Birtingur - 01.01.1964, Side 30
síðustu árin erlendis og einnig hér á landi,
og er gerð til þess að spara tröppugang. Hús-
móðirin er vel staðsett á starfsvettvangi sínum,
hún þarf ekki út að ganga til fjóss, en úr
eldhúsi einungis nokkur skref, mjólkur-
vinnuslutækin eru staðsett annað hvort í einu
horni eldhússins eða í gangi, nokkur skref
í baðstofu og nokkur til stofu. Hér hefur
sameiginleg reynsla kynslóðanna verið að
verki og fengið að ráða.
Enga grein er hægt að gera sér, fyrr en að
fullrannsökuðu máli, fyrir aldri þessarar húsa-
skipunar, hversu algeng hún hefur verið eða
hvort hún hefur tíðkazt um allt land. Elztu
heimildir sem ég þekki eru úr ferðabók
Sveins Pálssonar, þær fyllstu eru í ritum og
gögnum Daniels Bruun, en hann mældi, teikn-
aði og ljósmyndaði nokkrar fjósbaðstofur í
Skaftafellssýslum líklega árið 1902. Greini-
legt er, að fjósbaðstofubæirnir, sem nú
standa uppi, eru vaxnir af þeim eldri, aukin
timburnotkun og meira rými er eina verulega
breytingin. Einkum hygg ég, að stofan sé ný-
mæli, en dæmin tvö eru frá Gröf í Skaftár-
tungu og Hnausum í Meðallandi um skemm-
ur, sem ennþá standa og notaðar voru til þess
að taka á móti gestum. Skemman í Gröf held-
ur ennþá ágætum þiljum sínum, sem virðast
sanna þetta mál. Guðmundur Hannesson tel-
ur í ritgerð sinni: Húsagerð á íslandi í Iðn-
sögu íslands, að fjósbaðstofur hafi verið al-
gengastar í Skaftafellssýslum, en náð út-
breiðslu í Eyjafjarðar- og Þingeyjarsýslum,
jafnvel vestanlands. Algengur siður var það
einnig fyrir austan að hafast við á fjósloftum
á daginn, en sofa inni í bæ á nóttum.
Eldforn er sá háttur að njóta ylsins af hús-
dýrum; algengast var þó að staðsetja fjósið
í öðrum helmingi íveruhúss; en að lyfta hí-
býlum upp yfir skepnurnar er í senn klókara
og þrifalegra. Hvort sú hugmynd er alíslenzk
eða aðflutt, er mér ókunnugt, en fregnað hef
ég, að fyrirkomulag þetta tíðkist enn á meg-
inlandi Evrópu. Ég endurtek: Eigum við að
láta húsakost á borð við fjósboðstofuna skaft-
fellsku glatast? Er ekki rétt að varðveita eitt
sýnishorn af því, hvernig alþýða manna á ís-
landi reyndi að verjast einum höfuðfjanda sín-
um, kuldanum?
Heyrt hef ég því fleygt, að gera eigi Skafta-
fellsland að þjóðgarði. Væri ekki snjallræði,
ef úr því yrði, að varðveita til dæmis bæinn
í Seli? Hann er í upprunalegu horfi að mestu,
þótt hann sé farinn að láta á sjá, enda ekki
búið í honum lengur, en hann er reistur á ár-
unum 1912 til 20 og er því elztur fjósbað-
stofubæja þeirra, sem nú hefur verið um
rætt.
Oftsinnis hefur urn það verið þingað, hvort
28
BIRTINGUR