Birtingur - 01.01.1964, Síða 27
Vegfarandi, aðkomumaður í Odda á Rangár-
völlum, nemur geislun fornrar söguhelgi, en
flatneskjan er auganu torfærulaus leið á yztu
nöf, þar sem graflist fjalla undir jökli og
Heklu tekur við og minnir á nýmálaða ný-
tízku mynd. í kirkjunni í Odda er fáséður
smíðisgripur geymdur, skírnarvirki eitt all-
mikið eftir Ámunda Jónsson, sem kallaður
var smiður. Hann var í senn húsameistari og
smiður, útskurðarmaður og málari og hélt
uppi merkjum listmennta á landi hér á þeim
tímum í sögu þjóðarinnar, sem myrkastir hafa
verið eða frá því um 1771, að hann kom heirn
frá námi í Danmörku, þar til hann lézt 1805.
Hann smíðaði fjöldann allan af kirkjum um
Suðurland, meðal annars þá frægu Stóra-Núps
kirkju, síðustu útbrotakirkju eða öllu heldur
stafkirkju á íslandi, er seinna verður frá sagt.
Til eru leifar af verkum eftir Ámunda í
nokkrum kirkjum sunnanlands, eins og í
Gaulverjabæ, Keldum á Rangárvöllum og á
Mosfelli í Grímsnesi, en flest eru þau þó á
bjóðminjasafninu. Skírnarfonturinn, sem er
alls óvanalegur hérlendis, hlaut sömu örlög á
sínum tíma og altarið í Bjarnarhafnarkirkju,
að vera hvítlakkaður af einhverjum þrifa-
manni, en Greta Björnsson skóf þann ósóma
af. þegar hún og maður hennar Jón Björnsson
voru að mála kirkjuna í Odda, hressti upp á
litina, sem 1 ljós komu undir lakkinu. Virkið,
sem er á fjórum fótum, er um 96 cm á hæð
undir fagurskreyttu loki, prýtt efst heilagsanda-
dúfu eins og vera ber, en þar nær það um 161
cm hæð. Ummál þess er um 64 cm á hvorn veg.
Virkið ber Árnunda greinilegt vitni, síðbarok
laufskurður ásamt hinurn sérstæða litblæ: blá-
grátt, grænt með ívafi af rauðbrúnu.
Við vorum að tala um hvolf, nú skulum við
tala um strympu. Á Eystri-Skógum, fyrsta bæ
austan Skógarsands, er all sérstæð hlaða, svo-
nefnd strympuhlaða. Hún er sívöl, niðurgraf-
in að mestu leyti, um 3,70 í þvermál. Ekki
veit ég, hversu djúpt hún nær niður, því að
hún var þvínæst full af heyi, þegar ég athug-
aði hana. Hún er hlaðin af grjóti að innan-
verðu, nokkuð lögulegu það A mátti sjá, en
þakin torfi að utan, það sem upp úr stendur.
Ræfrið er mjög athyglisvert og óvanalegt hér
um slóðir, og þótt víðar væri leitað. Tvær
sperrur bera þunga rafta, hellu og torfs, til
stuðnings þeim eru tvær stífur sín hvorum
megin hlöðuops, síðan eru raftar mislangir
lagðir á sperrurnar og brúnir veggs. (Sjá skýr-
ingarmynd.) Gluggur eða vindauga er á hlöð-
unni, því að hvorki er grind eða gleri fyrir að
fara, myndað með því að setja smásteina undir
eina helluna. Hlöðuop er um 90 cm breitt og
hleri fyrir. Hlaðan stendur afturaf fjárhúsum,
og tel ég víst, að inngangur sé úr þeim { hlöð-
hlRTINGUR
25