Vaki - 01.09.1953, Blaðsíða 53

Vaki - 01.09.1953, Blaðsíða 53
mark gral-leitarinnar er einhverra á- stæðna vegna, sem enn eru óskýrðar, skeggskurður gral-konungsins. Það er vitanlega ómögulegt að hugsa um Útgarðaloka án þess að beina um leið huganum að Loka sjálfum, svo dular- fullur sem hann er. Margir fræðimenn hafa efast um að hér sé um sömu veruna að ræða, en efasemdir þessar virðast ekki eiga sér stoð. Loki liggur, eins og nafni hans frá Útgörðum, bundinn í myrkrum, ,,dem Waldesdunkel“ (27), eiturnaðra með honum og óhugnanleg vötn í kringum hann*). Loki kemur og fram í frásögn Snorra af för Þórs til Útgarðaloka, og hans er óljóst getið í lok Hymiskviöu. Loki birtist einnig í gerfi fiski-konungsins, þar eð hann finn- ur upp fiskinetið, að því er Snorri segir (28). Við höfum þegar orðið þess vísari af keltneskum heimildum að það eru margar hliðar á eðlisfari gral-konungs- ins. Hann getur verið hetjunni ýmist velviljaður eða óvinveittur, þ. e. „góður“ eða ,,vondur“ samkvæmt siðgæðismati þjóðsagnanna, sem ekki fást um smá- atriði. Að því er virðist hefur norræn hefð einhverra ástæðna vegna lagt alla áherzlu á „vonda“ þætti konungsins, sem hann birtist í í gerfi Loka, Útgarðaloka eða Hymis. Geruthus (Geirröður) Saxós svipar merkilega til Utgarthilocuss hans. Thor- killus hittir fyrst fyrir sér jötuninn Guð- mund, bróður Geirröðar. Hann er hinn venjulegi jötunborni leiðsögumaður og vörður inngangs annars heims, er leiðir hetjuna yfir gullna brú, yfir ána Gjöll er liggur til Heljar (29). Jötunninn reynir að freista þeirra Thorkilluss til að eiga *) Að minnsta kosti ef menn skilja erindi 34—37 í Völuspá sem lýsingu á dvalarstað Loka í útlegðinni. dætur sínar, en þeir eru nógu skyni bornir til að hafna því. Svipuð freisting hendir Gawain í Gawains-kviðunni ensku, er Bercilak (gestrisni húsbónd- inn og þrautgjafinn) reynir að fá Gawain til þess að leggjast með konu sinni en hetjan stenzt freistinguna. Þeir félagar halda áfram för sinni, til þess er þeir koma að helli Geirröðar, sem er gætt af hundum. Hundurinn er tákn annars heims eins og hundhöfða guðinn Anubis með Egyptum eða heljarhundur- inn Cerberus með Hellenum. Hellirinn er nákvæmlega eins og hjá Utgarthi- locus, sama óþef jan og skríðandi nöðrur. Þeir finna Geirröð konung meðal dætra sinna, gamlan mann sáran af holsári. 1 raun og veru er Geirröður „le voi méhaigné“, 'hinn sári konungur sem þjá- ist af vanmætti á líkama sínum af völd- um hins hræðilega sárs er sýkir hann. Gral-konungur Kelta er og venjulega í félagi dætra sinna þriggja, svo sem hinn frægi Nuadu eða Llud eða Llyr, þ. e. Lear konungur í leikriti Shakespeares. Tilraunir til þess að hafa á brott með sér verndargripi (talismana) : — horn, armband og sverð — verða þó árangurs- lausar. Menn verða að skilja ferðir Thorkill- uss í samhengi hvora við aðra. Þannig svara þær til uppistöðunnar í gral-sög- unni, sem einnig fjallar um tvær til- raunir til að komast til annars heims. Hin fyrri reynist árangurslaus og hetj- an fær ekki náð á vald sitt gral-verndar- gripunum þótt hann hafi komið auga á þá. — Við aðra tilraun sigrast hetjan á erfiðleikunum og nær á vald sitt öflum er veita honum brautargengi við inn- tökuþrautirnar (initiation) og hjálpa honum til vits og forræðis (sovereignty). Lýsingin er Snorri gerir af Geirröði (30) í þessu sambandi er einkar lík frá- TlMARITIÐ VAKI 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82

x

Vaki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vaki
https://timarit.is/publication/818

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.