Vaki - 01.09.1953, Blaðsíða 74

Vaki - 01.09.1953, Blaðsíða 74
RITDÓMAR Stcfán HörSur Grímsson: SVARTÁLFADANS. LJÓÐ. Reykjavík, 1951. Mér virðist að þessi ljóð séu að nokkru leyti skyld þeim skáldlega realisma sem var tiðkaður af ýmsum framfarasinnuðum skáldum á fjórða áratug aldarinnar. Þar er veruleiki þorps: • Rautt hús við hornið á öðru húsi Strompur á mæni hlöðunnar og hallar til vesturs Gamall maður með staf raular fyrir munni sér vísu um skapara himins og jarðar Stráklingar á stelpuveiðum flautandi með hvítar bringur Ég elska stelpu í næsta húsi hún lælur ekki sjá sig Eigum við að koma út að sjó þegar dimmir ég og þú þegar dimmir? (Útsýn í rökkrinu) — og veruleiki sjávar: Þilfar: roðgul lik á dökkum fjölum Stafn: sem heggur í sundur báruhryggi Spil: sem tekur undir við norðanvindinn Háseti: sá sem togar í spotta af snæri Formaður: bátsins Ijótasti maður í glugga. Löðrið yfir og rifinn skýjaflóki. Undir er djúpið og þess bleiku skógar. Það má þó segja að hið skáldlega, hið óút- jkýrða, eigi meiri ítök í skáldinu en realismi og skilgreining. Hann yrkir um hátíðina sem við höldum, ... með blóm í hverjum glugga luku hinar ókunnu borgir fyrirheitsins upp glæstum hliðum sínum hversu vín borganna voru rauð og dætur borganna höfðu myrkur í hári og augu af logandi hrafntinnu .. . og hann kemst að því þegar líður á hátíðina að Hið bláa haf var alltaf grált login var fegurð borganna og húsin eru ekki lengur með grænu þaki það glamrar i sál heimsins: málmur. (Nú er garSstígurir.in föguU) Þessi Ijóð, sem þegar hefur verið vitnað i, eru án efa með því bezta í bókinni. Einnig mætti telja: Á kvöldin, Sumar í fislúbœ, Yfir borginni hár fitt, Kvöldvísur um sumarmál, Van Gogli. Túlkun höfundar er ákaflega hófsöm og bein, stundum getur manni jafnvel fundizt að hann hefði mátt hafa ögn meiri viðhöfn. Táknin sem hann notar eru yfirleitt konkret, og þó mál- smekkur hans virðist stundum lítið eitt skeikull, þó hann umgangist orðin ekki alltaf af nógu mikilli varfærni, þá er málið yfirleitt fíngert og nákvæmt. Hin brúnu fiskinet þorpsins hanga á grindum og stögum íæri og stokkaðar lóðir bíða i hálfrokknum króm. Skolgráar fjarðarunnir gjélfra hjá staurabryggjum og daðra við bikaða súð. Handan við lyngása græna fjarst í vestrinu logar dálítil kringlótt sól. Og í daufu sólskini kvöldsins sezt lítil stúlka undir skúrvegg og bíður þess hljóðlát að einhver komi hjá næsta horni. (Sumar í fiskibœ) Eins og menn sjá er þetta mjög látlaust, ekk- ert ofskrúð, engin falleg orð: þorp sem skáldið hefur fundið fyrir sjálfan sig, öldurnar við bryggjuna, okkur er sagt I trúnaði frá dálítilli kringlótlri sól og lítil stúlka á von á einhverj- um hjá næsta horni. Það er alt sem þarf til að myndin sé fullkomnuð, og það er aðeins það sem á að vera. Því miður fellur skáldið þó stundum fyrir þeirri freistingu að nota orð vegna orða. Litar- orð hafa verið í mikilli hættu fyrir íslenzkum skáldum undanfarin ár. Reyndar er Stefán Hörður Grímsson ekki eins örlátur á litina og ýms önnur skáld, en til dæmis má geta þess að í einu ljóði sínu, stuttu, kemur hann þó að fimm litarorðum: bleikir fingur, gult tjarnar- TlMARITlÐ VAKI 72
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82

x

Vaki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vaki
https://timarit.is/publication/818

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.