór vináttu og taka vel á móti honum, en freistar þess að drepa hann með ails kyns ráðum: eitt þessara ráða er að hann slöngvar skyndilega að honum „járnsíu glóandi“, en hann hendir á lofti og þeytir að árásarmanninum. Er Kulh- wch kemur til hirðar Yspaddadens ræðst jötunninn snögglega að honum og leggur til hans eiturdrifnu spjóti. Hann grípur það á lofti, fleygir því til baka og særir jötuninn svíanda sári. Beinum nú athyglinni að enn öðrum heimildum, þar sem haugganga verður tákn fyrir förina til annars heims. Tvær eru þær sagnir sem eru þess virði að við þær sé staðnæmzt: frásögnin af Gretti og Kár hinum gamla í Grettissögu (31) og frásögnin af Hrómundi og Þráni í Hrómundarsögu (32). Haugur Kárs er hliðstæður við helli Utgarthilocuss og einkennist af sama ýlduþef og myrkri, sömu risavöxnu ófreskjunni sitjandi innan um bein, gull og gersemar. Auk þess getur þar vafurloga-stefsins, sem talið er svipur annarrar hugmyndar um annan heim, hugmyndar um land girt eldi (33). Þetta stef kemur inn í frásögn Saxós af för Hadinguss til lands ódauðra (4), sem og frásögnum Eddu af Gerði (35) og Sigdrífu (36). Atvikið í Grettis- sögu nær hámarki sínu, er hausinn er höggvinn af draugnum, er einnig kemur fyrir í sögunni af Kulwch og er eitt aðal- atriði keltnesku goðsögunnar, svo sem margir fræðimenn hafa fært sönnur á. Við rekumst á höfuðlát konungsins helga, þ. e. gral-konungsins í öllum frumstæðum trúarbrögðum : því höfuðið helga var álitið sérstakt aðsetur kon- ungsvaldsins og færði þjóðinni sem slíkt bæði hernaðarlegt öryggi og búsæld. Á þennan hátt var heilögu höfði keltneska konungsins Brans beitt til varnar Lund- únum allt fram til daga Arthúrs konungs (37), og því til heiðurs eru enn varð- veittir og aldir tamdir hrafnar, helgitákn hans, í Tower of London. 1 norrænni erfð er og minnzt sundur- limunar Hálfdanar konungs svarta (38), er jafnvel dauður var álitinn færa landi sínu hagsæld. Ennfremur minnast menn þess að Mímir missti höfuð sitt, það er færði Óðni alla skyggni (39). 1 frásögunni af Hrómundi og Þráni koma fram atriði er ekki eiga sinn líka í allri goðafræði Norðurlanda. Haugur Þráins er alveg eins og haugur Kárs hvað myrkur, óþefjan og dýrgripi snertir. En það liggur frekar í augum uppi um Þráin en nokkurn hinna, að hann er hliðstæða við gral-konunginn. I fyrsta lagi á hann gífurstóran ketil, en það er eitt aðaleinkenni keltnesku sög- unnar og mikilvægur þáttur Hymiskviðu eins og við höfum séð. 1 öðru lagi er það einkenni hans, að hann framleiðir há- vaða mikinn og þyt. Þetta undarlega atiúði má skýra með samanburði við keltneskar heimildir. Svo virðist sem gral-konungurinn sé og stormkonungur, en það er ósköp eðlilegt er við gætum þess að hann er einnig sjávarguð. Sævar- búinn Ægir er og nefndur Hlér, en það er nafn sem hæfir þeim sem ræður fyrir vindum. Þegar Gawain hittir fyrst græna riddarann hjá grænu kirkjunni heyrir hann einungis ógurlegan þyt. öfl- ugur stormur skellur á er Yvain hittir riddarann Escaldos li Ros við brunninn (Tristan et Iseult). En í Hrómundarsögu verður ljósast gildi gral-gripanna, sem hetjan hefur á brott með sér. í sögunni segir að Hró- TlMARITIÐ VAKI 52
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82

x

Vaki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vaki
https://timarit.is/publication/818

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.