Vaki - 01.09.1953, Blaðsíða 52
verki skipt milli tveggja, til dæmis í
Parzival Wolframs (19), þar sem um
tvo gral-konunga er að ræða. Svo virðist
í raun og veru sem ein hetja hafi haft á
hendi öll hlutverkin; hlutverk gestidsna
húsbóndans, jötunhirðisins, gral-kon-
ungsins og hlutverkið sem við munum
koma að seinna undir nafninu „Þraut-
gjafans", ef dæma skal eftir enska kvæð-
inu Sir Gawain and the Green Knight
(20) sem birtir söguna í einkar upp-
runalegri mynd, og írsku kviðunni
Briuchius (21). Kona þessi er því hin
sama og des Teufels Grossmufter, amma
skrattans, sem birtist í svo mörgum
þjóðsögum, t. d. ævintýri Grimms um
risann með gullhárin þrjú: konan sem
hjálpar söguhetjunni er komið hefur til
heimkynna risans (eða djöfulsins) í
leit að einhverjum hlut (22).
Hetjan þarf ávallt að þreyta nokkra
raun áður en henni tekst að vinna gral-
inn: í Perceval eru margar slíkar. I
keltnesku textunum er raunin oft einvígi
hetjunnar og jötuns nokkurs eða ó-
freskju. Einvígi er háð að þeim ásjáandi
er við höfum nefnt „þrautgjafann“ —
eða hetjan heyr einvígið við hann sjálf-
an eins og í Veizlu Briucrius — það er
eitt hlutverk Hymis í kvæðinu. Æsir
vinna bardagann og Þór hverfur á brott
með ketilinn. Leitinni er lokið og Æsir
geta haldið veizlu sína.
Næst þeirra heimilda er ég hefi valið,
er frásögnin af förinni til Utgai'ða, sem
er ein tegund annars heims líkt og jötun-
heimar. Tvær mikilvægar heimildir eru
til um þessa sögu; önnur í Snorra-Eddu
(23), hin hjá Saxo Grammaticus (24).
1 Eddu segir að Þór fari ferðina til Út-
garðaloka, en hjá Saxó er það Thorkillus
er leitar Utgarthilocuss; einnig verður
að hafa í huga heimsókn Útgarthilocuss
til konungsins Geruthuss (25).
Frásögn Snorra veitir litlar goðsögu-
legar upplýsingar, nema við hittum enn
einu sinni fyrir hirðinn við inngang ann-
ars heims, Egil, og Utgarðaloki sjálfur
hefur á hendi hlutverk gestrisna hús-
bóndans og leiðsögumannsins. Slík tvö-
földun hlutverksins kemur oft fyrir í
keltneskum sögum. Saxó segir miklu at-
hyglisverðari sögu. Thorkillus leggur úr
höfn og lendir að lokum í ókunnu landi
þar sem hann rekst á hryllilegan helli
fullan af nöðrum og óþverra. Tveir af-
skræmislegir jötnar eiga þar hýbýli og
býðst annar þeirra til að vísa Thorkillusi
leið til Utgarthilocuss. Dvalarstaður
hans er jafnvel enn óhugnanlegri en hý-
býli jötnanna. Hetjan finnur þar kon-
ung í hlekkjum, bundinn á höndum
og fótum. Thorkillus slítur hár af kon-
unginum, og fær varla komizt lífs á
brott, svo illa fýlu leggur um staðinn.
Mörg mikilvæg atriði koma fram í
þessari undarlegu frásögn. Þess ber
fyrst að geta að Thorkillus kemst til
annars heims eftir sjóferð. Sömu sögu
er að segja um Þór og för hans til Ut-
garðaloka („yfir hafit þat it djúpa“),
svo og um Hymi („fyrir austan Éli-
vága“). Sama hefð ríkir í keltnesku sög-
unum, þar sem Perceval fer yfir fljótið
til þess að nálgast gral-höllina og Trist-
an fer yfir sjóinn til þess að hitta Iseult
(26). Ennfremur hittum við fyrir okkur
öðru sinni leiðsögumanninn ófreskju-
lega. Þriðja atriðið sem vert er að veita
athygli er líaflinn um hár risans. Það
hefur tvöfalda þýðingu að slíta hár af
honum. I fyrsta lagi verðum við að vísa
til þjóðsögunnar þýzku um „risann með
gullhárin þrjú“. Það eru því hliðstæður
er Thorkillus kemur heim með 'hárið og
er Þór kemur til baka með ketil Hymis.
I annan stað getum við gert samanburð
við skeggskurðarsiðinn í Kulhwch. Há-
TlMARITIÐ VAKI
50