Birtingur - 01.01.1964, Page 10
Frá djúpum hjarta míns streyma tárin
Ef ég hugsa, ást mín, um ástmey mína;
Hún er ekki nema barn sem ég fann
bleikt, ósnert, í vændishúsi
Hún er aðeins telpa, ljóshærð, hláturmild, döpur
Hún brosir ekki og hún fer aldrei að gráta;
En í augndjúpum hennar, fáirðu af þeim að drekka,
Titrar ljúf silfurlilja, blóm skáldsins.
Blíð er hún, hljóð, veit engin styggðaryrði,
Hrollur mikill fer um hana þegar þið nálgizt
En ef ég kem til hennar, héðan, þaðan, úr veizlu
Stígur hún skref, lokar augunum — stígur skref;
Því hún er ástin mín, og aðrar konur
Hafa einungis gullkjóla um stóra funandi kroppa,
Hún vina mín er svo ósköp ein
Hún er allsnakin, líkamalaus — hún er svo snauð.
Hún er aðeins blíðlegt blóm og grannt,
Skáldablóm, fátæk silfurlilja,
Alköld, alein og svona fölnuð
Að ég tárast, hugsi ég um hjarta hennar.
Og þessi nótt er sem hundrað þúsund annarra nátta
þegar lest er á ferð um nótt
— Halastjörnur hrapa —
Lát menn og konur, þótt ung séu, liggja saman til gamans.
Himinninn er einsog rifið tjald fátæks hringleikaflokks
í litlu sjávarþorpi
Á Flandri