Vaki - 01.09.1953, Blaðsíða 20
list — ein kvalitatif list. Það talar að
vísu margur eins og listin væri brotin
sundur í miðju í tvo óskylda parta —
abstraktan part og svo allt hitt. Og menn
þykjast skilja annan partinn, náttúrlega
náttúrueftirlíkinguna, en ekki hinn. —
Skilja hvornugan.
Samhengi og þróun listarinnar má
líkja við keðju, þar sem hver hlekkur
er í senn sjálfstæður og bundinn keðj-
unni — þar sem hver hlekkur togar á
móti hinum og myndar um leið keðjuna.
Umbrot í lífinu og tilverunni, efnis-
legri sem hugmyndalegri, orsaka for-
færslu í tíðaranda, hugsun og skilningi,
og skapar nýjan sannleikshlekk í þró-
unarkeðjuna. Þessi hlekkur hét einu
sinni impressionismi eða realismi eða
rómantík eða eitthvað annað, og hann
var hverju sinni öllum fyrri sannleik
stærri. 1 dag heitir þessi sannleikur ab-
strakt list og er öllum sannleik æðri og
stærri. Og stærsti partur samtíðarinnar
endurtekur skilningsvana fjandskap
sinn með því að kalla þetta grillu og
hneykslast á heimsku fyrri samtíðar
eða þeirrar, sem var svo heimsk, að
hún skildi ekki einu sinni Vincent van
Gogh.
Þú talar um hlutstæða og óhlutstæða
list. Fyrir mér er engin list hlutstæðari
en sú, sem hefur hlotið nafnspjaldið ó-
TlMARITIÐ VAKI
18
Ilnettir
Eigandi: Erik Mengel