Birtingur - 01.01.1964, Side 30

Birtingur - 01.01.1964, Side 30
síðustu árin erlendis og einnig hér á landi, og er gerð til þess að spara tröppugang. Hús- móðirin er vel staðsett á starfsvettvangi sínum, hún þarf ekki út að ganga til fjóss, en úr eldhúsi einungis nokkur skref, mjólkur- vinnuslutækin eru staðsett annað hvort í einu horni eldhússins eða í gangi, nokkur skref í baðstofu og nokkur til stofu. Hér hefur sameiginleg reynsla kynslóðanna verið að verki og fengið að ráða. Enga grein er hægt að gera sér, fyrr en að fullrannsökuðu máli, fyrir aldri þessarar húsa- skipunar, hversu algeng hún hefur verið eða hvort hún hefur tíðkazt um allt land. Elztu heimildir sem ég þekki eru úr ferðabók Sveins Pálssonar, þær fyllstu eru í ritum og gögnum Daniels Bruun, en hann mældi, teikn- aði og ljósmyndaði nokkrar fjósbaðstofur í Skaftafellssýslum líklega árið 1902. Greini- legt er, að fjósbaðstofubæirnir, sem nú standa uppi, eru vaxnir af þeim eldri, aukin timburnotkun og meira rými er eina verulega breytingin. Einkum hygg ég, að stofan sé ný- mæli, en dæmin tvö eru frá Gröf í Skaftár- tungu og Hnausum í Meðallandi um skemm- ur, sem ennþá standa og notaðar voru til þess að taka á móti gestum. Skemman í Gröf held- ur ennþá ágætum þiljum sínum, sem virðast sanna þetta mál. Guðmundur Hannesson tel- ur í ritgerð sinni: Húsagerð á íslandi í Iðn- sögu íslands, að fjósbaðstofur hafi verið al- gengastar í Skaftafellssýslum, en náð út- breiðslu í Eyjafjarðar- og Þingeyjarsýslum, jafnvel vestanlands. Algengur siður var það einnig fyrir austan að hafast við á fjósloftum á daginn, en sofa inni í bæ á nóttum. Eldforn er sá háttur að njóta ylsins af hús- dýrum; algengast var þó að staðsetja fjósið í öðrum helmingi íveruhúss; en að lyfta hí- býlum upp yfir skepnurnar er í senn klókara og þrifalegra. Hvort sú hugmynd er alíslenzk eða aðflutt, er mér ókunnugt, en fregnað hef ég, að fyrirkomulag þetta tíðkist enn á meg- inlandi Evrópu. Ég endurtek: Eigum við að láta húsakost á borð við fjósboðstofuna skaft- fellsku glatast? Er ekki rétt að varðveita eitt sýnishorn af því, hvernig alþýða manna á ís- landi reyndi að verjast einum höfuðfjanda sín- um, kuldanum? Heyrt hef ég því fleygt, að gera eigi Skafta- fellsland að þjóðgarði. Væri ekki snjallræði, ef úr því yrði, að varðveita til dæmis bæinn í Seli? Hann er í upprunalegu horfi að mestu, þótt hann sé farinn að láta á sjá, enda ekki búið í honum lengur, en hann er reistur á ár- unum 1912 til 20 og er því elztur fjósbað- stofubæja þeirra, sem nú hefur verið um rætt. Oftsinnis hefur urn það verið þingað, hvort 28 BIRTINGUR
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158

x

Birtingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.