Vaki - 01.09.1953, Blaðsíða 37

Vaki - 01.09.1953, Blaðsíða 37
um gotneska arkaismans að myndirnar snúa allar fram og standa óbifanlegar; áður var auða svæðið yfir kirkjudyrun- um fyllt aragrúa höggmynda, nú situr Kristur einn í hásæti umkringdur höfuð- skepnunum fjórum. Gotneski arkaism- inn stælir að vísu mynddæmi úr róm- anska stílnum í Languedoc, en hand- bragðið er allt stirðara og skemmra komið. Hann hefur gleymt öllum stíl- kerfisreglum, sem ráða á klassíska tím- anum rómanska, og þegar hann velur þaðan fyrirmyndir virðist merking þeirra snúast við. Þessi höggmyndalist frá síðara helmingi tólftu aldar er sam- tíða rómönskum barokktíma, en hún beinir tilraunum sínum í aðrar áttir, markmiðið er annað, hún byrjar á nýj- an leik. Hér verður ekki reynt að gefa enn eina skilgreiningu á klassískri list. Um leið og sagt er að hún sé áfangi og stíl- stig, stund, er þegar búið að skilgreina hana að nokkru leyti. Þó er ekki úr vegi að benda á, að á klassískum tíma verður mest samstilling milli hinna einstöku hluta listaverks. Klassíska listin er jafnvægi og öryggi eftir ákafa og eirð- arleysi tilraunatímans, hún gefur breytilegum tilraunum þunga og festu og er þannig ný byrjun. Síkvikt stíllífið öðlast almennt stílgildi, verður stíll í æðri merkingu, sérstakt svið forma, æ- varandi og ótímabundið, tindur sem ákveður hæðarlínuna eins og fyrr er sagt. En klassísk list er alls ekki árangur stælinga eða siðvenja, hún verður til af síðustu tilrauninni og ber ennþá með sér blæ dirfsku og æsku- fjörs. Mikið væri gott að geta hreinsað rykið af þessu gamla orði sem er farið að slitna og láta á sjá af langvarandi misnotkun, því 'hafa verið gefnar ólík- legustu merkingar, sumar fáránlegar. Eitt andartak er sem stílinn hafi fullt vald á öllum formum og hann ber fyrir augu eins og fljótgripin hamingja, snögg heppni, en ekki tilbreytingarlaus hlýðni við tilbúnar reglur, við skiljum nú akme Forngrikkja: sveiflurnar á mundangi vogarinnar verða vart greindar, og nú vænti ég þess ekki að horfa á aðra vogarskálina síga og mund- angið hallast, því síður að það nemi staðar í kyrrstöðu, en vona að sjá í þessu hikandi undri léttan titring, hann sést varla en gefur þó til kynna að stíll- inn lifir. Þannig er klassískur tími frá- brugðinn hinu akademíska stílstigi sem er ekki annað en fjörlaus skuggi. Þannig er óheimilt að skýra svipmót eða sam- merki sumra klassískra tíma sem árang- ur stælinga eða áhrifa. Við norður- dyrnar á dómkirkjunni í Chartres eru fallegar höggmyndir sem sýna Boðun Maríu, þær eru fullar af rósemi, heil- steyptar og mynduglegar og mun „klass- ískari“ en sumar styttur í Reimsdóm- kirkju, en þar er reynt að stæla róm- verskar fyrirmyndir í gerð klæðanna. Klassísk list er ekki einkaeign forn- aldarinnar og list hennar var undir- orpin sömu stílreglum og list annarra alda, hún lifði öll stílstigin og hætti að vera klassísk við að breytast í barokk. Ef frönsku myndhöggvararnir frá fyrri hluta 13. aldar hefðu tekið til fyrirmyndar hinar rómversku fornleif- ar sem svo mikið er af á franskri grund hefðu þeir aldrei orðið klassískir í list sinni. Við sjáum þess dæmi í listaverki sem fróðlegt væri að athuga af gaum- gæfni, það er hinn „Fagri kross“ úr kirkjunni í Sens. María mey stendur við hliðina á syni sínum, sem nýbúið er að taka niður af krossinum, óbrotin í fasi og hrein í þjáning sinni, myndin ber svipmót tilraunatímans í gotnesku list- TlMARITIÐ VAKI 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82

x

Vaki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vaki
https://timarit.is/publication/818

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.