Birtingur - 01.01.1964, Page 25

Birtingur - 01.01.1964, Page 25
það kallað. Hér erum við skyndilega komin tæp níu hundruð ár aftur í tímans rás. Lítill munur er á hellum þessum, tilgangi þeirra og staðsetningu og beizlunum í fjósinu á Stöng, sem í ljós komu við uppgröft þar, en Stöng er talin fara í eyði um 1104. Fráleitt er þó að ætla, að Stangarbóndi hafi fundið upp þetta fyrirkomulag, það er sjálfsagt miklu eldra. Húsið virðist að einhverju leyti niðurgrafið, hlaðið grjóti að innan, en reft yfir með timbri, þar yfir hella og seinast torf. Vindauga lítið er á þekjunni, sem lokað er með kringlóttum torfusnepli. Fleira er af gömlum og merkileg- um útihúsum hér og staðsetning þeirra upp á gamlan máta, þeim er dreift sem víðast yfir túnið. Bæjarhúsin sýna að vísu ekki svo fornt húsalag sem fjósið, þó eru sjálfsagt ekki mörg hús þessarar tegundar uppistandandi á ís- landi nú á dögum, hvað joá að búið sé í þeim eins og hér er raunin. Á gamla bænum á Hús- um hefur verið tvíbýli. Nú er önnur baðstof- an fallin, en Mensaldur Mensaldursson hefur reist lítið steinhús í þess stað ekki allfjarri gamla bænum, og segja má, að það sé það eina, sem minnir á árið 1964. Ákjósanlegt væri að varðveita alla torfuna, bæjarhús og úthýsi. Við eigum ekkert dæmi varðveitt af þessari húsastærð, hvað þá úthýsi að nokkru gagni. Sunnlendingar mega gjarn- an rétta hlut sinn fyrir Norðlendingum, sem hafa fjóra stórbæi í vörzlu sinni á móti einum sunnan lands. Annað mál er það, að ekki var ætlun mín sem Sunnlendings að hvetja til að halda bænum á Húsum við, af því að J:>annig hafi yfirleitt verið búið á Suðurlandi, heldur af því að við íslendingar höfum ekki hirt um að varðveita þessa gerð húsa, Jdó að hún sé fylli- lega þess verð, ekki sízt krossfjósið, sem ég hygg algjört einsdæmi á íslandi nú á dögum. I Litlu austar en Húsar grillir í þústir nokkrar sunnan við bæinn á Syðri-Rauðalæk. Við nán- ari aðgæzlu gestkomanda sést, að hér er um gömul aflögð fjárhús að ræða. Einhver myndi segja, að ekki teldist það til stórtíðinda á ís- landi, en bíðum við. Eitt húsanna hefur á sér lag, sem fátítt er orðið eða kannski einstakt. Það er eins og skál á hvolfi: fjárborg. Fjár- borgin á Syðri-Rauðalæk er að vísu ekki alveg hreinræktað stílkyn, grunnur hennar er fer- hyrndur vegna Jiess, að eldri fjárhústóft hefur verið notuð sem undirstaða, að öðru leyti hefur húsið öll einkenni fjárborgar, eins og J:>ær tíðkuðust á Rangárvöllum á 19. öld. Við skulum alltént doka við og virða mannvirki þetta betur fyrir okkur, þótt ekki sé það hátt í loftinu, mikið um sig eða dýrt upp á ver- aldar vísu, Jrað er um 6 m á hvorn veg að ut- anmáli niðri við jörð, en rúmir 3 m á hvorn veg að innan og um 2,70 m á hæð. Fjárborgar- Birtingur 23
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158

x

Birtingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.