Birtingur - 01.01.1964, Qupperneq 4
sem ég hafði lesið, sífellt að koma upp í huga
mér, og ég var ekki í rónni fyrr en ég hafði
náð mér í bók eftir Cendrars, þar sem ég gat
lesið allt kvæðið. Og áður en ég vissi af var
ég byrjaður að þýða það. Ég var ekkert farinn
að kynna mér æviferil skáldsins og það var
ekki fyrr en að lokinni fyrstu gerð þýðingar-
innar að mér varð starsýnt á ártalið 1913, út-
gáfuár kvæðisins. Ég hafði ekki hugsað um
kvæðið öðruvísi en sem samgróið nútíman-
um. Og enn fæ ég ekki annað séð en það sé
jafnnýtt og þegar það var ort.
Það leynir sér ekki, að skáldið hafði þá þegar
kynnzt stríði, þótt hann ætti eftir að kynnast
því betur (Cendrars missti hægri handlegg í
fyrri heimsstyrjöldinni), en það eru minning-
ar frá stríðsástandinu í Rússlandi og Síberíu
upp úr 1905, sem er ein aðaluppistaða kvæð-
isins um Síberíulestina. Cendrars var þá ungur
að árum (er fæddur 1887 í Praís), en hann fór
snemma að flakka um heiminn, fyrst með
Gyðingi nokkrum sem var á sífelldum þönum
frá einni heimsálfu til annarrar að selja varn-
ing sinn.
Nú veit ég örlítið meira um skáldið en þegar
ég var að þýða Síberíulestina. Ég hef komizt
að raun um að þessi einkennilegi ævintýra-
maður er talinn einn af brautryðjendum nú-
tímaljóðlistar, enda nægir að lesa þetta kvæði
til að sannfærast um það. Apollinaire, sem var
vinur hans og næmur á nýjungar, varð fyrir
áhrifum frá honum, en Cendrars var einnig
hrifinn af Apollinaire. Þeir áttu ýmislegt
sameiginlegt. Báðir höfðu glöggt auga fyrir
því sem nefnt er frumstæð list og vöktu at-
hygli málara og myndhöggvara á henni. Cen-
drars flutti t. d. erindi í París um ljóðlist
svertingja og kynnti list þeirra á annan hátt.
Cendrars hélt því ákveðið fram að skáldin
ættu ekki að láta rímið hefta sig fremur en
góðu hófi gegndi, og hann orti sjálfur í sam-
ræmi við þá skoðun sína, og ekki á neinu
tæpitungumáli, því hann taldi sjálfsagt að
nota orð sem áður höfðu þótt óhæf í ljóðskáld-
skap. Þetta kemur vel fram í kvæðinu um Sí-
beríulestina, og má vera að gamlir hagyrðing-
ar landsins setji upp fýlusvip, en ungir menn
vænti ég að hafi skilningarvitin óbrengluð
og njóti kvæðisins.
2
BIRTINGUR