Vaki - 01.09.1953, Blaðsíða 68

Vaki - 01.09.1953, Blaðsíða 68
KROSSGOTUR Sveinn Bergsveinsson og nútíma Ijóðlist. Dr. Sveinn. Bergsveinsson hefur nýlega skrifað, sjálfsagt af góðum hug en því miður litlum skiln- ingi grein um „nútízku í ljóðagerð" I tímaritið ANDVARA. Það er líkt með skoðunum hans á nútímabókmenntum og skoðunum ýmissa áhuga- manna sænskra um nútímalist sem sjá kúbisma í allri nýrri list, að honum virðist óhægt um að greina annað en freudiskan súrrealisma og sænsk- an förtitalisma í starfi yngri skálda. Að vísu er ekki allt illt um grein dr. Sveins. Hann á til dæmis hrós skilið fyrir það að hann markar umræðum um nýju formin stað í stærri sjóndeildahring en þeirri afdælsku sem þær hafa kúrt í lengstaf til þessa. En þar með liggur því miður við að lof hans sé upptalið. Dr. Sveinn gerir sér mikið far um að virðast bæði víðsýnn og föðurlegur, borgaralegur og á- hugasamur um nýnæmi. Það er heldur auðveld afstaða. En föðurhroki hans keyrir þó fram úr hófi: „Hvers vegna láta börnin svona?“ spyr hann um ástæður fyrir nýrri túlkun skáldanna. Þess er auðvitað ekki von að þannig verði komizt að neinum sannleik. Sannleikurinn er sá að grein dr. Sveins morar svo af sleggjudómum og firrum að í raun réttri mætti ekki hliðra sér hjá almennri endurskoðun á hugtökunum og röksemdafærslunni sem hann beitir. En þar sem slíkt yrði alltof langt mál verða nokkrar stuttar ahugasemdir að nægja. Grein hans virðist skóiabókardæmi um hvernig ekki á að skrifa a) um skáldskap; b) sem gagn- rýnandi; c) yfirleitt. Höfuðsynd höfundar virðist yfirborðsmennskan. Það er að vísu ekki gott að ráða af þessari grein hver sé skoðun hans um skáldskap, sú sem hann gengur út frá. Hér er dæmi skilgreiningar: ,jEn sem kunnugt er, birtist í öllum alvarlegum skáldskap viðhorf til Iífs og listar auk efnis og efnismeðferffar." (sic) Þetta eru að visu merkar upplýsingar. Þær sýna m. a. ljóslega blindgötuna sem dr. Sveinn hefur ratað í og ratar ekki úr út alla grein. Alls staðar veður uppi hin klassíska vilia sem heldur fram skilnaði forms og inntaks. Það er svo víða i þessu riti barizt gegn þessari síðplatónsku firru að við nennum ekki að elta ólar við hana sérstak- lega hér. En þess verður þó að geta að öll rök- semdafærsla dr. Sveins vítist og fordjarfast af nefndum tvískinnungi sem honum virðist tæpast ijós sjálfum. í sömu andránni svo að segja ræðst hann að nýja skáldskapnum sem lögmálslausri list, eða vitnar til Hitlers um „entartete Kunst" og hellir yfir hana úr skálum reiði sinnar vegna þess að hún sé innihaldslaust form; búningur án inntaks etc. Þess er vitanlega engin von að maður- inn geti komizt að niðurstöðu um skáldskap svo lengi sem hann heldur við líði tvígreiningu ódcil- anlegrar einingar. Þeirri spurningu „hvort hún (nýja listin) boði lífrænt efni eða sé innantómt form“ verður aldrei svarað af þeirri einföldu ástæðu að spurninguna brestur forsendur. Yfirborðshátturinn blandinn vissum mennta- hroka leiðir höfundinn í gönur: „Það er að sjálf- sögðu hægt að lialda því fram í gamni, að þau (ungskáldin íslenzku) hafi orðið fyrir djúpum áhrifum af Eliot. En i alvöru er tæplega liægt að gera ráð fyrir að nemendur, sem gcfast upp við gagnfræðanám, séu andlegir sálufélagar (sic) jafn hámcnntaðs manns og Eliot, sem numið liefur heimspeki, kiassiskar og ausluricnzkar bókmcnnt- ir við háskóla eins og Harvard, Sorbonne og Ox- ford, auk þess sem liann er torræður í líkingum sínum og túlkun." (sic) En þótt höf. kunni vel að meta nám og menntun gerir hann þá skyssu að rugla saman lærdómi og þekkingu og lógik annars vegar og skáldskap hins vegar: „Það sem hugsunin fær ekki rök- dæmt er hcnni einskis virði og innanlóm skel“, er áfellisdómur. En rökdómar skynsominnar koma skáldskapnum ekki við nema að litlu leyti. Vissu- iega eiga þekking og menntun sér rúm í skáld- skap; Eliot og Rilke og Pound o. fl. hafa tekið af allan vafa um það. En þekking og menntun eru ekki í ljóðinu sem slík, heldur ráða völ tákns sem hlýtur sina sérstöku merkingu i heimi sem ljóðið skapar og er oft ólík þeirri sem táknið hafði í heimi reyndarinnar. Innan listaverksins gildir vissulega röksamhengi, en ekki rökfræði. Ljóðinu er einmitt nauðsyn að komast út fyrir þröngar skorður rökfræðinnar og höfða til mannsins á dýpra sviði, handan við letihefð ein- faldrar „rökhugsunar" sem gerir sér hægaleik að hafna öllu sem fer í bága við konventiónina. Dr. Sveinn virðist meta gildi skáldskaparins eftir því hvort hægt er að útskýra hann. Dæmið sem hann tekur máli sínu til stuðnings er mjög upplýsandi: Sænska skáldið Lindcgren lætur sjálft fylgja ljóðlínum sínum eftirfarandi: „som pa cn skjöld av sol och vanvctt höjer sin spegelbild i ett fördelakligl ögonblick för vár cviga biindhet. (sem dr. Sveinn kallar „ósvikið atómljóð í fullri meiningu“) þessa skýringu: „Þetta crindi á að sýna oss manninn sem fanga sinnar eigin vest- rænu mcnningar, (þ. e. mcnningin) á skildi (sem er stríðsguðsins spcgill og hlíf) sólar (sem kvcikir tilgangslaust líf) og brjálæðis (óskapnaðar hins skipulagða stríðs) sýnir oss spegilmynd sína, sitt TlMARITIÐ VAKI 66
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82

x

Vaki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vaki
https://timarit.is/publication/818

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.