Vaki - 01.09.1953, Blaðsíða 14
sína frægu setningu um hjartað: Le coeur a ses raisons que la raison ne connaít
point, átti hann við þetta h'ffæri tilverunnar; engin tilslökun við tilfinningasemi
heldur dýpra skyn manns á heild sinni.
Þetta er krafa skáldskaparins: að túlka grunnreynslu hjartans. Því er það
afneitun á hlutverki hans og frávik frá stöðu hans að skemmta, sem er svik við
einmitt þessa reynslu, og til þess eins að gefa mönnum færi á að gleyma því
sem gerir þá að mönnum og tilveruna að tilveru manns; sveipar hulu í stað þess
að varpa ljósi. Skáldskapurinn er ekki einhvers konar farandprýði tilverunnar né
heldur einhver skammvinn og hverful hrifning. Staður hans er á sjálfum burðar-
grunni mannlegrar tilveru. Því er hann heldur ekki menningarfyrirbæri eða tján-
ing einhverrar tiltekinnar menningar. Það er sjálf verund mannsins sem brýzt
fram um skáldskapinn til þess að nefna og syngja tilveru mannsins sem hlutverk
hans. Allur stór skáldskapur — og verk Rilkes ef til vill öðrum fremur — segir
reynslu mannsins af burðaröflum tilverunnar, ógnum hennar og sælu. Sem þolin-
móð heimspekin smíðar slíkri reynslu form í hugtökum verður hún í skáldskap
mynd og orð. En reynslan og skáldskaparformið er jafnupprunalegt, verður ekki
greint að: formið er inntakið sjálft. Orð og mynd verða ekki skilin frá þeirri
reynslu er gefur þeim veruleik sinn. Forsenda skáldskaparins: skilningur þessarar
einingar: form og hugsun og reynslan handan þeirra eru eitt sem tveir fletir
myntar. Innblástur og túlkun eru óaðgreinanleg . . .
1 skáldskap Rilkes verður tilveran reynd heil og öll í hverju atriði. Hver
mynd er heild og ekkert dregið undan. Hér er ekki um táknmyndir fyrir minn-
ingar að ræða: .... Það eru eklci minningarnar sjálfar. Þegar þær eru orðnar
blóð í oklcur, hreyfing handar, nafnlausar og verða ekki framar gróindar frá
sjálfum okkur, þá fyrst getur það hent eina sjaldgæfa stund, að fyrsta orðið í
Ijóði rísi upp í hvirfing þeirra og hverfi á braut frá þeim, segir Rilke í skáldsögu
sinni, Die Aufzeichnungen des Malte Laurids Brigge.
Til þess að slíkt geti hent verður að kunna að bíða. Bíða heila ævi. Rilke
beið: hann skildi öll sín fyrri ljóð sem undirbúning. Og í lok lífsins eftir margra
ára þögn og þjáning og takmarkalausa bið, brutust elegíurnar í gegnumhann sem
ófjötrandi stormur.
Nei, það verður ekki sagt með skilgreiningu hvað sé heimspeki og hvað sé
skáldskapur. Né heldur hvert sé það líf, sem bæði heimspeki og skáldskapur eiga
rætur í. Það er einn lærdómurinn sem dreginn verður af elegíum Rilkes; ef svar
er til verður þess ekki leitað nema með þátttöku; maður verður sjálfur að gerast
förunautur í leit heimspekingsins; skynja í eigin hjarta sögn skáldsins. önnur
leið er ekki fær. En þannig fær maður kannske fundið, hljóðlega og orðalaust,
hver er leið þeirra: að þær haldast í hendur yfir hyldýpið.
Ég er sannfærður um að það er rangt sem víða er hald sérfræðinga, að
elegíurnar séu „lýríkk“. Auk þess sem öll yfirborðskennd flokkun skekkir sjón
manns á hlutinn sjálfan, virðist mér slík skoðun deyfa skynið fyrir veruleik þess
boðskaps sem þær flytja lífi hvers og eins; hann krypplast, ljóðið veslast upp og
deyr í þrengslum slíkra „skýringa“. Mér virðast þær vera ný sögn, nýr háttur
að sjá og segja er hófst hjá Hölderlin og lykur um heimspeki og skáldskap í
TÍMARITIÐ VAKI
12